Feykir


Feykir - 16.06.2004, Page 8

Feykir - 16.06.2004, Page 8
Sterkur auglýsingamidill 16. júní 2004,22. tölublað, 24. árgangur. Fréttablaðið á Norðurlandi vestra ©s Sími: 453 6666 VlE Sími: 453 6622 Fj öruhlaðborðið um næstu helgi Nú er allt á fullu við lokafrá- gang íþróttasvæðisins á Sauðár- króki svo leikvangurinn og að- staða öll við völlinn verði sem fullkomnust þegar kemur að stóm stundinni þann 8. júlí nk. þegar Landsmót UMFI hefst. Þessa dagana er m.a. verið að smíða áhorfendastúku við völl- inn, með föstum sætum fyrir 300 manns, en með þessari stúku em uppfylltar þær kröfur sem knattspymusambandið hef- ur sett varðandi keppni í efstu deildum Islandsmótsins og úr- slitakeppni Bikarkeppninnar. Með tilkomu stúkunnar stór- batnar aðstaða áhorfenda á Sauðárkróksvelli, því þrátt fyrir að stallamir undir Nöfunum hafi verið haganlega gerðir á sínum tíma undir forsjá Elíasar B. Halldórssonar listamanns, þá er skuggsælt undir Nöfum og sól- argeislamir ná sjaldnast að verma vallargestum, þannig að þar er oft ansi napurt þegar kvölda tekur. Undirstaðan öflug Það var vaskur hópur knatt- spymumanna ungra og gamalla sem unna að stúkugerðinni um helgina, enda veitti ekki af þar sem mikil vinna er við að koma undirstöðum og burðarvirkjum fyrir. Það em 64 straurar sem borað er fyrir í jarðveginn og efninu ekið burtu í safnhaug í hjólbörum og til baka malarfyll- ingarefni til að púkka með staurunum. Meðal nokkurra bæjarbúa sem litu við á vellinum um helg- ina var Sigurður A. Olason sem lengi hefur starfað hjá Rarik. Hann undraði sig á því hvað vel var vandað til undirstöðunnar, að grafa staurana einn og hálfan meter niður, en það er hlutfalls- lega mikið miðað við það að 12 metra rafmagnsstaurar vom jarðsettir tæpa tvo metra. Vitn- aði Siggi í þessu sambandi til þess að Aðalsteinn Jónsson heföi þótt snillingur í því að kljúfa steina sem of stórir vom til að bera á höndum upp úr hol- unni. Steini hefði ekki þurft að dumpa nema örfá skipti á stein- inn svo hann klofnaði. Hefur þar líklega sannast sem oft, „að margur er knár þótt hann sé smár”. Það er knattspymudeild Tinda- stóls sem stendur fyrir stúku- byggingunni og meginsmíðinni stjómarBragi Skúlason fráTré- smiðjunni Borg. Stúkan er byggð úr sólpallaefhi og efst koma svo föst sæti úr plastskel. Aætlaður kostnaður er 2 millj.kr. Þann 19. júní n.k. verðurhið vinsæla og sérstæða Fjömhlað- borð í Hamarsbúð i Húnaþingi vestra og hefst það kl. 19.00. Þar verður að vanda fjölbreytt- ur og góður matur á borðum, m.a. sauðahangikjöt, grafið ær- kjöt, súrir selshreifar, hákarl, ábrystir og fjallagrasamjólk. Einnig má nefna margskonar heimabakað brauð með áleggi, svartfugl og fjölda annarra rétta. Húsfreyjumar á Vatnsnesi halda sumarhátíðina nú í ní- unda sinn. Þær leggja aðalá- herslu á að hlaðborðið sé sem glæsilegast og þar geti flestir fengið að smakka eitthvað við sitt hæfi. I stórtjaldinu verður bögglauppboð, fjöldasöngur og gaman. Þar munu Guðmundur og Eiríkur sjá um tónlistina. Samstarfsnefhd um samein- ingu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu ákvað á fundi sínum í síðustu viku að stefna beri að kosningu um sameiningu þeirra laugardaginn 20. nóvember næstkomandi. Um er að ræða sveitarfélögin Bólstaðarhlíðarhrepp, Sveins- staðahrepp, Svínavatnshrepp og Torfalækjarhrepp. í tilkynningu frá samstarfs- nefndinni segir að sveitarfélög- in hafa um árabil haff með sér umtalsvert samstarf, m.a. um rekstur Húnavallaskóla, en auk þeirra stendur Áshreppur að rekstri hans. Sameining sveitar- félaganna hefur verið til um- ræðu um nokkurt skeið og hefúr leitt til þeirrar niðurstöðu sam- Tvær gönguferðir með leið- sögn verða famar þennan sama dag og em þær inni í dagskrá Bjartra nátta. Önnur er gömul fjárrekstrarleið yfir Vatnsnes- ljall, milli Þverárréttar og Ham- arsréttar, krefjandi ganga um 17 km Iöng með 700 m hækk- un. Útsýni mikið og fallegt. Brottför verður kl. 12:00 á há- degi frá Syðri-Þverá í Vestur- hópi. Upplýsingar gefur Guð- mundur í síma 451 2664/ 894 0695. Hin gönguleiðin er ströndin frá Ánastaðastapa út að Ham- arsbúð. Um 5 km löng leið sem flestir geta gengið. Útsýni gott til Strandafjalla. Brottför kl. 16:00 frá vegvísi skammt sunnan Skarðs á Vatnsnesi. Upplýsingar gefur Þormóður í síma 451 2547. starfsnefhdar að stefha beri að kjördegi í nóvember. Jafhffamt hefur samstarfsnefndin ráðið Jóhann Ólaf Halldórsson, ráð- gjafa hjá Athygli á Akureyri, til að vinna með nefhdinni að gerð málefnaskrár og kynningu hennar fyrir kjósendum. Flísar - flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391 Harðsnúið lið var mætt við að koma fyrir undirstöðum stúkunnar. Mynd/Óli Arnar. Framkvæmdir á fnllu við frágang landsmótsleikvangs Ný áhorfendastúka reist við Sauðárkróksvöllinn Kosið um samein- ingu í nóvember toyota :: tryggingamiðstöðin :: kodak express :: bækur og ritföng :: ljósritun 1 lit :: gormar og plöstun :: fleira og fleira bókabúðin BOKABUÐ BRYWJABS BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com - -fji'ii’ ana í ^Jolsjí-ílditnnf

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.