Feykir


Feykir - 17.11.2004, Síða 7

Feykir - 17.11.2004, Síða 7
40/2004 Feykir 7 Naín: Jóna Fanney Friðriksdóttir. Árgangur: 1963. Fjölskylduhagir: í sambúð með Hirti Einarssyni og samanlagt eigum við 4 börn, nokkra hesta og kött. Starf / nám: Bæjarstjóri. Er með M.A. gráðu í fjölmiðla- og stjórn- málafræðum frá Freie Universitát í Berlin. Bifreið: Mitshubisi Pajero. Hestöfl: ...hvað erþað? Hvað erí deiglunni: Að líta björtum augum á framtíðina þegar ég er búin hjá tannlækninum í vikunni. Hvernig hefurðu það? Ljómandi, nema ég þarf að fara til tannlæknis í vikunni. Hvernig nemandi varstu? Rumpaði þessu eiginlega af, fór í sturtu með plast yfir bókinni og las síðan alla nóttina fyrir próf. Þessi aðferð hentaði mér vel. Man eftir að hafa kveikt á vasaljósi undir sæng á yngri árum þegar próf stóðu yfir og yfirvaldið hafði siökkt Ijósið í herberginu mínu. Félagsmálin áttu hug minn á milli prófa. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? ÞegarLeó Ijósmyndari á ísafirði bað móður sína um hjálp til að fá okkur systur til að brosa í myndatökunni. Frúin mætti þá með tinkassa, sagði við okkur "sko stelpurl", ýtti á takka og upp stökk trúður með doo- jójonnnggg hljóði. Fyrir vikið erum við með uppsett hár i hláturskasti á veggjum fjölskyldunnar í dag. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Fisksali, ég öfundaði alltafsvo fólkið í fiskbúðinni þegarþað pakkaði fiski inn í dagblöð. Hvað hræðistu mest? Að mér verði einhvern tima sýndur allur sá matur sem ég hef borðað um ævina. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Abba plata, hét hún ekki "Survival" eða varþað "Arrival"... ? Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Five, seven, 0, five með Ásdísi Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa með meiru. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 60 Minutes og öðrum góðum fréttaskýringa- þáttum. Besta biómyndin? Braveheart. Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bruce og Gwyneth. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossa- miðann? Kolsýrt vatn sem er eiginlega það heimskulegasta sem hægt er að kaupa á íslandi, sérstaklega þegar maður á soda-stream tæki heima. Hvað er í morgunmatinn? Hrökkbrauð með osti og sultu og gott sterkt kaffi. Uppálialds málsháttur? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Engin, nema þá þær sem Sigmund teiknar. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Saltfisksréttir. Hver er uppálialds bókin þín? Híbýli vindanna og Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Galapagoseyja. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fariþínu? Oþolinmæði. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar fólk er sjálfhverft. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Tottenham Hotspur...það er svo gaman að bera það fram. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mæturá? Einari Karli Hjartarsyni, hástökkv- ara og fóstursyni mínum. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Tvímælalaust Diskó Friskó. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Nelson Mandeta. Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Bát, neyðarblys og bækur. Hvað er best í heimi? Fjölskyldan mín. íþróttafréttir Intersport-deildin í körfubolta Tap í Grindairík Tindastóll spilaði við lið Grindavíkur í Grindavík í gærkvöldi. Stólarnir höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik en jafnræði var með liðunum í þeim síðari en það voru Grindvíkingar sem áttu góðan lokasprett og sigruðu 102-95. Ron Robinson var í banni í leiknum og munar um minna. Morgunblaðið segir frá því að Grindvíkingar voru í slæmum málum strax eftir þrjár mínútur en þá var Darrel Lewis kominn með þrjár villur. Stólarnir voru yfir 23-32 eftir fyrsta leikhluta en heimamenn söxuðu á forskotið og jöfnuðu 45-45 og voru síðan yfir 51-48 í hálfleik. Leikurinn var í járnum í þriðja og íjórða leikhluta eða allt þar til tvær mínútur voru eftir og staðan 91-93 fyrir Stólana. Þá gerðu Grindvíkingar 11 stig í röð og því fór sem fór. Lokatölur 102-95. Kristinn Friðriksson þjálfari Grindvíkinga sagði vörn heimamanna hafa verið arfaslaka en hældi þó sírium mönnum fyrir að hafa haldið góðum anda og baráttuþreki. Hann sagði Tindastólsmenn hafa komið tilbúna til leiks. INTERSPORTDEILDIN í KÖRFU íþróttahúsið í Grindavík GRINDAVÍK102 TINDASTÓLL 95 Stig Tindastóls: Fletcher30, Svavar 26, Nikola 18, Axel 14, Björn 5 og Andri 2. Yngri körfuboltakempur Kormákur Fjölliðamót hjá 8. flokki í körfu fór fram á Sauðár- króki um helgina. Til leiks mættu auk Tindastóls lið Keflavíkur, KR, Snæfell og Ungmennafélagið Kor- mákur frá Hvammstanga. Það er skemmst ffá því að segja að lið Kormáks rúllaði mótinu upp og sigraði alla sína leiki. Lið Kormáks var skipað bæði strákum og stúlkum sem sýndu góð tilþrif og skemmti- lega takta. komf sá og sigraði Þjálfarar Kormáks voru að vonum hinir ánægðustu með árangurinn, áttu ekki von á þessu en sennilega er þetta í fyrsta sinn sem blandað lið kemst í A-riðil. í öðru sæti var Snæfell og Tindastóll í því þriðja, en held- ur hitnaði í kolunum í viður- eign þessarra liða og þurftu 2 leikmenn, ffá sitthvoru liði að fara af leikvelli sökum "óíþrótta- mannslegrar hegðunnar". Þetta voru lokaleikirnir í 2. umferð fjölliðamóta fyrir jól, og hefst 3ja umferð væntanlega á nýju ári. Þá heimsótti 11. flokkur Tindastóls Akurnesinga en þar öttu strákarnir kappi við lið ÍA, Þór Ak. og Ármann /Þrótt. Þeir unnu 2 leiki og töpuðu einum sem dugði þeirn til að hækka um riðil og munu þeir leika í A- riðli á næsta móti. Sannarlega verðskuldað hjá strákunum, þvi að leikinn gegn Ármanni/Þrótti sigruðu þeir með 104 stiga mun, 134-20. Intersport-deildin í körfubolta_ Sunnanmenn sigruðu Tindastóll beið lægri hlut fyrir spræku liði Hamars/ Selfoss í Síkinu í kvöld. Leikurinn var frekar til- þrifalítill og stemning í slakari kantinum, bæði hjá leikmönnum og áhorf- endum. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Stólarnir áttu hreint skelfilegan kafla um rniðjan fyrri hálfleik þar sem staðan breyttist úr 18-18 í 18-37 og skoraði liðið ekki stig í hátt í sjö mínútur. Staðan í hálfleik 38-46. Svavar Pálsson reyndist Stólunum erfiður og var eins og sunnanmenn hefðu tekið með sér vegg til að hafa í vörninni. Þá reyndist það hið versta mál fyrir heimamenn að vera án Rons Robinson en hann var að taka út leikbann. Þannig tóku gestirnir 30 varnarfráköst en Stólarnir aðeins 13 og munar um minna. Það verður þó að hrósa Stólunum fyrir að koma sér aftur inn í leikinn og fljótlega í fjórða leikhluta setti Nikola niður tvær 3ja stiga körfúr og kom Stólunum yfir 68-67. Næstu mínútuna skiptist liðin á um forystuna en síðan var eins og heimamenn skorti þrek og gestirnir náðu ágætu forskoti sem þeir voru ekki í vand- ræðum með að halda. Lokatölur 82-93 Bestu leikmaður Stólanna í k\'öld var Fletcher, en aðrir voru mistækir. Næsti leikur hér heima er gegn Njarð\ik 26. nóvember. INTERSPORTDEILDIN í KÖRFU íþróttahúsið á Sauðárkróki TINDASTÓLL 82 HAMAR/SELFOSS 93 Stig Tindastóls: Fletcher 29 Svavar 22, Nikola 20, Axel 4, Björn 4 og Ragnar 3. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Enn er tími til að koma sér í form fyrir jólin, Herbalife getur hjálpað þér. Kíktu á www.heilsufrettir.is/sigrungrims og fáðu ókeypis heilsuskýrslu. eða hringdu í 452 4538. E-mail: sigrun-mummi@simnet.is Terrano til sölu Nissan Terrano II, árg. 1998, ekinn 160.000, dökkgrænn, nýskoðaður. Dráttarkrókur, disil, CD-spilari, raf- drifnar rúður, framljósahlifar, nagladekk, grind á þaki ofl. Uppl. í síma 4671055 eða torsig@simnet.is. Bíll til sölu Til sölu Toyota Corolla árgerð 2000. Billinn er3ja dyra, 6 gira og ekinn um 38 þúsund kilómetra. Velmeð farinn toppbill. Upplýsingar i síma 893 5417.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.