Feykir


Feykir - 01.12.2004, Side 1

Feykir - 01.12.2004, Side 1
RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki rafsjá hf Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Félag sauðfjárbænda í Skagafirdi liéltsína árlegu uppskeruhátíð í félagsheimilinu Héðinsminni sl. laugardag. Eitt hundrað manns mættu á samkomuna. Á myndinni eru nokkrir „Lýtingar" að fylgjast með því sem fram ferásviðinu. Tekjur hækkuðu og gjöld lækkuðu hjá FISK á nýliðnu rekstrarári Hagnaður FISK 511 mi$ónir jákvæður um 168 milljónir Niðurstaða efnahagsreikn- ings er 4.040 milljónir. Eigið fé er 2.409 milljónir, eigin- íjárhlutfall 0,60 og arðsemi eigin íjár 26,12%. Heildar- skuldir 1.630 milljónir og netto-skuldir um 1.000 milljónir. Rekstur FISK gekk almennt nokkuð vel á árinu, að sögn Jóns Eðvalds Friðrikssonar, framkvæmdastjóra, þrátt fyrir talsverðar sveiflur í afurðaverði, hátt gengi íslensku krónunnar og hátt olíuverð. Aðalfundur félagsins verður haldinn á skrifstofu félagsins Eyrarvegi 18, á Sauðárkróki á morgun, 2. desember, kl. 16:00. Rekstrarhagnaður Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. á síðasta rekstrarári var kr. 511 milljónir eftir skatta. Rekstrarár FISK er hið sama og kvótaárið, sem er frá 1. september til 31. ágúst. Veltufé frá rekstri, sem er góður mælikvarði á fjármunamyndun í rekstri var 630 milljónir eða 23,4% af veltu. Rekstrartekjur Fisk- iðjunnar Skagfirðings voru 2.684 milljónir og hækkuðu um 0,5% á milli ára, en rekstr- argjöld lækkuðu um 3,8% og voru kr. 1.953 milljónir. Hagnaður fyrir afskriftir og ljár- magnskostnað var kr. 732 milljónir eða 27,2% af veltu. Afskriftir voru 270 milljónir og Ijár- magnskostnaður var Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri FISK. Kaupfélagsstjóri segir að efla þurfi sparisjóðinn Átakafundur um Sparisjóðinn Samþykkt var á fundi stofnfjáreigenda Sparisjóðs Hólahrepps þann 24. nóvember síðastliðinn að auka stofnfé úr 22 í 88 milljónir króna. Fulltrúar gömlu stofnfjáreigend- anna eru ókátir með framgöngu stjórnenda KS í sjóðnum og segir Valgeir Bjarnason, sem sæti átti í stjórninni, hana vera siðlausa. Að sögn Valgeirs kom í ljós á stjórnarfundi í sparisjóðnunr að Kaupfélag Skagfirðinga, sem átti 40 prósent stofnfjár haföi selt stjórnendum Kaupfélagsins og Fiskiðjunnar og eiginkonum þeirra og Sparisjóði Ólafsfjarðar og Sparisjóði Mýrasýslu stærstan hluta síns stofnfjár. Þetta var gert til að geta nýtt atkvæðisréttinn til hins ítrasta, að mati Valgeirs. "Okkur finnst gerningur- inn fullkomnaður með þessu. Það er ákveðin svikamylla í gangi sem við erum ósátt við. Við munum reyna að hnekkja þessu því að við teljum að þetta standist tæplega lög og munum skoða framhaldið með okkar lögmanni.” Haft er eftir Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra að hann harmi að reynt sé að gera málefni Sparisjóðs Hóla- hrepps og aðkomu stjórnenda Kaupfélags Skagfirðinga tor- tryggilega. Þórólfur segir alla sammála um að efla þurfi sparisjóðinn svo hann geti þróast á lána- nrarkaði í samkeppni við aðrar peningastofnanir. Ákvörðun hafi verið tekin um að hækka stofnfé því vilji sé til þess að byggja upp stofnun í héraði sem sé valkostur við aðrar fjármálastofnanir. Sjá nánarbls. 2 Ættmóðir Hólahrossa öll Þrá frá Hólum fallin 26 vetra gömul Kynbótahryssan Þrá frá Hólum hefur verið felld. Þrá var ein þekktasta kynbótahryssa Hólabúsins. Þrá hlaut meðal annars heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti hestamanna í Reykjavík árið 2000. I dag byggir hrossaræktin á Hólum nær eingögu á afkvæmum Þráar. Meðal þeira eru: Þrenna frá Hólum, Þóra frá Hólum og Þoka frá Hólum. Þess má geta að Þrenna og Þóra hafa einnig hlotið heið- ursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti hestamanna. ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA —ICTengtff ehp— Aðalgötu 24 • Sauöárkróki • Sími 453 5519 • Fax 453 6019 Bílaviðgerðir, hjólbarðaviðgerðir, réttingar og sprautun mi bílaverkstæði Sæmundargötu 1b • 550 Sauðárkrókur • Simi 453 5141

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.