Feykir - 05.01.2005, Qupperneq 1
5. janúar 2005 :: 1. tölublað :: 25. árgangur
Fréttablaðið á Norðurlandi vestra
RAFVERKTAKAR
- sérverslun með raftæki
rafsjá hf
Sæmundargötu 1 Sauðárkróki
Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins styrkir nýtt upplýsingatækniverkefni
Þrír aðilar í Skagafirði taka
þátt í stóru Evrópuverkefni
Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP) hefur
samþykkt að styrkja verkefnið Broadband in Rural
and Remote areas (BIRRA)og verður verkefnið hluti af
Interreg IIIB áætlun NPP.
Brennuleyfi afturkölluð vegna slæmrar veðurspár
Brennunni frestað
um sólarhring
Sjö íslenskir aðilar verða þátt-
takendur í verkefhinu, þar af
þrír á Sauðárkróki; Byggða-
stofnun, Leiðbeiningamið-
stöðin ehf. og Sveitarfélagið
Skagafjörður. Verkcfiiið hefst í
janúar.
Kostnaður við þátttöku
íslands verður rúmar 13
milljónir og heildarkostnaður
urn 66 nrilljónir króna.
Aðrir þátttakendur frá
íslandi eru; Isafjarðarbær,
Síminn, Póst og Fjarskipta-
stofiiun og IMG Deloitte ehf
en auk þess taka þátt í verk-
efninu aðilar frá Finnlandi,
Svíþjóð og Skotlandi. Að sögn
Þórarins Sólmundarsonar, sér-
fræðings hjá Byggðastofiiun, er
markmiðið með verkefiiinu að
búa til verkfæri til að skilgreina
stöðu sveitarfélaga á sviði
upplýsingatækni þar sem horft
er til þátta eins og e-learning, e-
care, e-work, e-government, e-
business og jafnvel fleiri þátta,
s.s. menningarstarfsemi. Islen-
ska áherslan í verkefninu er á
stöðugreiningu, markmiða-
setningu/framtíðarsýn, áætl-
anagerð og lausnir.
Að sögn Þórarins er um að
ræða nokkurskonar forverk-
efiii fýrir stærri verkefiri, sem
eiga að flýta fýrir ffamþróun á
sviði hagnýtingar upplýsin-
gatækninnar og stuðla að jöfiiu
aðgengi að þeim tækifærum
sem hún veitir. Þetta verði m.a.
gert með því að hagnýta sér
upplýsingar ásamt sérfræði-
þekkingu samstarfsaðila og
annarra við lausn sameigin-
legra viðfangsefna, jafhframt
því að mynda gagnleg
tengslanet.
Flugmyndin að BIRRA
kemur upphaflega frá Kemi-
Tornio Polytechnic (KTP) í
Finnlandi sem fer með
verkefnisstjórnun. Verkefnislok
eru áætluð í júnílok 2006.
Lokaráðstefna verkefnisins
verður haldin á íslandi þar sem
gerð verður grein fýrir
niðurstöðum þess. Póst og
fjarskiptastofiiun er matsaðili
verkefiiisins.
Eins og flestum er í
fersku minni máttu
Króksarar gjöra svo vel
að fresta áramótabrenn-
unni um sólarhring. Leyfi
til að halda brennur voru
afturkölluð enda var
veðurspáin fyrir gaml-
árskvöld hin versta.
Þegar til kom reyndist
veðrið með skásta móti og það
var einungis síðasta hálftím-
ann á árinu 2004 sem rétt þótti
að standa með bakið í vindinn
og flugeldafarganið. Það er því
ekki ósennilegt að einhverjir
hafi hugsað veðurfræðingum
þegjandi þörfina.
Þetta þýddi auðvitað að
loks þegar kveikt var í brenn-
unni í iðnaðarhverfmu á
Króknum að kvöldi nýárs-
dags, var nokkur vindur og
talsverð hríð. Fólk lét
leiðinlegt veður þó ekki mikið
á sig fá og kvaddi gamla árið í
léttu skapi undir glæsilegri
flugeldasýningu Björgunar-
sveitarinnar.
Fram kernur á netmiðlum
að Flúnvetningar áttu ekki í
vandræðum með að klára sig
af áramótabrennum og flugel-
dasýningum sem tókust með
miklum ágætum.
Þrettándabrenna
Skátafélagið Eilífsbúar stendur
fýrir Þrettándabrennu þann 6.
janúar - á þrettándanum - og
hefst dagskráin á því að farin
verður blysför frá slökkvi-
stöðinni á Sauðárkróki kl.
20:00, að brennunni neðan
iðnaðarsvæðisins. Kveikt
verður í brennunni þegar
göngufólk mætir á staðinn.
Úthlutun á veiðiheimildum í Barentshafi_
FISK fær um 736 tonn
Fiskistofa hefur nú
úthlutað aflamarki í
Barentshafsþorski til
einstakra fiskiskipa.
Á árinu 2005 er heimilt að
veiða í lögsögu Noregs 3.712
tonn af slægðum þorski en
2.320 tonn í lögsögu
Rússlands. Skip FISK fengu
úthlutað rúmlega 453 tonn-
um í norskri lögsögu og um
283 tonnunr í rússnesku
lögsögunni. Samtals um 736
tonn.
Málmey SK 2 fær úthlutað
tæpum 171 tonni í norskri
lögsögu og um 107 tonnum í
rússneskri lögsögu. Hegra-
nesið fær tæp 80 tonn í
norskri lögsögu og tæp 50
tonn í rússneskri lögsögu.
Arnar HUl fær úthlutað
rúmlega 176 tonnum í
norsku lögsögunni en ríflega
110 tonnum í þeirri rússn-
esku . Þá fær Klakkur út-
hlutað tæpum 17 tonnunr í
rússneskri lögsögu og tæp-
lega 27 tonnum í þeirri
norsku.
ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Bílaviðgerðir,
FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA hjólbarða viðgerðir, réttingar og sprautun
—ICleM^tff ehj3— /11 bílaverkstæði
XJJEU
Aðalgötu 24 • Sauðárkróki • Sími 453 5519 • Fax 453 6019 Sæmundargötu 1b • 550 Sauðárkrókur • Sími 453 5141