Feykir - 05.01.2005, Qupperneq 8
©s ll leJ 1 Sími: Mett 453 6666
Vll ) m Sími: ulK 4536622
Á þriðja þúsund skráðra muna úr héraði
Kristján búinn að
pakka safninu
Minjahúsið á Sauðárkróki skoðað.
Samningur sveitarfélagsins Skagafjaröar við Kristján
Runólfsson, safnara á Sauðárkróki, um samstarf hans
og sveitarfélagsins um rekstur einkaminjasafn hans
rann út um áramótin.
Þannig er mál með vexti að árið
1997 lagði Sauðárkróksbær
Kristjáni til húsnæði undir
minjasafri hans og kostaði upp-
setningu sýningar fyrir hann í
Minjahúsinu á Sauðárkróki.
Síðan hefúr Kristján fengið
árlegan rekstrarst)'rk auk þess
sem hann hefúr fengið allan
aðgangseyri af eigin sýningu og
sýningum Byggðasafns Skag-
firðinga í Minjahúsinu.
Kristján segir að sér hafi
verið boðinn nýr samningur
sem hafi verið þess eðlis að
hann hafi ekki getað gengið að
honum og sé því á leið suður
nteð muni sína.
„Það var minnkað við mig
plássið unt helnting og mínir
munir alveg stúkaðir af. Ástæða
þess er sjálfsagt sú, að Byggða-
safir Skagfirðinga ætlar að nota
plássið undir eitthvað annað...”
Ársæll Guðmundsson sveit-
arstjóri segir spurningu hvort
sveitarfélög eigi yfirhöfúð að
styrkja einkasafnara. Hann segir
einnig að í safiialögum sé kveðið
á um að starfsmenn safira ntegi
ekki safita munurn sjálfir, en
Kristján hafi alla tíð verið
einkasafhari og þetta tvennt fari
einfáldlega ekki saman.
„Kjarni ntálsins er sá að
samningurinn við Kristján rann
út í þeirri mynd sem hann var.
Það var reynt að breyta honuin
til þess horfs sem eðlilegra hefði
verið, og munir úr sögu Skag-
firðinga yrðu í eigu þeirra. Þetta
gekk ekki eftir og því er Kristján
að pakka sínum persónulegu
eigum saman...”, segir Ársæll.
Heimild: Morgunblaðið
Nýr kennsluvefur kemur út á vegum Hólaskóla og Kennaraháskóla íslands
Könnum saman lóð og mó
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands og
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum hafa gefið út vef um líf-
ríki í nágrenni íslenskra grunnskóla. Höfundar að
vefnum eru Torfi Hjartarson lektor við Kennaraháskóla
íslands, Sólrún Harðardóttir verkefnastjóri við
Hólaskóla og Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor við
Kennaraháskóla íslands. Torfi annaðist auk þess alla
umsjón, útlitshönnun og samsetningu á efninu.
Persónur óg veth'áfiúsmýndir
teiknaði Jón Ágúst Pálmason
og lífverur Elín Aradóttir. Auk
teikninga eru um 100 Ijós-
rnyndir af lífverum eftir all
marga höfúnda. Björn Þor-
steinsson og Þóra Ellen Þór-
hallsdóttur lögðu til flestar
’myndir af plöntum, Grétar
Eiríksson lagði til flestar
fuglamyndir og Oddur Sig-
urðsson lagði til allar myidir af
pöddunt. Ennfremur er teflt
ffant stöku ntyndskeiðum og
hljóðum.
Vefurinn ber heitið
Könnum saman lóð og rnó og
byggir á hátt í 700 skjámyndum
sem lýsa vettv'angsathugunum
barna og unglinga á
dæmigerðu þurrlendi við
Lautaskóla.
Á vefnum leiða kennararnir
Andrés og Drífa hópa barna og
unglinga um skólalóð, grundir,
holt, ntóa og skóglendi í
nágrenni skólans og börnin
rekast á fjölda algengra líh’era
og fræðast um þær með ýmsurn
hætti.
Nokkrir aðilar veittu styrki
til verksins, þar á rneðal
Rannsóknarsjóður Kennara-
háskóla íslands, Þróunarsjóður
grunnskóla og Menntagátt.
Heimild og sjá nánar. www.holar.is
Ófærð á Norðurlandi vestra
VMaust veður
Snjó þeytt af gangstéttum i Hlíðarhverfi á Sauðárkróki.
Það var talsverður ofsi í
veðrinu nú fyrstu
dagana á nýju ári og
raunar ekki sérlega
glæsileg veðurspáin
fyrir næstu daga.
Mikil ófærð hefrir verið á
Norðurlandi vestra og vegir
yfir öxnadalsheiði og Vatns-
skarð lokuðust í talsverðan
tíma á mánudaginn og var
nokkuð um að vegfarendur
leituðu aðstoðar í Upplýs-
ingamiðstöðinni í Varmahlíð.
Fór svo að verslun KS í
Varmahlíð var opnuð og
sömu sögu er að segja af Hótel
Varmahlíð. Fjöldi bíla lenti í
vandræðum í Húnavatnssvslu
og þurfti að kalla út björgun-
arsveit til að aðstoða fólk.
Þá féll snjóflóð í Vatnsdal
síðdegis santa dag, en að sögn
lögreglunnar á Blönduósi til-
kynnti bóndinn í Káradals-
tungu í Áshreppi í Vatnsdal að
snjóflóð hetði fallið á og
eyðilagt stöðvarhús sem sten-
dur við bæinn.
Á bænum Gilá fauk þak af
hlöðu og á Uppsölum hrundi
hluti þaksins á gömlu fjár-
húsunum við bæinn. Mikil
mildi þykir að ekki drápust
neinar kindur en þær \'oru um
160 í húsunum.
Heimild: Skagafjordur.com & Huni.is
Ungmennafélag íslands
LandsfulHrúi á Króknum
Á vef UMFÍ er sagt frá því að 11. stjórnarfundur UMFÍ
var haldinn í Þjónustumiðstöð UMFÍ á laugardaginn.
Á fundinum voru rneðal
annars teknar ák\'arðanir um
skipulagsmál sem stjórnin hefúr
verið að vinna að síðustu mis-
seri. Þetta nýja skipulag felur í
sér að til verða tvö ný störf
landsfúlltrúa og verður annar
með aðsetur á Sauðarkróki.
Landsfúlltrúinn sent verður
með aðsetur á Króknum mun
vera með íþróttir, umhverfis- og
unglingantál á sinni könnu.
Hinn verður með aðsetur í
Reykjavík og verður með men-
ningamál, listir og ffæðslumál.
Reiknað er með að þetta nýja
fýrirkomulag taki gildi um
áramótin og eru þetta san-
narlega ánægjulegar fréttir fyrir
Skagfirðinga.
toyota :: tryggingamiðstöðin :: kodakexpiess :: baekur ogritföng :: ljósritnn í lif Ú z í :: gorrnar ogplöstnn :: fleira ogfleira
bókabúdin BÓKABtJÐ BRYBcJARS
BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUóARKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagaljordur.com - -Tyt' jl' 3II9 ( Tjo|SK-í Id^öúi ’■
Flísar
-flotgólf
múrviögeröarefni
AÐALSTEINN J.
MARÍUSSON
Sími: 453 5591 • 853 0391 • 893 0391