Feykir


Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 3
07/2005 Feytdr 3 Karl Eskil Pálsson útvarpsmaður vinnur að tveimur þáttum um Hólaskóla Eins konar upphitun fyrir 900 ára afmælið Útvarpsmaðurinn Karl Eskil Pálsson, vinnur nú að tveimur 40 mínútna þáttum um Hólaskóla. Sá fyrri verður á dagkskrá Rásar 1 fimmtudaginn 3. mars klukkan 13:05 og hinn síðari fimmtudaginn 10. mars á sama tíma.Þá verður hægt að hlusta á þættina á Netinu (ruv.is) í hálfan mánuð eftir útsendingu. Þeir sem það vilja gera fara einfaldlega inn á heimasíðu Útvarpsins, ruv.is. Tíðindamaður Feykis tók Karl Eskil tali. Kannski gera Skagfirðingar sjálfir sér ekki grein fyrir hversu margir möguleikarnir eru. „Hólaskóli hefur vaxið mikið á undanförnum árum, sem er etv. ekki á vitorði þorra landsmanna,” segir hann. „Hugmyndinni um að gera skólanum skil var því strax vel tekið af þeim móta dagskrá Útvarpsins. Hólastaður skipar án efa sérstakan sess meðal þjóðarinnar, sem vill að reisn sé yfir staðnum. Auk þess verður verður haldið upp á 900 ára afmæli Hólaskóla á næsta ári, þannig að kannski má líta á þessa samantekt sem nokkurs konar upphitun fjTÍr þá miklu hátíð." Það hefúr stundum verið sagt að Hólaskóli hafi í gegn um aldirnar verið eina sameign Norðlendinga. Er eitthvað til í þessu? „Kannski er eitthvað til í þessari full)Tðingu. Að vísu hefur vægi Hólastaðar sem menntaseturs tekið miklum breytingum ffá því skóli var fyrst settur þar á laggirnar. En að mínu viti er hægt að staðhæfa að landsmenn telj a að Hólaskóli ogHólastaður allur sé sameign þjóðarinnar eins og td. Skálholt.” Kom þér eitthvað á óvart við vinnslu þáttanna? „Ýmislegt kom á óvart. Ég hafði til dæmis ekki gert mér grein fyrir að unnið væri að jafhmörgumvísindaverkefhum eins og raunin er. Þetta á við um allar deildir skólans. Ég mun væntanlega gera nokkrum slíkum verkefnum skil í þáttunum. Hins vegar var staðfestur sá grunur minn að forsvarsmenn skólans eru mjög stórhuga. I þáttunum verður til dæmis greint hugmyndum um byggingu mikillar menningar- miðstöðvar sem sannarlega kemur til með að setja mikinn svip á Hóla og gjörbreyta allri aðstöðu til kennslu og rannsóknarstarfs við skólann. Samvinna kirkju og skólans er sömuleiðis meiri og dýpri en mig hafði órað fyrir. Mér fannst athylisvert að tala við nemendur sem allir sem einn lofuðu kennslu, aðstöðu, félagslíf og þar fram eftir götunum. Síðast en ekki síst kom mér nokkuð á óvart hversu vel tengdur Hólaskóli er við atvinnulífið. Skóninn er byggðatengdur ef svo mætti segja. Háskólinn á Akureyri hefur haft mikil áhrif á atvinnulífið víða úti á landi, en þó aðallega á Akureyri. Hólaskóli gegnir því svipuðu hlutverki í Skagafirði og HA á Akureyri." Hvernig metur þú stöðu og ffamtíð Hólaskóla? „Ég fæ ekki betur séð en að ráðherrar, alþingismenn og fjármálamarkaðurinn bindi miklar vonir við starfsemi Hólaskóla. Ég minnist frétta- viðtala sem ég tók á síðasta ári við Björn Bjarnason þáverandi menntamálaráðherra og Guðna Ágústsson landbúnaðarráð- herra. Þeir sögðu báðir að þeirra flokkar vildu styðja við bakið á Hólaskóla með myndarlegum hætti. Framtíð Hólaskóla ætti því að vera nokkuð björt. Hugmyndir heimamanna eru sannarlega stórtækar og stuðningur við þær er fyrir hendi. Hins vegar verður að viðurkennast að ég er nokkuð hugsi )dir því hvort rétt að Hólaskóli heyri undir land- búnaðarráðuneytið. Þetta er mál sem taka þarf til umræðu. Nafn þáttanna, Hólaskóli - stóriðja Skagafjarðar, segir kannski allt sem segja þarf um afstöðu mína til skólans. Skólinn er sannarlega stóriðja Skagafjaðrar. Kannski gera Skagfirðingar sjálfir sér ekki grein fyrir hversu margir möguleikarnir eru varðandi uppbyggingu skólans.” netkönnun Næsti mánuðurinn yrði skárri ef... ...Spaugstofan hætti að gera grín að HalldóriÁsgrímssyni! (7.9%) ...SkjárEinn hætti að láta það bitna á áhorfendum að enski boltinn eigi að vera á íslen- sku 1(6.9%) ...íraksmálið yrði tekið afdag- skrá á Alþingi! (19.2%) ...Stólarnirfæru að vinna leiki í körfunni! (40.4%) ...Össur og Ingibjörg Sólrún færu á sólarströnd! (10.8%) ...allir fengju bara pínulítinn einkakvóta! (14.8%) Hægt erað taka þátt í könnunum sem birtastí Feykimeð þviað fara inn á Skagafjörður.com og kjósa þar. ítrekað skalað könnunin er meira til gamans og taka skal niðurstöðurnar með fyrirvara. molar Blönduóssbær krefst skýringa Bæjarstjóm Blönduóss hefúr óskað skýringa hjá sjávarút- vegsráðuneytinu á úthlutun byggðakvóta í desember sl. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri segir í samtali við Bændablaðið að í íréttatilkynningu ffá sjávarút- vegsráðuneytinu séu gefnar ýmsar forsendur og ástæður tyrir úthlutun til nær allra byggðalaga en þegar kentur að úthlutun 69 tonna til Blönduóss sé alls engin skýring gefin. I íiéttatilkynningunni gefúr ráðuneytið sér ýmsar forsendur, svo sem hagstæðasta viðmiðu- narár, bre)tingar á aflaheimild- um, punktafjölda og fleira. Hvað tbrsendur úthlutunar fýrir Blönduósbæ og nokkur ön- nur sveitartélög varðar konta forsendurnar ekki frarn. I bréfi sent Jóna Fanney hefúr ritað til sjávarútvegsráðuneytisins fer bæjarstjórn Blönduóssbæjar á leit \dð ráðuneytið að skýrðar verði nánar þær forsendur sem liggja að baki úthlutun byggðakvóta til Blönduósbæjar, samanber reglugerð nr. 960, frá 6. desem- ber 2004. Fólkflyturhelsttil höfuðborgarsvæðisins Hingflestir sent fluttu frá Norðurlandi vestra í fyrra fluttu til höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofún- nar um búferlaflutninga. 225 íbúar á Norðurlandi vestra fluttu til höfuðborgarsvæðisins á síðas- ta ári en frá höfúðborgarsvæðinu til Norðurlands vestra fluttu 79. Þá fluttu í fyrra 72 útlendingar til Norðurlands vestra frá útlöndum en til útlanda samtals 118. Aðalfundur Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar verður haldinn í Ströndinni við Sæmundargötu föstudaginn 4. mars 2005 og hefst kl. 17:00. Á dagskrá eru aðalfundarstörf samkv. samþykktum félagsins. Rætt verður um framhald byggingaframkvæmda. Stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar VARMAHLÍÐ Einbýlishús til sölu Eignasjóður Skagafjaróar auglýsir til sölu fasteigni- na Laugaveg 5 (Sjónarhól) í Varmahlíð. Húsib er hæð og ris, alls 121 m2. OskaS er eftir tilboSum í eignina og skulu þau berast Eignasjó&i Skagafjarðar, Róðhúsinu, Skagfirðingabraut 2J, fyrir 28.febrúar næstkomandi. Nónari upptýsingar gefur sviðsstjóri Eignasjóðs Skagafjar&ar í síma 455-6000 Skagafjörður RÁÐHÚSIÐ SKAGFIRÐINGABRAUT 21 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 6000

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.