Feykir


Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 16.02.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 06/2005 Steinar Skarphéðinsson skrifar Af Austurbakkanum Á síðastliðnu hausti boðaði sveitarstjóri Skagafjarðar Ársæll Guðmundsson til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg Hofsósi og með honum Áskell Heiðar Ásgeirsson. Málefni fundarins var 4.mgr.4.gr. reglugerðar nr.960, 6.desember 2004, um úthlutun þorsksígildislestum til stuðnings byggðarlögum, í þessu tilviki Hofsós. Fundurinn var vel sóttur af mönnum ffá Hofsós, Sauðárkrók, úr Skagafirði og frá Skagaströnd. Sveitarstjóri setti fundinn og skýrði frá því að þarna væri um að ræða kvóta, 3.200 tonn, sem ráðherra hefði til ráð-stöfunar fyrir minni byggðarlög sem ættu undir höggi að sækja vegna lélegrar kvótastöðu og slæms atvinnuástands (sem að hluta stafar af burtseldum kvóta). Á fundinum voru málin rædd vítt og breitt og leitast við að finna rök fyrir því að Hofsós sem slíkur ætti að fá sem verulegastan hlut úr þessum potti ogkomu fram ábendingar um að Hofsós hefði tapað miklum kvóta sem hefði farið með SKAFTA SK til ÚS á sínum tírna og svo hefði tapast vegna rækjuveiða sem nú eru ekki fyrir hendi og með annari sölu burt úr byggðarlaginu, einnig hefúr tapast kvóti vegna skelveiða sem var 500 tonn skv. tillögu Hafró á sínunr tíma. Ekki tókst að ljúka þessum fundi með niðurstöðu og því var boðað til annars fundar skömmu síðar og skyldi hann vera fámennari og rnenn væru búnir að afla frekari gagna. Á seinni fundinum mætti Áskell Heiðar ásamt fámennari hóp og kom Áskell með fundargerðina tilbúna sem var í sjálfu sér ágætt þar sem hún var vel úr garði gerð, einungis þurfti að gera smávægilegar lagfæringar. Þegar svo úthlutunin kom voru það 77 tonn sem komu í hlut Hofsós og var það Sveitastjórnar að ákveða með hvaða hætti sú úthlutun færi frarn og þyrfti hún að skila því áliti til ráðuneytis fyrir áramót. Ljóst er að ekki hefur sveitastjórnin lagt mikla vinnu í þennan málaflokk þar sem hún vísaði málinu aftur til ráðuneytis og með tilvísun einungis í einum lið. 1. Úthluta skal skv. 5.gr. reglugerðar nr.960/2004 um úthlutun á 3.200 þorskígildistonnum til stuðnings byggðarlögum, þó þannig að einungis bátar sem eru skráðir frá Hofsósi þann l.desember 2004 komi til greina. Engar kvaðir um löndun á Hofsósi Flest önnur sveitafélög settu fram glögga álitsgerð með sínum umsóknum sem eru í 6 til 10 liðum og glögglega útfærðar þannig að ekki fari á rnilli mála að úthlutun þessi Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óska eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir samtökin. Framkvæmdastjóri SSN V Samtök sveitarfélaga á Noröurlandi vestra leita að framkvæmdastjóra sem býr yfir góðri menntun, þekkingu og reynslu af atvinnu- og byggðamálum. Sérstök áhersla er lögð á frumkvæðl og góða samskipta- og stjórnunarhæfileika. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn SSNV. Æskilegt er að framkvæmdastjóri geti hafið störf sem fyrst. Skrifstofa SSNV og aðseturframkvæmdastjóra er á Hvammstanga. SSNV er þjónustu- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og skal starfa í samvinnu við önnur landshlutasamtök sveit- arfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga, eftir því sem við verður komið. Um síðustu áramót var Starfssvið: • Yfirmaður atvinnuráðgjafa á Norðurlandi vestra og forysturmaður atvinnuráðgjafar • Yfirmaður verkefnisstjóra um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra •Ábyrgð á rekstri skrifstofu SSNV á Hvammstanga og starfsmanns skrifstofu • Fjármál Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra heyra einnig undir SSNV Markmið samtakanna er: • Að vinna að hagsmunum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra • Að efla samvinnu sveitarfélaga og auka kynningu sveitarstjórnarmanna • Að stuðla að samræmdu rekstrarfyrirkomulagi sveitarfélaganna í því skyni að auka hagkvæmni • Að reka atvinnuþróunarstarfsemi á Norðurlandi vestra undir heitinu Atvinnuþróun Norðurlands vestra, skammstafað ANVEST • Að vinna að hverjum þeim verkefnum sem aðildarsveitarfélög eða löggjafinn kann að fela þeim til að styrkja þjóðfélagslega stöðu landshlutans starfssemi SSNV og Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra sameinuð undir eina stjórn og er framkvæmdastjóri ábyrgur fyrir þeirri starfsemi. Auk þess heyrir Byggðasamlag um málefni fatlaðra undir framkvæmdastjóra en sérstakur verkefnisstjóri ber ábyrgð á faglegum rekstri þess málaflokks. Sjá einnig heimasfðu samtakanna www.ssnv.is Verið er að endurskipuleggja starfsemi SSNV og mun framkvæmdastjóri koma að þeirri vinnu. IMG MANNAFL LIÐSAUKI Umsjón með starfinu hafa Ragnheiður S. Dagsdóttir (ragnheidur@img.is) og Herdís Rán Magnúsdóttir (lierdis@img.is) hjá Mannafli - Liðsauka. Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Mannafls - Liðsauka. Laugavegi 170 105 Reykavík Sími 540 7100 mannafl@img.is Skipagötu 16 600 Akureyri Sími 461 4440 www.mannafli.is komi viðkomandi byggðarlagi til góða. Engar kvaðir eru um það að aflanum skuli landað í Hofsós eða að hann skuli unninn þar. Þannig að þeir bátar sem fá þennan kvóta geta gert við hann það sem þeim sýnist, þ.e.a.s. landað honum þar sem þeim sýnist, selt hann þar sem þeim sýnist eða jafnvel leigt hann frá sér. Hvað þýðir það svo sem stendur í síðari hluta málsgreinar að bátar sem einungis eru skráðir ffá Hofsósi þann 1 .desember 2004 komi til greina, þar sem venjan er að miðað sé við fískveiðiárið l.september. Á mannamáli þýðir það að báturinn AUÐBJÖRG, eigandi Norðurfar ehf (Gunnar Þór Gunnarsson sem búsettur er í Frakklandi) Skagaströnd, sem flaggað var til Hofsós eftir 1. september eingöngu til þess að hægt væri að setja á hann kvóta sem fiskvinnslan Kolka, nú Norðurós, geti braskað með. Fiskveiðiárið 2004 var Kolku fiskvinnslu úthlutað 114 þorskígildistonnum og var það sett sem skilyrði að úthlutun kvóta sé landað og hann unninn á viðkontandi stað. Einnig að viðkomandi sé skylt að leggja til jafns kvóta á móti, þ.e.a.s. tonn á móti tonni, og jafnvel samning við fiskvinnslu á staðnum um vinnslu aflans. Hvað hefði það þýtt fýrir Hofsós árið 2004 hefði þessum 114 tonnum verið úthlutað skilyrt tonn á móti tonni og landað og unnið í Hofsós. 114 tonn hefðu orðið 228 tonn senr þýðir 228 eða 272 tonn (slægingarstuðull er 0,84 ) aukalega gegnum hafnarvog 181 löndun miðað við 1,5 tonn í róðri sem hefði skapað auknar tekjur f>TÍr höfnina. Þar að auki hefði þessi aðgerð skapað traustari grunn undir útgerð á Hofsósi. í ár erum við að tala um byggðarkvóta 57 tonn + ráðherrakvóta 77 tonn, sem yrðu 268 tonn miðað við tonn á móti tonni, reyndar 320 tonn miðað við aðgerðan afla. Byggðarkvóta, 57 tonnum, hefúr nú verið úthlutað til Kolku/Norðuróss án nokkura skilyrða og geta þeir braskað með hann að eigin geðþótta svo sem þeir hafa áður gert. Úthlutun ráðherrakvóta hefúr en ekki verið kunngerð. Steinar Skarphéðinssson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.