Feykir


Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 8
SÍMI 453 6622 Eldsvoðinn á Bárustíg á Saudárkróki_ Málið sent ríkis- saksóknara Málið varðandi elds- voðann að Bárustíg 14 á Sauðárkróki hefur verið sent ríkissaksóknara til umsagnar. Ríkissaksóknari sker úr um hvort að rannsókn verður haldið áfram eða hvort málinu er lokið. Rannsókn lögreglu er þannig ekki lokið. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir en ljóst er að eldsupptök eru eru ekki af völd- um raffnagns. Rannsókn málsins er i biðstöðu á rneðan niðurstöðu saksóknara er beðið en venja er að mál fari þessa ieið í kerfinu að lokinni rannsókn lögreglu. ______________________I? Frá vettvangi eldsvoðans á Bárustíg 9 á Sauðárkróki í desesmber. Húnaþing vestra Námskeið fyrir frum- kvöðla Frumkvöðlasetur ungs fólks í Húnaþingi vestra stendur í marsmánuði fyrir námskeiðaröð fyrir þá sem vilja stofna eigin rekstur, eða stefna að því að breyta rek- strinum hjá sér eða bæta við sig framleiðslu- eða þjónus- tugreinum. Námskeiðin spanna 5 daga, þau hefjast 5. mars og lýkur 21. mars. Þau er öllum opið, en íbúar Húnaþings vestra hafa forgang en meðal annars verður Byggðastof- nun heimsótt og fengnir til liðs gestafyrirlesarar. Nýtt skip, Óli Hall HU-14, komið til hafnar á Blönduósi Ætla að gera út á rækju og bolfisk Nýtt skip, Óli Hall HU-14 kom til hafnar á Blönduósi um helgina. Um er að ræða tæplega 200 tonna stálskip með um 900 hestafla vél. Skipið er keypt frá Grindavík og hét áður Hafberg GK-377 og var í eigu Þorbjörns Fiskanes. Það er útgerðarfyrirtækið Hjallanes sem á Óla Hall en eigendur þess eru Hrólfur Ólafsson og Jóhann Viðar Aðalbjörnsson ásamt fjór- um öðrum smærri fjár- festum. Verður Hrólfúr skipstjóri. Skipið var keypt án veiðiheimilda en kaupverð þess var um 13 milljónir króna, sem er rnjög hagstætt verð. Að sögn Hrólfs verður gert út á úthafsrækju 4-5 mánuði á ári en annars bolfiskur á net eða troll. Skipið allt er mjög vel tækjum búið og vistarverur góðar en fimm eru í áhöfn. Skipið fer væntanlega á veiðar í lok næstu viku. Nýjir aðilar taka við rekstri Bifrastar Allir í bíó! Sigurbjörn, Sigurlaug og Guðbrandur ásamt hússtjórn Bifrastar, Sigur- veigu, Sigrúnu Öldu og Karli. Hagur viljugra bíógesta vænkast von bráðar í Skagafirði en nú á dögunum var gengið frá samningum um að einkaaðilar taki að sér rekstur félagshei- milisins Bifrastar á Sauðárkróki. Nýju rekstraraðilarnir, þau Bára Jónsdóttir, Guð- brandur Guðbrandsson, Sigurbjörn Björnsson og Sigurlaug Vordís Eysteins- dóttir hyggjast hefja aftur kvikmyndasýningar auk þess sem Leikfélag Sauðárkróks og leikhópur Árskóla verða áfram með starfsemi í hús- inu. Þá stefna nýjir eigend- ur að því að fjölga öðrum viðburðum í húsinu eins og tónleikum, fyrirlestrum og ráðstefnum. Salurinn í Bifröst var tekinn í gegn fyrir nokkr- um misserum og er þar fyrirmyndar aðstaða til að njóta góðrar skemmtunar. Tók aðeins fáar klukkustundir að opna heiðina Lágheiðin opnuð í byrjun góu Lágheiði milli Fljóta og Ólafsfjarðar var mokuð sl. mánudag og telst nú fær öllum bílum en þunga- takmörk miðuð við 5 tonna öxulþunga voru þó strax sett á veginn. Vegurinn fram Fljótin og yfir til Ólafsfjarðar er mjög blautur og hálkublettir á heiðinni sem unnið var við að rífa niður á þriðudaginn. Lítið var eftir af snjó á heiðinni þegar hún var mokuð og tók aðeins fáar klukkustundir að opna hana með öflugum snjóblásara aðþessu sinni. Undanfarið voru menn búnir að fara yfir heiðina á þolckalega öflugum bílum og var þá ekið sumstaðar á hjarni. Það gerist nú sífellt algengara að Lágheiðin sé opnuð yfir háveturinn enda síðustu ve- tur verið snjóléttir þrátt fyrir að kornið hafi illviðriskafli í byrjun janúar tvo þá síðustu. ÖÞ: •Ú 3 1 s tnynta :: tryggingamiðstöðin :: kndaknxpnfiss :: baaknr ngritföng :: ljósritnn í lit :: gnrmar ogplöstnn :: fleira ogfleira Flísar BÓKABÚÐ -flotgólf múrviögeröarefni DOKdDUOlll BRYNJARS AÐALSTEINN J. MARÍUSSON Sími: 453 5591 • 853 0391 • 893 0391 BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 453 5950 FAX453 5661 bokabud@skagafjordur.com - ■T')l']l' 3) )9 í f Jo|SF-j)dUhh/ '■

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.