Feykir


Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 10

Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 10
10 Feykir 11/2005 M I N N I N G Svafar Helgason Fæddur 30. ágúst 1920 Dáinn 15. febrúar 2005 Kveðjafrá Lionsklúbbi Sauðárkróks Svafar Helgason fæddist á Hamri í Fljótum 1920, hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 15. febrúar 2005. Otför hans fór fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 26. febrúar. Foreldrar hans voru Gunnhildur Kristjánsdóttir og Helgi Krist- insson, smiður á Siglufirði. Svafarólstuppíforeldrahúsum, gekk í Gagnfræðaskóla Siglu- íjarðar og síðar í Verslunar- skóla Islands og lauk þaðan verslunarprófi vorið 1939. Svafar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Gunnhildi Magúnsdóttur 30. ágúst 1945. Þau bjuggu lengstaf á Öldustígnum á Sauðárkróki. Þar áttu þau friðsælt og fallegt heimili, þar fæddust dæturnar tvær, þær Hildur og Ólöf. Barnabörnin voru sjö og barnabarnabörnin voru orðin sex. Þegar Lionsklúbbur Sauð- árkróks var stofnaður á haust- dögum 1964 var Svafar einn af stofnfélögum hans. Hann var styrk stoð í klúbbstarfinu meðan honum entist heilsa, en síðustu árin átt Svafar við vanheilsu að stríða. Hann dvaldi þó ætíð á heimili sínu og naut þar ástríkrar ummönnunr eiginkonu sinnar, sem hjúkraði honum allt til þess síðasta. Það smá fækkar í hópnum sem stofnaði Lionsklúbb Sauðárkróks fyrir rúmum fjörutíu árum. En við sem eftir erum eigum margs að minnast. Margar minningar eru bundnar við Svafar Helgason. Hann var traustur einsoghandtakhans. Honum var ætíð hægt að treysta. Það sem hann tók að sér var vel unnið. Hann var í fáum orðum sagt góður félagi, sem var hvers manns hugljúfi og gaman var að vinna með. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd félaga í Lionsklúbbi Sauðárkróks færa Svafari okkar bestu þakkir fyrir allt sem hann var klúbbnum og lionshreyfingunni. Ég vil þakka fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með honum á fundum við undirbúning árshátíða og við hin ýmsu verkefni þar sem hann var ætíð gleðigjafi. Eftirlifandi eiginkonu Gunnhildi Magnúsdóttur og dætrunum tveimur Hildi og Ólöfu og fjölskyldum þeirra vottum við dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa þeim minninguna um góðan eiginmann, föður og afa. Magnús H. Sigurjónsson Póstkort til foreldra Fermingarböm eiga ekki að fara í Ijós Foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna hefur verið sent póstkort þar sem bent er á hætturnar sem fylgja því að ungt fólk fari í Ijósabekki. Skilaboðin á kortinu eru frá Geislavörnum ríkisins, Landlæknis- embættinu, Krabbameinsfélaginu og Félagi íslenskra húðlækna, en þetta er annað árið sem þessir aðilar standa saman að fræðsluherferð undir slagorðinu "Hættan er Ijós". Allt fyndist okkur þetta miða að því að lyfta staðnum og gera mannlífið þar betra og skemmtilegra. En á þessum áformum væri þó viss hængur og hann verulegur. Hér væri, eins og hún vissi, ákaflega fátt af ungu fólki utan náms- meyjarnar hennar. Þessar ráðagerðir stæðu raunar alveg og féllu með þátttöku þeirra. Hvað dansæfmgarnar áhrærði, ef af þeim yrði, þá teldum við eðilegt að hún mætti þar sjálf með stúlkunum sínum. Við höfðum nefninlega heyrt að Árný hefði rnjög gaman af að dansa. Svo mætti að lokum rninna á það, að bráðlega tæki Garðyrkjuskólinn til starfa á Reykjum. Hún væri hins vegar hér með sinn Kvennaskóla. Það væri nrjög þýðingarmikið, bæði fyrir það fólk sem hér byggi nú og framtíð byggð- arlagsins, að sem best og nán- ast samstarf gæti tekist með þessum skólum. Það myndi einnig efla og styrkja þá báða, útávíð jafnt sem innávið. Við þremenningarnir vildum fyrir okkar leyti vinna að því að skólarnir tækju höndum saman yfir Varmaána um að stuðla hér að sem mestu og fjölbreyttustu félags- og menningarlífi. Með þessum orðum lét ég máli mínu lokið og þóttist bara hafa verið nokkuð sannfærandi. Á meðan ég lét dæluna ganga hafði Árný ekki sagt eitt einasta orð en öðru hvoru flögruðu brosviprur yfir andlit hennar, senr ég var óviss um hvað ættu að merkja. Loks sagði hún. -Ég býst við að þér sé það nú ljóst, Magnús minn, að það hvílir mikil ábyrgð á mér Nemendur unglingastigs Árskóla hafa síðustu daga æft stíft fyrir árshátíð unglingastigsins en frumsýnt verður í dag. Að þessu sinni eru áætlaðar sex sýningar á árshátíðinni en að þessu sinni hæst gagnvart “stúlkunum mínum”. Ég lít svo á að þær séu fyrst og frenrst komnar hingað til að læra en ekki til að skemmta sér. Hins vegar hef ég ekkert á móti félags- og skemmtanalífi sé því haldið innan siðsamlegra marka. En ég ætla að hugsa málið. Komdu aftur eftir tvo daga. )æja, verra gat það verið og nrér varð hugsað til mál- tækisins, sem segir að sjaldan falli tré við fyrsta högg. Að enduðum löngum dögum Að tveimur dögum liðnum hitti ég svo Árnýju, eins og um hafði verið talað. Um eftir- væntingu okkar félaganna er óþarft að ræða, hún liggur í augum uppi. -Jæja, Magnús minn, sagði hún þegar við höfðum heilsast. -Ég hef nú hugsað þetta sem þú varst að tala um við mig. Og ég treysti því auðvitað að ykkur Reykjapiltum gangi gott eitt til. Nokkrar "stúlknanna minna" eru nú, ásamt mér, í kórnum og ég hef ekkert á móti því að bætist í þann hóp. Ég vil líka gjarnan leyfa þeim að taka þátt í leikritinu en áskil mér rétt til þess að mæta á æfingum hjá ykkur. Og svo er það nú dansinn. Jú, ég fellst að mæta með “stúlkunum mínum” á dansæfingu svona einu sinni í mánuði, kannski oftar, ef allt fer vel fram. Og svo máttu gjarnan vita það, að ástæðan til þess að ég tók mér þennan umhugsunarfrest var einkum sú, að mér fannst ábyrgðin á “stúlkunum mínum” þyngjast talsvert við það, að vita ykkur alla vera Skagfirðinga. Magmis H. Gíslason söngleildnn Rocky Horror sem 10. bekkingar hafa æft af kappi en auk þess eru styttri atriði á dagskránni. Fyrstu sýningar voru í Bifröst í gær og þá verður sýnt í dag og á morgun kl. 17:00 og 20:00. Á póstkortinu, sem sent er með styrk frá Póstinum, er vakin athygli á því að börn og unglingar séu nærnari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól og að brúnn húðlitur eftir sólböð geti verið merki um skemmdir í húðinni sem geta leitt til ótímabærrar öldrunar húðarinnar og jafnvel til húðkrabbameins. Tekið er undir tilmæli Alþjóða heilbrigð ismálastofnunarinnar um að þeir sem eru yngri en 18 ára eigi ekki að fara í ljósabekki og eru foreldrar og forráðamenn fermingarbarna eindregið hvattir til að hafa þetta í huga. í samvinnu við Biskupsstofu hefur verið leitað til presta landsins um að leggja málefninu lið. Hliðstæð herferð á síðasta ári vakti mikla athygli og f framhaldi af henni tóku nokkrar sveitarstjórnir ákvörð- un um að hætta að bjóða upp á sólböð í ljósabekkjum í íþróttamannvirkjum sínum. í könnunum sem IMG Gallup gerði í lok apríl og byrjun maí 2004 kom fram að 25,2% unglinga á aldrinum 12-15 ára höfðu farið í Ijós síðustu tólf mánuðina, hlutfall pilta var 13,6% en hlutfall stúlkna 36,4%. Nýleg athugun á vegunr Geislavarna ríkisins og Umhverfisstofnunar bendir til þess að hér á landi séu á annað hundrað sólbaðsstofur, sem er meira en í milljónaborginni London. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélagsins greinast að meðaltali 45 rnanns á ári með sortuæxli í húð, 45 með önnur húðæxli og um 170 manns með svonefhdgrunnffumuæxli í húð. Tíðni húðæxla í heild hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Minna má á að í byrjun vikunnar birtist sameiginleg yfirlýsing frá norrænu geislavarnastofnununum þar sem lagst er gegn notkun ljósabekkja og sólarlampa, einkum meðal ungs fólks. Árshátíð unglingastigs Árskóla________ Rocky Horror Picture Show

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.