Feykir


Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 12

Feykir - 16.03.2005, Blaðsíða 12
Sjónvarpsmyndin í Austurdal__________ Lou Reed og Biörk gáfu lög í myndina Úr myndinn íAusturdal. Stebbi Hrólfs á Keldulandi, Tóti á Minni Reykjum og Ingimar Ingimarsson í hesthúsinu á Hildarseli. Búið er að fá samþykki allra hlutaðeigandi höfundarréttarhafa fyrir tónlist í sjónvarps- myndinni í Austurdal, sem sýnd verður í Ríkissjónvarpinu á páskadagskvöld. Tvær stórstjörnur, þau Lou Reed og Björk Guð- mundsdóttir heimiluðu ókeypis not á lögum sínum í myndina. Árni Gunnarsson, einn af aðstandendum myndarinnar, segist afar þakklátur öllum þeim sem greiddu götu myndarinnar en það að Lou Reed og Björk bætist í þann hóp sé afar mikill heiður. „Samskiptin við Lou Reed fóru í gegn um Jónatan Garðarsson, riLstjóra Mósaík en hann er persónulegur vinur Lou. Ég þakka honum alfarið að Lou skyldi bregðast við erindinu. Reyndar voru þetta talsverð skoðanaskipti og niðurstaðan er sú að við notum lagið Chooser and the Chosen One í stað Perfect Day. Frosti Frostason var okkur innan handar við að ná sambandi við Björk en þau fengu bæði hún og Lou Reed senda DVD diska með myndinni til þess að þau gætu lagt mat á hvort að þau vildu >fir höfuð leggja nöfn sín við hana. Lag Bjarkar heitir All is Full of Love af plötunni Homogenic og þurfti ekki að breyta neinu frá því sem upphaflega var í myndinni. Við erum innilega þakklát þessu fólki og öllum þeim fjölmörgu sem gerðu ævintýrið I Austurdal að veruleika,” sagði Árni. Skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastólnum_ Keppt í norrænum greinum um helgina Vegna snjóleysis á ísafirði hefur Unglingameistara- mót íslands 2005 verið flutt. Ákveðið hefur verið að keppt verði í alpagreinum á Siglufirði og þá var Skíðadeild Umf. Tindastóls beðin um að sjá um keppni í norrænum greinum á skíðasvæði Skagfirðinga í Tindastólnum. Laugardaginn 19. mars verður keppt í göngu með hefðbundinni aðferð og hefst keppni kl. 13:00. Sunnudaginn ZO.mars verður keppt í göngu með frjálsri aðferð og hefst keppni kl. 11:00 Keppt er í 4 flokkum og má búast við hörkukeppni en heimamaðurinn Sævar Birgisson er sigurstranglegur í sínum flokki. Skíðadeildin hvetur Skagfirðinga og nærsveita- nienn til að kíkja upp á skíðasvæði um helgina til að hvetja þetta unga afreksfólk til dáða. Þá er rétt að minna á að það verður sannkölluð skíða- og skemmtiveisla í Skagafirði um páskana. Á skíðasvæðinu í Tindastól verður fjölbreytt dagskrá en opið verður frá 10-17 alla páskadagana. Boðið verður upp á snjófígúrukeppni, brettabrun, sleða- og snjóþoturall, auk hefðbundnari atriða eins og keppni í samhliða svigi. Ekki má heldur gleyma stórtónleikum Heimis og Hljóma og eitt er víst að það ætti engum að þurfa að leiðast um páskana. Ársæll kominn á Yamaha classic Silverado Keypti hjólið á netinu Feykir hafði spurnir af því að Ársæll Guðmunds- son sveitarstjóri í Skagafirði hefði fjárfest í forláta mótorfák. Það þótti því rétt að heyra í Ársæli hljóðið og fyrst var spurt gamlan draum rætast. „Þetta hefur blundað í mér frá unglingsárum og svo hef ég verið með bifhjólaprófið í rúm 20 ár. Það er kominn tími til að nýta það. Einnig er ég á þeirri skoðun að við eigum að láta drauma okkar rætast séu þeir ekki þess eðlis að valda öðrum tjóni.” - Hvernig vélfákur er þetta? „Yamaha V-Star 650cc clas- sic Silverado árg. 2002. Keypti hjólið frá USA beint af internetinu.” - Ertu búinn að þeysa eitt- hvað á fáknum? „Ég setti hjólið á skrá um daginn í veðurblíðunni og hef aðeins farið um Krókinn, hvort hann væri að láta eftir að hafa fengið leiðsögn og leiðbeiningar frá Kcla að- stoðarskólameistara og bif- hjólakennara.” - Hvað finnst fjölskyldunni um þetta uppátæki? „Dæturnar eru himinlifandi og ég held að það sé að smita smátt og smátt húsmóður- ina.“ - Mega Skagfirðingar eiga von á fleiri sveitarstjórnar- mönnum á mótorhjólum á næstunni? „Ég hef það fyrir satt að séra Gísli Gunnarsson verði kominn á svipaðan vélfák fyrir stóra vélhjólamótið sem verður i Skagafirði í sumar.” Haglabyssumaður á Hofsósi____ Skaut tveimur skotum Maður á sjötugsaldri skaut tveimur skotum af haglabyssu fyrir utan verkstæðið Pardus á Hofsósi síðastliðinn fim- mtudag. Maðurinn var að sögn lögreglu ósáttur út af dekkja- viðskiptum á verkstæðinu og fór heim til sín og sótti haglabyssu. Hann hleypti síðan af tveimur skotum utandyra. Öðru á bílflak við \’erkstæðið sem hann reyndar átti sjálfur og hinu á hús af dráttarvél. « 455 5300 Kodak Pictures BÓKABÚÐ KB BANKI ■■■■ -kraftur til þín! BRYNcJARS KAtrPANQSTOROI 1 • 550 SADDÁKKRÓKDR • SÍMI453 59BO • FAX 463 6661 Flísar - flotgólf múrviðgerðarefni AÐALSTEINN J. MARÍUSSON Sími: 453 5591 • 853 0391 • 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.