Feykir


Feykir - 16.03.2005, Side 11

Feykir - 16.03.2005, Side 11
n/2005 Feykir 11 Nafn: Rúnar Birgir Gíslason. Árgangur: 1975 úr Varmahlíð. Fjölskylduhagir: Giftur Hugrúnu Úsk Olafsdóttur og við eigum Astrós Hind Rúnarsdóttir, þriggja ára. Starf/nám: Er að læra tölvuverkfræði I Árósum I Danmörku. Bifreið / reiðhjól / hestur: 7 gíra reiðhjól. Hestöfl: Fer eftir styrk fóta hverju sinni. Hvað er I deiglunni: Er á leið til Pól- lands að dæma á heimsmeistaramóti grunnskóla I körfubolta. Hvernig hefurðu það? Prýðilegt, samt orðin þreyttur á þessum snjó hérna i Danmörku, grunar að Hús- vikingarnir sem fluttu hingað I sumar hafi fluttþetta með sér. Hvernig nemandi varstu? Ég ER ágætis nemandi. Hvað er eftirminnilegast frá fermingar- deginum? Þegar fermingarsystir mín barði í öxlina á mér þegar við áttum að gang til altaris, ég var sofnaður. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi á Frostastöðum. Hvað hræðistu mest? Það er fátt sem ég hræðist, helst missi ástvina. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Frostlög var fyrsta platan en alls ekki sú besta. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Á sjó. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarp- inu (fyrir utan fréttir)? Brnen, Kreniken og Rejseholdet. Besta bíómyndin? Með allt á hreinu, var allavega besta myndin á vídeóleigunni í KS Varmó þegar ég vann þar. Bruce Willis eða George Clooney / An- gelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bruce Willis, Clooney er svoddan kell- ing. Angelina Jolie, sömu rök, Platrow er svoddan kelling. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Pilsner. Hvað er ímorgunmatinn? Hafragrautur, dóttir mín kenndi mér að borða hann. Uppáhalds málsháttur? Sá vægir sem vitið hefur meira - ég þarf oft að vægja. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest tilþín? Rassmus klumpur hefur aldrei klikkað, bæði á dönsku og islensku. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Hafragrautur í örbylgjuofni. Hver er uppáhalds bókin þín? Bækur Arnaldar Indriðasonar eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir, þó það séu skólabækur sem eru mest lesnar. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Los Angeles þarsem ég myndi fara á leik með LA Lakers. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Úskipulag, er alltaf að reyna að bæta það. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar fólk tekur hlutina ofalvarlega og er að drukkna í lífsgæðakapphlaupinu. Enski boltinn - hvaða lið og afhverju? Liverpool, er eitthvað annað lið I Eng- landi? Byrjaði að halda með þeim fyrir 20 árum ásamt Lárusi Degi félaga mí- num. Eitt sumarið reyndu frændur minir austan vatna að breyta mér I Man Utd mann en Lalli sagði að maður mætti ekki skipta um félag. Síðan hefég verið tryggur Poolari. Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Michael Jordan er einstakur íþrótta- maður. Það eru margir dómarar sem maður fylgist með og tekur það besta hjá hverjum og einum. Collina er maður sem hefur einstakt lag á að dæma. Kim Larsen eða Shu-Bi-Dua? Nú er erfitt að velja, heyri ekki mikið í þeim þó ég búi í Danmörku. Vel Kim Larsen því ég þekkti hann áður en ég kom til Danmerkur. Hver varmikilvægasta persóna 20. ald- arinnar að þínu mati James Naismith, án hans væri ekki til körfubolti. Efþú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Konuna, dóttirina og öflug tæki til að komast á netið. Hvað er best í heimi? Ástrós Hind Rúnarsdóttir. Hvað er skagfirskast? Kaupfélagið. Hvað hafa Árósar fram yfir Varmalilíð og öfugt? Einn stærsti kostur Árósa fram yfir Varmó er að hér er hægt að hafa ADSL. Annars eru þetta svipaðar stórborgir. Jú ÍÁrósum er bíó, I Varmahlíð er reyn- darbióhús, bara aldrei neittsýntþar. Hvað einkennir dani helst? Danir eru ákaflega afslappað fólk, hér gerast hlutirnir ekki eins hratt og á ís- landi. Ef maður þarf t.d. að færa pen- inga milli reikninganna sinna, þá er ég að tala um báða reikninga I Danmörku þá tekur það einn sólarhring. Hér þarf Itka að senda allar beiðnir með snigla- pósti og bíða eftir svarí með sniglapósti. Annars eru Danirbesta fólk og viðkunn- anlegir, sérstaklega ef maður reynir að tala við þá á dönsku og minnist ekki á I7.júní. íþróttafréttír íþrótta- og tómstundahátíð Árskóla á Sauðárkróki Loks sigruðu kennarar íþrótta- og tómstundahátíð Árskóla fór fram á föstudaginn og var hart tekist á. Samkvæmt þeim fréttum sem Feykir hefur komist yfir sigraði - hið fræga - bandýlið starfsfólks 5. bekk í bandý og þá munu starfsmenn hafa sýnt ótrúlega fimi í boðhlaupi. Keppt var í hinum ólík- ustu íþróttagreinum á Iþróttadeginum en honurn lauk að vanda með hinum æsispennandi körfuboltaleik milli 10. bekkinga og kennara. Kennarar hafa farið halloka í þessum rimmum síðustu árin en nú loksins tókst þeim að sigra en þó aðeins með 1 stigs mun. Lið kennara var skipað ofurmennum á borð við Svavar Birgis, Kára Mar, Alla Munda og Óskari skóla- stjóra. 10. bekkingar fengu til liðs við sig Axel Kárason íyrirliða Tindastóls í körf- unni og þrátt fyrir að allt hafi verið gefið í leikinn urðu nemendur að lúta í dúk og sumir lágu jafnvel eftir sárir. Frjálsar íþróttir______________ Sunna snýr sér að 400nt Deildarbikar KSI Stólamir lögðu Hvöt Tfndastóll og Hvöt taka þátt í Deildarbikar KSÍ í knattspyrnu og eru bæði í B-deild karla riðli 4. Liðin mættust einmitt í íýrstu umferðinni nú á sunnudaginn og er skemmst frá því að segja að Stólarnir höfðu betur og sigruðu 1-0. Ljóst er að knattspyrnu- kappar ættu að koma vel undirbúnir til leiks á Islands- mótinu í sumar þar sem liðin hafa flest leikið tjölda leikja áður en alvaran hefst. Þannig hafa liðsmenn Tindastóls og Hvatar spilað 12 leiki á Powerade-mótinu og í Deildarbikarnum áður en apríl er úti og gefst þjálfurum gott tækifæri til að skoða leikmenn og sjá þá spila við góðar aðstæður í Boganum á Akureyri. Næstu leikir liðanna verða þann 20. apríl nk. Sunna Gestsdóttir, íslandsmethafi í langstökki og 100 m hlaupi úr USAH, hefur ákveðið að söðla um. Hún er hætt keppni í langstökki, 100 og 200 m hlaupi, alltént að sinni og einbeita sér að æfingum og keppni í 400 m hlaupi. Jafnffamt hefúr hún ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið í frjálsíþróttum í sumar. Sunna er flutt út til Danmerkur og hyggst einbeita sér þar að æfingum og keppni undir stjórn Rakelar Gylfadóttur, sem þjálfar hjá frjálsíþróttaliðinu Spörtu í Kaupmannahöfn. Sunna á best 57,22 í 400 m hlaupi en íslandsmetið á Guðrún Arnardóttir, Ármanni, 52,83 og því ljóst að Sunna á mikið verk framundan að ná metinu. Skákfélag Sauðárkróks í sjötta sæti 4. deildar l\lú fyrir stuttu var síðari hluti íslands- móts Skákfélaga haldinn í Reykjavík og sendi Skákfélag Sauðárkróks lið til keppni í fjórðu deild. Alls telfdu 24 lið í deildinni, víðsvegar af landinu og endaði Skák- félagið í 6 sæti. Árangurinn í síðari hluta keppninnar var mjög góður og fékk liðið þá 14 1/2 vinning af 18 mögulegum. Alls kepptu yfir 300 manns á þessari stæstu skákhátíð landsins og þar á rneðal ýrnsir sem áður kepptu fyrir Húnvetninga og Skagfirðinga á árum áður, en ekki er langt síðan Húnvetningar voru með lið í efstu deild. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Til sölu Til sölu vökvaknúinn afrúllari fyrir lyftara og ámoksturstæki. Einnig þurrar hálmrúllur. Vantar 4-8kw eins fasa raf- mótor. Upplýsingar gefur Jón í síma 453 8258 á kvöldin. Þvottavél óskast Úska eftir að kaupa ódýra þvottavél. Upplýsingar i síma 845 2840, Gunnar og síma 846 6018, Gunnhildur. Smíðavinna Húsasmiðameistari tekur að sér alla almenna smiðavinnu, úti og inni, s.s. uppslátt, þök, klæðningar o.fl. Tilboð eða timavinna. Upplýsingar I síma 848-9872 (Björn) Félagsvist Félagsvist verður spiluð I Höfðaborg.Hofsósi, fimmtudag- inn 17. mars kl: 21:00. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Félag eldri borgara á Hofsósi.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.