Feykir


Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 1
Elin R. Líndal, Garðar Jónsson og Þór Þórarinsson Irá félagsmálaráðuneyti, Jón Sævar Alfonsson frá Þroskahjálp, Karl Sigurgeirs- son og ráðherrarnir Árni Magnússon og Valgerður Sverrisdóttir við undirritun samkomulagsins Ráðherrar og heimamenn undirrita á Hvammstanga Arm Magnússon felagsmálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir/iðnaðar-og viðskiptaráðherra, undirrituðu á mánudag samkomulag um sameiginlegt þróunar- verkefni um upplýsingakerfi í þjónustu við fatlaða, sem halda mun utan um alla landinu. ísamræmiviðsamkomulagið munu iðnaðarráðune\li og félagsmálaráðuneyti sameigin- lega fjármagna verkefnið. „Með þessu samkomulagi er skotið styrkari stoðum undir verkefnið sem þýðir viðbótarverkefni f\TÍr Forsvar” segirElínR.Líndalmarkaðsstjóri Forsvars. “Þetta eru tveir samningar sem samtals eru um 13 milljónir.” Samkomulagið tengist byggðaáætlun 2002-2005 þar sem m.a. er lögð áhersla á sértæka félagsþjónustu á eflingu fjarvinnslu hjá hinu opinbera. Fjölmörg störf í þekkingarsamfélagi nútímans eru þess eðlis að unnt er að sinna þeim hvar sem er á landinu og án tillits til hvar notendur þjónustunnar eru búsettir. í fréttatilkynningu frá Forsvari segir. „Samkomulagið styður því markmið byggðaáætlunarinnar að á landsbyggðinni verði unnt að stunda þróunarstartsemi í upplýsingatækni og að þar séu einnig skapaðir möguleikar að reka þjónustustarfsemi sem ekki eingöngu er staðbundin heldur nái til landsins alls. Með því mótierstutt vió uppbyggingu þekkingar á staðnum og lagður grunnur að nýrri atvinnu- þróun. Með tilkomu hins nýja upplýsingakerfis mun öll málaafgreiðsla verða skilvirkari og skila þjónustuþegum betra og einfaldara þjónustuviðmóti. Einnig er upplýsingakerfinu ætlað að styðja alla stjórnun þjónustunnar og hvetja til skilvirkari þjónustu og aukinna gæða hennar. Hið nýja upplýsingakerfi getur þannig orðið afar þýðingarmikið fýmir þjónustu við fatlaða og aðra sértæka félagsþjónustu.” Tilkomumikil sjón Segir kaupfélagsstjóra fara með rangt mál Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórar í Sveitar- félaginu Skagafirði segir Þórólf Gíslason, kaup- félagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga fara með rangt mál á aðalfundi fé- lagsins þar sem hann ful- lyrði að sveitarstjórnirnar hafi ekki átt samstarf við fyrirtæki um framþróun í atvinnulífinu. Gísi segir það hafa kontið sér verulega á óvart að kaupfé- lagsstjóri skuli nota aðalfund KS til að skeyta skapi sínu á sveitarstjórnarmönnum í Skagafirði, eins og fram kom i ræðu hans og birtist á for- síðu Feykis. Þar segi kaupfé- lagsstjóri að hann hafi lagt á það áherslu við sveitarstjórnir- nar í Skagafirði, að taka upp samstarf við fyrirtæki um framþróun í atvinnulífi og að marka stefnu varðandi ra- forkuframleiðslu í héraðin og hvorugt hafi gengið eftir. „Þarna fer kaupfélagsstjóri með rangt mál. Þetta hefur gengið eftir, þó það sé reyndar ekki kaupfélasstjórans að segja sveitarstjórnarmönnum fyrir verkum. Ég hélt að allir Skag- firðingar vissu að Skatastaða- virkjun hefur verið sett inn á aðalskipulag sveitarfélagsins og þannig mörkuð metnaðar- full stefna varðandi raforku- framleiðslu,” segir Gísli í grein á blaðsíðu 3. Tugmilljóna hækkun á laxveiðiám í V-Hún. Húnvetnsku árnar skila 200 millj á næsta ári Leigugjald í peningum fyrir laxveiðiárnar í Vestur- og Austur Húna- vatnssýslum verður á næsta ári um 200 mil- Ijónir. Víðidalsá og Miðfjarðará eru gjöfulustu og um leið dýrustu árnar, en leigan af þeim verður um 105 mil- ljónir króna á næsta ári gangi samningareftir. Viðmælendur Feykis úr röðum stangveiðimanna og leigutaka lax\'eiðiáa eru á einu rnáli um að 20 mil- Ijón króna hækkun á leigug- jaldi fyrir Víðidalsá í Vestur Húnavatnssýslu hafi áhrif á leiguverð laxveiðiáa á lands- vísu. Þessar vikurnar er verið að ræða um endurnýjun leigusamnings fyrir Mið- fjarðará. Samningsgerðin tekur mið af leiguverði Víði- dalsár en í Miðfjarðará eru leigðar út 10 stangir á dag á laxasvæðinu en þær eru 8 í Víðidalsá. Samkvæmt heimildum Feykis er rætt um að leiguverð á Miðfjarðará verði yfir 53 milljónir á næsta ári. Sjá nánar fyrrihluta frétta- skýringar um laxveiðiárnar í Húnaþingi á blaðsíðu 2. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CléMfltll ehj3— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun bílaverksfæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Saudárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.