Feykir - 11.05.2005, Qupperneq 7
18/2005 Feykir 7
Guðmundur Valtýsson skrifar_
Vísnaþáttur 405
Heilir og sælir lesendur góðir.
Ágætar upplýsingar hafa borist um
fyTÍrspurninr úr síðasta þætti. Taldi
ég mig nokkuð vissann um að vísan
um Guðlaugsstaðakynið væri eftir
Höskuld Einarsson frá Vatnshorni.
Hefur nú Sigríður dóttir hans
staðfest það í samtali Hð mig. Telur
hún reyndar einu orði ofaukið hjá
mér og vill fella í burtu orðið með í
fyrstu hendingunni.
Þá hafa borist góðar upplýsingar
um vísuna “Bakkus kallinn gleði
gaf’. Fer ekki á millli mála að höf-
undur hennar er Magnús Gíslason,
áður bóndi á Vöglum í Blönduhlíð
í Skagafirði. Þakka ég fyrir þessar
upplýsingar.
Er þá gott að leita til Höskuldar
Einarssonar með fjTstu vísuna að
þessu sinni. Er hún gerð á fallegum
vordegi eftir að hann flutti til Reyk-
javíkur.
Einn égskima alltí kring
er nokkur að kalla?
Það er að grœnka laufog lyng
í lautunum upp tilfjalla.
Tvær vísur koma hér til viðbótar
þar sem Höskuldur er að segja fré-
ttir úr höfuðborginni.
Mörg er lagleg lipurtá
setn labbar hér um bceinn
uppundir ég eina sá
úti á götu um daginn.
Ein á mínum vegi varð
vœnleg hringaþöllin.
Égsé í anda sœluskarð
og sokkabandajjöllin.
Aldraður orti Höskuldur þessa.
Ört mérgerir aldur skil
óðum röddin dvínar.
Nú eru farnar fjandatts til
frammtennurnar mínar.
Einhverju sinni bárust þau tíðindi
hér á skerið að til vandræða horfði
í Brasilíu vegna þess hve barns-
fæðingum hefði fækkað. Var grip-
ið til þess ráðs að banna notkun á
smokkum þar í landi. Af því tilefni
orti Pétur Kristbergsson þessa.
Verjur hafa Brassar bannað
bamafjölgun stefna á.
En Hafnfirðingar hafa sannað
að harkan ein þar duga má.
Guðbergur Bergsson skrifaði mag-
naða grein í DV þar sem hann hélt
frarn að María guðsmóðir hafi ekki
fengið þungun sína ffá heilögum
anda heldur af orðinu einu saman.
Um þetta >Tkir Pétur.
Orðið hefur mikinn mátt
marga konu tefur
en að þaðjafnist á við drátt
aldrei miggrunað hefur.
Ein ágæt vísnagáta að lokum eftir
Pétur þar sem hann trúlega spáir í
spikið.
Mikið vandamál það er
margirsafna þessu hér,
íþað hlaupa maður má
mann í því ég róa sá.
Karl Kristjánsson, alþingismaður,
hefur verið orðinn langþreyttur á
skjalabunkanum er hann orti svo.
Fylgiskjalafargan senn
fyllir hverja smugu.
Votta og kvitta verða menn
vegna þeirra er lugu.
I kroti mínu er Þorsteinn Jónsson
talinn höfundur að þessari snjöllu
hringhendu.
Linnum spjalli, ég legg af stað
lengur varla þjóra.
Degi hallar, dimmir að
droparfaila á Ijóra.
Þá er einnig í dóti mínu að finna
þessa snjöllu hringhendu sem
skráð er eftir Friðrik Hansen og
Eggert Sölvason.
Yndisgröfí ástarbrag
oft ergjöfm snóta.
Fyrir öfugt áralag
ýtar köfm hljóta.
Freistandi er að halda áfram með
hringhendurnar og mun Þorsteinn
Guðmundsson á Skálpastöðum
vera höfundur að þessari.
Það er hart að hoifa á hvað
hatrið svarta kyndir,
þarsetn hjartað átti að
eiga bjartar myttdir.
Sá snjalli Jónas Jónasson, frá Hof-
dölum í Skagafirði, orti þessa.
Lengi hresstur lifði égá
leif af nesti gamla þorsins.
Loks kom gestur, ljós á brá,
lengsti og besti dagur vorsins.
Heyrt hef ég þá sögu að snemma
vors í kuldatíð hafi stúlka að nafi
Fjóla beðið Jónas um að yrkja vísu.
Hann mun hafa orðið við því.
Vetrar bláköld merkin ber ég
bý að gömlu þori.
Þú ert fyrsta fólatt er ég
finn á þessu vori.
Gaman er að rifja upp kveðju hans
til Skagafjarðar.
Skagaförður indœll er
á hanti þarf ei lofi að smyrja
Hverja þúst ég þekki hér
þið skuluð bara reyna að spyrja.
Skal þá að lokum, okkur öllum
til gleði, endað með þessari perlu
Jónasar.
Bregst ei þjóð á Brúarvöllum.
Braga glóð, sem aldrei dvín.
Skagfirskt blóð er í þeitn öllutn
setn elskafljóð ogdrekka vín.
Guðmundur Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi.
S: 452-7154.
íþróttairéttir
Skotfélagið Ósmann
Stuðla að bættu fjölskyldu
lífi og aukinni afþreyingu
Með hækkandi sól og
hlýnandi veðri fer
sumarstarf Skotfélags-
ins Ósmanns á flug. í
sæluvikunni var opinn
dagur á skotsvæði
félagsins að Meyjar-
landi þar sem margir
komu í heimsókn og
fengu að prófa að
skjóta úr rifflum og
haglabyssum.
Laugardaginn 7. maí stóð
félagið fyrir endurhleðslu-
námskeiði. Jóhann Vil-
hjálmsson byssusmiður
leiðbeindi á námskeiðinu og
honum til aðstoðar var
Steinar Einarsson, en hann sá
um að sérsmíða eyrnatappa
fyrir félagsmenn til að þeir
töpuðu ekki heyrn á öllurn
skotæfingunum sent verða á
skotsvæði félagsins í sumar.
Það verður opið á
mánudögum í júní, júlí og
ágúst eins og undanfarin ár
ffá kl 18 til 21 þar sem
félagsmenn og aðrir geta
komið og æft sig í skotfimi og
öðrum góðum siðum.
Einnig má geta þess að
félög og vinnustaðahópar
geta pantað tíma á vellinum
og hefur þetta verið mjög
vinsælt þar sem gestir hafa
fengið að prófa ýmsar gerðir
skorvopna.
Þeirfrændur, GarðarJónsson og Pétur Ingi Björnsson, sprækirá endurhleðslu-
námskeiði á riffilskotum Ósmanns um síðustu helgi.
Landsmótsskyttur i blíðunni sumarið 2004. Myndir: Einar Stefénsson.
Með uppbyggingu fjölskyldulífiogaukiðbreidd
svæðisins hefur Skotfélagið í afþreyingu héraðsins.
Ósrnann stuðlað að bættu
Eitt og annað úr sportinu
Fótboltinn af stað
um helgina
Alvaran í fótboltanum
hefst nú um Hvíta-
sunnuhelgina en þá
koma Selfyssingar í
heimsókn á Krókinn og
spila við lið Tindastóls.
Eftir því sem Feykir kemst
næst verður spilað á sparivel-
linum fína og hefst leikurinn
kl. 16:00 á mánudaginn.
Stuðningsmenn Tinda-
stóls eru hvattir til að fjöl-
menna á völlinn og hvetja
strákana til sigurs. Liðið er
að miklu leiti skipað heima-
strákum sem gaman ætti að
vera að fylgjast með í sumar.
Sigurbjörn á völlinn
Sigurbjörn Árnason, starfs-
maður Iþróttahússins á
Sauðárkróki, hefur verið
settur vallarstjóri íþrótta-
svæðisins á Sauðárkróki
sumarið 2005 og hefur þegar
tekið til starfa.
Vor- og sumarverkin eru
hafin þótt tíðin undanfarna
daga hafi tafið framkvæmdir
nokkuð.
Frjálsíþróttamót
21. maí
Fyrsta ffjálsíþróttamót
sumarsins á Sauðárkróks-
velli er Vormót UMSS en
mótið verður haldið laug-
ardaginn 21. maí og hefst
kl. 14.
smáauglýsingar Senclið smáauglýsingar til frírrar hirtingar á feykir@krokur.is
1 óskilum Jakkaskipti urðu á Löngumýri siðasta spiladag fyrirpáska, 22. mars. Ég kom heim með Ijós- drapplitaðan jakka með nælu í öðru kragahorninu. Vantar minn sem einnig er drapplitaður. Upplýsingar i síma: 453-5414, Kristin. Mjólkurkýr til sölu Til sölu nokkrar ágætar mjólkurkýr. Einnig 3 kvígur - burður júlí, ágúst. Simi: 846 1283. Hryssur til sölu Tvær brúnskjóttar hryssur til sölu, 11 og 6 vetra. Upplýsingar i sima 453 8106.