Feykir


Feykir - 18.05.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 18.05.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 19/2005 Laxveiðiárnar í Húnavatnssýslum - seinni hluti Einn aðili leigir flestar bestu ámar í fyrri hluta fréttaskýringar um laxveiðiárnar í Húnavatnssýslum var fjallað um Hrútafjarðará- og Síká, Miðfjarðará, Tjarnará á Vatnsnesi,Víðidalsá og Gljúfurá í Vestur Húnavatnssýslu. Tvær dýrustu árnar eru leigðar af Árna Baldurssyni og samstarfsfólki hans. Hann leigir að auki veiðiréttinn í þemur ám í Austur Húnavatnssýslu, Laxá á Ásum, Blöndu og Hallá á Skaga. Margir þeirra senr Feykir ræddi við við gerð þessarar fréttaskýringar lýstu yfir áhyggjum urn að bestu laxveiðiárnar væru að færast á of fáar hendur. 1 því sambandi var nefnt að til viðbótar við bestu árnar í Húnaþingi væri Árni Baldursson til dænris nreð Rangámar, sem voru aflahæstu laxveiðiárnar í f)Tra. Aðrir töldu þróunina eðilega og að bestu sölumennirnir gætu einfaldlega greitt hæsta leigu. Verðmætasta áin í Austur Húnavatssýslu er hin fornfræga Vatnsdalsá. Um 40 jarðir eiga land að Vatnsdalsá. Pétur Pétursson og hinn ffanski Guy Geoffory leigja laxasvæðið en veiðifélagiðleigirsilungasvæðið sjálft. Sjö stangir á laxasvæðinu og 10 á silungasvæðinu. I heildina hefur áin verið að skila inn 35-38 milljónum króna á ári en samningurinn um ána er bundinn í erlendu gengi sem hefur eins og kunnugt er verið óhagstætt gagnvart íslensku krónunni undanfarin misseri. Að auki hafa heimamenn haft tekj ur af leiðsögn og ýmiskonar þjónustu við veiðimenn. Leiguverð Vatnsdalsár þótti hátt á sínum tíma þegar þeir félagar tóku ána á leigu en þó vakti enn meiri athygli að eingöngu var leifð veiði á flugu í Vatnsdalsá og veiðinni sleppt. “f upphafi voru menn tilbúnir til þess að greiða meira fýrir þetta. Nú álíta menn þetta sé liagstæðara fýrir lífríkið og ef þetta fer saman er það hið besta mál,” segir Magnús Ólafsson, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Fleiri veiðihús og meiri munaður Magnús staðfestir það sem fleiri viðmælendur Feykis hafa sagt, að kröfur um aðbúnað og þjónustu í veiðihúsunum hafi aukist undanfarin ár. Til að rnæta þessum kröfum byggði Veiðifélagið við Flóðvang, veiðihús Vatnsdalsár, vetur- inn 1993-1994. Bætt var við húsið 10 gistiherbergjum, það klætt allt að utan og skipt um þak og einangrun. Framkvæmdirnar kostuðu um 80 milljónir króna. Að jafnaði eru starfsmenn sex talsins, þrír leiðsögumenn, tveir þjónar og kokkkur. Þá er algengt að tvæir veiðimenn séu um hverja stöng þannig að í húsinu gista allt að 16 veiðimenn í einu. Á aðalfundi Veiðifélags Blöndu og Svartár á dögunum var gistiaðstaða fýrir veiðimenn til umræðu. Algengt er að veiðimenn í Blöndu gisti á Hótelinu á Blönduósi eða í heilsárshúsum Glaðheima á Blönduósi, en þar er glæsileg aðstaða, húsin til að mynda ýmist með heitum potti eða gufúbaði. f máli Árna Baldurssonar, leigutaka Blöndu, sem greiðir um 15 milljónir króna á ári fýrir ána, kom fram að þrátt fýrir þessa góðu aðstöðu standi vilji veiðimanna tilþess að reist verði sérstakt veiðihús við Blöndu. Nokkur atriði hafa verið nefnd þessu til rökstuðnings. I fýrsta lagi vilji menn vera meira útaf fýrir sig, í öðru lagi hvíli menn meira en áður og í þriðja lagi sé stemningin í veiðihúsinu stór hluti af veiðiferðinni. Það er ekki einungis rætt um nýtt veiðihús við Blöndu. Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár,verðurvæntanlega með Hópið í framtíðinni en hann átti hæsta boð í svæðið 800.000 krónur. Samhliða er rætt um að byggja veiðihús við Hópið og samkvæmt heimildum Feykis er verið að leita að henntugri lóð. Ekki sækjast allir veiðimenn eftir munaði. í veiðihúsinu við Laxá á Ásum er ekki boðið upp á þjóna eða matreiðslumann. Reyndar fullyrti Séð og he\'rt á sínum tíma að yngsta barn bítilsins fýrrverandi Poul Mcartny og eina barn hans og núverandi eiginkonu hefði komið undir í veiðihúsinu við Laxá á Ásum. En það er önnur saga sem verður ekki staðfest hér. Hitt er Ijóst að ef miðað er við verð á hverja stöng er Laxá á Ásum dýrasta veiðiá landsins. Lax-á ehf. og Árni Baldursson leigja nú ána þriðja árið í röð og borga rúmar 20 milljónir króna fyrir. Að sögn Páls Þórðarsonar bónda í Sauðanesi og formanns Veiðifélags Laxár á Ásum eiga fjórtán aðilar land að ánni. Veitt er á tvær stangir í ánni í tvo og hálfan mánuð og nú eingöngu á flugu. Veiðin á síðasta ári var óvenju slök en þá bárust 466 laxar á land. Laxá á Ásum er ekki hátt verðlögð að ástæðulausu en hún er sú á sem hefur gefið hvað flesta fiska á hverja stöng. Meðaltalsveiði síðustu 5-6 ára eru um 1000 laxar. Ofan við Laxá á Ásum er Frenrri Laxá. Stefán Jónsson bóndi á Kagaðarhóli formaður Veiðifélags Fremri Laxár segir að félagið selji veiðileifi í eigin nafni. Ekki er hægt að segja að unr mikla laxveiðiá sé að ræða en um 30-50 laxar koma á land úr ánni á ári. Hins vegar er Fremri Laxá athyglisverð silungsveiðiá. I henni veiðast um 3000 silungar á ári þar af ffá 1500 upp í 2000 á stöng. Fiskarnir eru 300-500 gr. upp í rúmlega pund. Þá eru ótaldar Svartá í Svartárdal, sem leigð er Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á unr 9 milljónir króna á ári, Laxá á Refasveit og Hallá á Skaga. Árni Baldursson er með Hallá á leigu og hefur leigt talsvert af dögum í Svartá af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Er ekki talið ólíklegt að hann bjóði í Svartá þegar samningar verðalausirnæstasumar. Laxáá Refasveit er leigð fýrir um þrjár milljónir á ári og eru samningar þar einnig lausir á næsta ári. Leigutaki Helgi Ingvarsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík og fleiri. Tvær stangir eru leigðar út á laxasvæði og tvær silungasvæði. Veiddust 154 laxar í ánni á síðasta ári en 26 jarðir eru skráðar með land að henni. Þar hefur verið leyfilegt að veiða á maðk flugu og aðra hóflega gerfibeitu, spónn og síli innan við 18 gr. Óttast að boginn sé of hátt spenntur Eins og glöggt kernur fram í þessari samantekt eru Árni Baldursson og fyrirtæki tengd honum orðin mjög umsvifamikil í leigu laxveiðiánnaíHúnavatssýslum, með Miðfjarðará, Víðidalsá, Laxá á Ásum, Blöndu og Hallá á leigu og telja viðmælendur Feykis líklegt að hann bjóði einnig í Svartá á næsta ári. Ef horff er yfir landið allt er ljóst að Árni er með það margar af bestu laxveiðiánum á leigu að ákvarðanir hans hafa veruleg áhrif á markaðinn. Kurr er í röðum veiðimanna út af hækkunun á Miðfjarðará og Víðidalsá. Þetta staðfestir meðal annarra Eggert Skúlason, sem er ritstjóri Veiðimannsins, málgangs Stangaveiðifélags Reykjavíkur. En hverning metur hann áhrifm af þessum hækkunum á landsvísu. "Áhrifin verða í fýrsta lagi mjög mikil og í öðru lagi afar neikvæð,” segir Eggert. “Þetta mun skapa mikinn þrýsting á nriklar verðhækkanir á öðrurn veiðisvæðum. Þau áhrif eru raunar þegar farin að koma í Ijós. Ég átta mig ekki á hverjir rnunu kaupa þessa leyfi. Kostnaðarverð í Víðidalnum er með þessari hækkun komin upp í ríflega 70 þúsund krónur fýrir dagstöngina. Þá er eftir gisting og fæði. Og þetta verð nriðastvið 100%nýtingu. Útlendingar hafa dregið mjög úr ferðum sínunr til Islands til að veiða. Þar spilar mjög inn í hátt gengi krónunnar og þegar við bætast hækkanir upp á tugi prósenta, þá horfa rnenn einfaldlega annað, til ódýrari veiðisvæða með

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.