Feykir


Feykir - 18.05.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 18.05.2005, Blaðsíða 1
ViðarAgústsson með rebba og Remington haglabyssuna sem hann skauthann með. Mynd.ÁG Bændur og veiðimenn Mikið af tófu í ár Veiðimenn og bændur í Skagafirði og Húnavatns- sýslum, sem Feykir hefur rætt við telja almennt að tófu sé að fjölga á Norðurlandi vestra. Bæði urðu menn varir við óvenju margt af dýrum á fengitíma í vetur og eins hefur tófa sést víða í varpi í vor. Þegar tíðindamann Feykis við dýrið fyrir nokkrum dög- bar að garði á Bergstöðum í um þegar hann var að taka Skagafirði í gær hatði Viðar Ágústsson, bóndi og veðurathugunarmaður, fellt boldangs ref í flóanum neðan við túnin á Bergstöðum. Að sögn Viðars -varð hann f)Tst var veðurlýsingu klukkan sex að morgninum. Fleiri en Viðar verða varir við tófuna og einn þeirra er Gunnar Þórðarsson, eigandi jarðarinnar Lóns sem er við eystri ós Fléraðsvatanna. „Fuglinn situr venjulega austan við ósinn en það er orðið þannig núna að það sést varla neinn fúlg þarna á sandinum,” segir hann. Að sögn Gunnars hafa í vetur verið felldar þrjár tófur í Hegranesinu, en ekki hafi verið algengt áður h’rr að dýr sæjust á þeim slóðum. Skagafjördur____________ Þverpólitískur fundur um stofnun atvinnumálafélags A þriðja tug manna kom saman á fundi á Kaffi Krók á Sauðárkróki í gærkvöldi til undir- búnings stofnunar félags um atvinnumál í Skagafirði, þar með talið virkjun fallvatna í Skagafirði. Fundinn sóttu aðilar út flestum greinum atvinnulífsins í Skagafirði. Fundurinn var að frum- kvæði Viggó Jónssonar og Gísla Sigurðssonar, rafvirk- jameistara á Sauðárkróki. Að sögn þeirra verður stofnfun- dur þverpólitísks félags um atvinnumál í Skagafirði hal- dinn á Kaffi Krók fimmtudag- skvöldið 26. maí kl: 20:30. Á undirbúningsfundi- num kom fram að eitt af meginverkefnum hins nýja félags verður að tryggja, að ef til virkjana fallvatna Skaga- íjarðar kemur, verði orkan nýtt til að byggja upp atvinnu í Skagafirði. Fundarmenn telja að meginforsenda þess sé að rétturinn til að virkja sé í höndum heimaaðila. Eins og kunnugt er hafa tjárfestar lýst yfir áhuga á að reisa nýtt álver hér á landi og meðal annars lýst Alcoa því yfir í gær að félagið hyggðist kanna möguleika á þess að byggja nýtt álver á Norður- landi. Fyrirætlnari þess efnis voru meðal annars kynntar á ríkisstjórnarfundi í gær. Það er ljóst í þessu sambandi ren- na menn hýru auga til orkunar frá fallvötnum Skagaljarðar. Á fundinn mættu meðal annarra: Jóhann Ingólfsson, Guðmundur Guðmundsson, Þórólfur Gíslason, Halldór Halldórsson, Jón Daníel Jóns- son, Vilhjálmur Baldursson, Jón E. Friðriksson, Ingi Friðb- jörnsson, Kristbjörn Bjarna- son, Ómar Kjartansson, Páli Dagbjartsson, Knútur Aadne- gard, Sveinn Árnason, Svala Jónsdóttir, Ásta l^álmadóttir, Friðrik Ólafsson og Ólafur Friðriksson. Útafkeyrsla í Blönduhlíð Kona slapp ómeidd Bíll ók út af veginum og inn fyrir túngirðingu fyrir neðan bæinn Sólheima í Blönduhlíð síðastliðinn sunnudag. Ung kona var I bílnum og eftir því sem best er vitað var hún ein og sakaði hana ekki. Málið var eklci tilkynnt til lögreglu en að sögn sjónarvotta er komu að slysinu virðist sem bílinn hafi farið út af veginum og endastungist yfir girðingu án þess að skemma hana og endað á hjólunum hinum megin girðingarinnar. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTehgÍII chj3— Bílaviðgerðir hj ólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun X rbílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu 1 b 550 Sauöárkrókur Simi 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.