Feykir


Feykir - 18.05.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 18.05.2005, Blaðsíða 5
19/2005 Feytdr 5 síst minni veiði. Og einu Islendingarnir senr hafa efni á þessum veiðile>fum eru sterkefnaðir menn og eða þeir sem hafa aðstöðu til að stunda “fyrirtækjaveiðar” og oftast eru þetta nú sömu mennirnir. Það er verið að dæma almenning úr leik með þessum samningum, því auðvitað ætla menn sér svo að græða á öllu saman.” -En óttast Eggert að þessi staða geti leitt til fákeppni? “Fákeppni er ekki það sem ég óttast, rniklu frernur að menn séu að axla svo þungar byrðar að þeir standi ekki undir þessu,” segir hann. “Það má lítið fara úrskeiðis þegar boginn er svo hátt spenntur og hvað gerist þá? Eftir standa þessir samningar með óraunhæfu verðlagi og hvernig ætla menn sér að vinda ofan af því? Það þótti mikið að borga hátt í 30 milljónir fyrir Víðidalsá á sínunt tírna en að borga yfir 50 milljónir það er því rniður bara hrein \ritleysa og ég óttast að þetta sér upphaf að hrunadansi á þessu sviði” segir Eggert að lokum. Skagafjörður með bás á Norðurland 2005 Norðlendingar boðnir velkomnir í Skagafjörð Norðlendingar fengu sér bita úr matarkistu Skagafjarðar og fræddust í leiðinni um ferðaþjónustu i héraðinu. Um síðustu helgi var atvinnu-, þjónustu- og mannslífssýning á Akureyri. Sýningin var kölluð Norðurland 2005 og fór fram í íþróttahöl- linni á Akureyri. Sveitarfélagið Skaga- íjörður var með bás á sýning- unni undir yfirskriftinni Skagafjörður - Ævintýrin bíða þín. Ferðaþjónusta og mannlíf í Skagafírði var kynnt með sérstakri áhersla á Matarkistuna Skagafjörð. Matarkistan Skagafjörður er verkefni á vegum Hólaskóla um mat og ferðaþjónustu með þátttöku matvælafram- leiðenda, veitingastaða og ferðaþjónustuaðila í Skagafirði. Á sýningunni voru kynntir ostar frá Mjólkursamlagi Skagfirðinga, reykt rúllu- pylsa frá Kjötkrók og grafinn skarfur frá Kaffi Krók. Ma- turinn fékk lofsanrlegar mót- tökur og skapaðist mjög góð stemming í básnum þegar verið var að kynna hann. Matvælaframleiðendur í héraðinu geta veið stoltir af þessuin gæða vörum og niikill áhugi var hjá þeirn fjölmörgu gestum sent komu í básinn á að kaupa þessar vorur. Það má því segja að leiðin að hjarta Norðlendinga hafa verið í gegnum magann þessa helgi. Svo er bara að vona að nágrannar okkar á Norður- landi láti verkin tala í sumar og sæki Skagafjörð heirn. Þar gefst þeim m.a. kostur á að fá sér fleiri bita úr matarkis- tu Skagafjarðar eða halda á vit ævintýranna hjá kröftu- gum ferðaþjónustuaðilum í héraðinu. Nýr upplýsingavefur um Norðurland Á sýningunni var opnaður nýr upplýsingavefur um fer- ðaþjónustu á öllu Norður- landi en þar verður að finna allar helstu upplýsingar um landsfjórðunginn. Vefurinn er unnin í vef- umsjónarkerfmu Vefþór frá Betri lausnum í samstarfi við vefdeild Ferðamálaráðs Islands. Upplýsingar úr gagnagrunni Ferðantálaráðs um íslenska ferðaþjónustu eru birtar nteð leyfi Fer- ðamálaráðs. Það voru Hinir sörnu sf á Sauðárkróki, Áskell Heiðar Ásgeirsson og Rósa Aðalsteinsdóttir sem sáu um hönnun vefsins. Jón Bjarnason þingmaður skrifar_ Um Hitaveitu Blöndu óss og sóknarfæri sveitarfélaga Hart er þrengt að sveit- arfélögunum í landinu sérstaklega á lands- byggðinni. Hin ranga tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga er þeim þung í skauti. Æ fleiri verkefni hafa verið flutt til sveitarfélaganna án þess að tekjustofnar hafi fýlgt með. Stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hags og atvinnumálum hefur verið andsnúin öllum srnærri atvinnurekstri. Risavaxnar framkvæmdir á afmörkuðum stöðunr á landinu hafa tröll- riðið þjóðinni, keyrt upp gengi krónunnar og skert sam- keppnisstöðu annarra atvinnu- greina. Stórfelldur innflutningur á erlendu vinnuafli keyrir niður launin og starfskjörin sem alntenningur á íslandi hefur náð með áratuga barát- tu. Óhugnanlegur hagnaður banka, tjármálastofnana og einstakra manna í viðskipta- heiminunt segir sína sögu um það hvert eignir almennings og þjóðarauðurinn fer. Héraðsveitur eru afl til framkvæmda Staðreyndin er sú að þau byg- gðarlög, sem eiga hitaveitur eða rafveitur hafa getað be- itt þeim til framkvæmda og nýsköpunar og hafa skorið sig úr. Fjárhagsstaða veitun- nar sjálfrar er því oft enginn raunhæfúr mælikvarði á stöðu rnála. Fólk skyldi vera minnugt þess, að það munu engir borga kaupverð Hitaveitunnar aðrir en íbúarnir sjálfir. Héraðsveit- ur eru ómetanlegur styrkur hverrar byggðar. Stefna núverandi ríkisstjór- nar er að svelta sveitarfélögin og knýja þau til að einkavæða og selja grunnstoðir samfélag- sins. Á einurn stað eru þau pínd til að selja skólann sinn og íþróttahúsið, á öðrum stað rafveituna sína, hitaveituna eða kaldavatnið. Skólpið er svo næst. Því meðan nokkur byg- gð er, þá eru veiturnar örugg tekjulind eiganda sínum. Allir þurfa vatn, rafmagn, hita og frárennsli. Ríkisstjórnin lækkar skatta á hátekjufólki og gurnar af góðri stöðu ríkssjóðs en veltir byrðu- num yfir á sveitarfélögin. Framsókn vill einka- væða og selja orku- fyrirtæki landsins I orkumálum er það stefnan að komast yfir allar hinar litlu veitur á landsbyggðinni eða leggja þær undir einhverja af hinum stóru orkufyrirtækjum, Landsvirkjun, Rarik eða Orkubú Vestfjarða. Skemmst er að minnast þegar Rafvei- ta Sauðárkróks var seld úr héraðinu til Rarik þvert gegn vilja megin þorra heimamanna og rafmagnið hækkað á eftir. Reynsla heimamanna af þeirn sölugjörningi er ekki góð og vilja þeir fá að leysa Rafveituna aftur til sín. í vetur lýsti iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins þeirri stefnu að sameina ætti Rarik, Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða. Að því búnu á að einkavæða og selja fyrirtækin á almennum markaði. Eignar- haldið gæti þá lent hvar sem væri, hérlendis eða erlendis. Eitt er víst að kaupandinn mun alfarið hugsa unr eigin fjárhag- slegan hagnað. Finnst einhver- jum líklegt að fjarlægur eigandi geti rekið Hitaveituna betur í þágu íbúanna en þeir sjálfir? Hér á ekki aðeins að selja vei- tuna sjálfa heldur einnig hi- taréttindin, orkuauðlindina. Vert er að hafa í huga að Rarik á enga eigin peninga til að kaupa fyrir heldur verða þeir fjármunir að korna með ábyrgðum frá ríkisvaldinu. Er þá ekki eðlilegra að ríkið leggi fjármagnið beint til Bæjarins í stað þess að veita þeim til Rarik. Hugsumokkur tvisvarum Mér kom fréttin unt fyrir- hugaða sölu Hitaveitunnar á óvart. Ég hefði talið eðlilegt að sveitarstjórnin hefði óskað eftir fundi með öllum þingntön- num kjördæmisins og kynnt þeim stöðu mála áður en til kæmi svo afdrifarík ákvörðun og sala Hitaveitunnar er. Það er Alþingi sem verður að samþykkja þennan gjörning ef af verður, fyrr fær hann ekki gildi sitt. Þingmenn Vinstri - grænna hafa barist fyrir því á Alþingi að ríkið færði fjármagn og tekjus- tofna til sveitarfélaganna. Þau verða ekki rekin árum saman á sölu eigna. Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ein besta mjólkurkýrin verður ekki seld nema einu sinni og við þurfum mjólkina áfram. Jón Bjarnason, alþingismaður [ Beiðni um áskrift [ Ég undirritaður/uð óska eftir því að gerast áskrifandi að Feyki Nafn Feykir AÐALGÖTU 21 550 SAUÐÁRKRÓKUR L Heimilisfang Póstnúmer og staður Kennitala Eg oska eftir að greiða með Gíroseðli man/ár Kreditkorti

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.