Feykir


Feykir - 13.07.2005, Qupperneq 5

Feykir - 13.07.2005, Qupperneq 5
27/2005 Feykir 5 Göngu- og skokkhópur Árna Stefáns Hlaupið úr Gautsdal yffir i Kálfárdal Galvaskir skokkarar í upphafi ferðar. Göngu- og skokkhópur Árna Stefánssonar íþróttakennara var í stuði síðastliðinn laugardag en þá skellti hópurinn sér í fjallahlaup. Farið var upp úr klukkan 10 að morgni frá Gautsdal, sem er rétt inn af Langadalnum, um Litla-Vatnsskarð, Víðidal og niður Kálfárdal. Surnir stoppuðu í Kálfárdalnum og brunuðu heirn í vélfákum en aðrir létu sig hafa það að hlaupa alla leið niður á Krók þar sem farið var í heita pottinn í Sundlaug Sauðárkróks og lúin bein hvíld. Að sögn Þorsteins Brodda- sonar rekstrarstjóra hópsins tók hlaupið þá fljótustu um 3 tíma, en spottinn niður í Kálfárdal úr Gautsdal er um 20 kílómetrar. Hlaupið var yfir ár og læki, mýrar og móa í alls konar veðri. Komnir voru sætukoppar á bláberjalyngið og rollur og rjúpur horfðu í forundran á skrautlega hlaupara þeysa hjá. Hlaupið ræst við túnhliðið. Margir hlýddu á messuna utandyra. mynd ÖÞ: Knappstaðakirkja í Fljótum_____ Fjölmenni við messu Um hundrað og fjörtíu manns sóttu guðsþjó- nustu í Knappstaða- kirkju í Fljótum sl. sun- nudag. Þetta er líklega mesti íjöldi sem er þar við guðsþjónustu síðan sú venja að messa þar einu sinni á sumri var tekin upp fyrir nokkrum árum. Það varséraSigurðurÆgissoná Si- glufirði sem messað.organisti var Rögnvaldur Valbergsson frá Sauðárkróki og kirkjukór Barðskirkju söng. Að sjálf- sdögðu komust ekki allir viðstddir inní kirkjuna og varð hluti fólksins að hlýða á það sem frain fór í kirkjunni utandyra. Það kom ekki að sök því hiti var liðlega 20 stig ásamt snarpri sunnan golu. Sú hefð hefur skapast að tals- verður fjöldi kemur á hestum til kirkjunnar og var svo ein- nig nú. Töldu kunnugir að hrossin hefðu verið liðlega eitthundrað talsins en að sjálf- sögðu höfðu flestir meira en einn til reiðar. Eítir messu var kaffidrykkja ,en nú varð að flytja kaffið og hlaðborðið í hús vegna strekkingsins en að sjálfsögðu neittu viðstaddir veitinganna úti samkvæmt venju. Knappsstaðakirkja er fram- arlega í Austur-Fljótum. Hún var áður sóknarkirkja þeirra sem bjuggu í fremsta hluta sveitarinnar, en var aflögð sem slík þegar fólki hafði fækkað verulega í sókninni. Kirkjan var umhirðulítil í nokkur á ,en þegar í óefni stefndi með hana stofnuðu heimamenn og vel- unnarar sveitarinnar áhuga- mannafélag um varðveislu hennar. Var ráðist í verulegar endurbætur á henni og lýtur hún og kirkjugarðurinn nú vel út og er félaginu til sóma. Séra Sigurður lét þess ein- mitt getið í ræðu sinni hvað mikilvægt væri að halda við kirkjum þar sem fólk væri orðið fátt í sóknum eða jafn- vel allir farnir. Þá væri það mikilvægt að fólk hefði taugar til kirkjunnar,sýndi henni ræktarsemi og umhirðu. Ávallt þyrftu einhverjir að hafa forustu í slíkum málurn þann- ig að gömul guðshús grotn- uðu hreinlega ekki niður. Utsala! Útsala byrjar á fimmtudag Gott að fá stuðnirg.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.