Feykir


Feykir - 13.07.2005, Page 6

Feykir - 13.07.2005, Page 6
6 Feykir 27/2005 ffómsætt gott ^ hjá/Jóní/Vow/ ^ Feykir hefur fengið Jón Daníel á Kaffi Krók til að sjá um matarhorn í Feyki og er upplagt að áskrifendur setji upp kokkhúfuna og reyni sig við uppskriftir Jóns. Að þessu sinni verðum við með einfalt og framandi á grillið. Við hefjum leikinn á túnfisksteik með austur- lensku ívafi og förunr svo í mexíkóskar tortillakökur sem falla vel að srnekk barna sem fullorðinna. Túnfiskur fyrir 4 Innihald 800g túnfiskstelkur (fæst oft frosið frá Snæfiski) Kryddlögur: 1 dl ólífuolía 2 stk. Hvítlauksrif(söxuð) 1 msk. Rósapipar (grófmulin) 2 msk ostrusósa 2 msk sweet-chiii sósa Blandið öllu sanran senr á að fara í kryddlögin í skál, leggið túnfiskinn í og látið standa í kæli í ca eina klukkustund. Strjúkið svo mesta krydd- löginn af fiskinum og geymið kryddlöginn. Setjið tún- fiskinn á heitt grillið og grillið í ca eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Ath. Fiskurinn á að vera lítið steiktur, þ.e. bleikur í miðjunni. Skerið túnfisksteikurnar í tvennt og berið fram með afganginum afkryddleginum, kartöflum og salati. Grillaðar Quesadillas Uppskrift fyrir fjóra 4 stk 10 tommu tortilla kökur 2 bollar rifinn ostur grófmulinn svarturpipar Leggið tortillurnar á borð, setjið hálfan bolla af osti öðrum megin á hverja tortillu og kryddið með pipar eftir smekk. Brjótið tortillurnar til helminga (loka þeim yfir ostinn). Setjið tortillurnar á grillið og grillið í ca. 5 mínútur og snúið þeim reglulega við svo þær brenni ekki. Skerið síðan hverja köku í fjórar sneiðar og berið fram með salsasósu og sýrðurn rjóma. Einnig er gott að setja inní kökurnar til dærnis skinku og grænmeti - allt eftir smekk hvers og eins. Kveðja, Grilljón Hráefnið sem Jón Dan notar er haagtað náigastí Skagfirðingabúð. M I N N I N G ÁRNI ÞORBJÖRNSSON fæddur 10. júní 1915 - látinn 29. júní 2005 Mig langar að minnast vinar míns Árna Þorbjörnsson- ar. Ég var um 6 ára er ég sá hann fyrst, hann þeysti ríðandi á glæstum gæðingi í hópi vina sinna. Þeir konru neðan Skarðs skarðið er svo var nefnt, en það er skarðið sem tengir dalina Langadal og Laxárdal fremri senr lig- gja samhliða nreð fjallgarð í milli. Núpsöxl, bærinn sem ég fæddist á, var í Laxárdal svo til beint upp undan Geitas- karði þar sem Þorbjörn bjó sínu rausnar búi. Já, þeir voru glæsilegir Geitaskarðs- bræður og eftir þeim tekið hvar sem þeir voru. Engin furða þó minningin hafi grópast í huga lítillar stelpu sem sjaldan sá ókunnuga. Ég fylgdist vitanlega lítið með Árna á hans ungdóm- sárum, en er Magnús minn var á síld áttu þeir samskipti og gaf Árni manni mínum þá góða ráðgjöf, þá ungur lögfræðingur. Magnús minn mat Árna ætíð rnikils og fól honum fjárráð okkar er við flut- tumst til WA. Hann reyn- dist okkur í alla staði vel og lét sér annt urn okkar hag og barnanna, sem hann hafði sumum kennt áður en við fluttum. Hann skrifaði mér eitt sinn að hann vonaði að ég léti nú ekki krakkana kornast upp með að glutra niður móðurmálinu. Ég get með sanni sagt að öll tala þau íslensku enn og surnt af barnabörnunum. Eftir að við snerum heirn, þó aðallega eftir að Árni fór á Heilbrigðisstofnunina, kynntumst við betur, ég heimsótti hann þar og hefði átt að gera oftar. Við áttum saman margar ánægjustun- dir, rifjuðum upp gamla daga og ræddurn margt. Þær stundir eru mér dýrmætar. Árni heilsaði mér alltaf hlýlega. „Ertu nú komin Stína mín.” Enginn annar kallaði nrig Stínu en það var mamma kölluð en þau Árni voru góðir vinir kunningjar á árurn áður. Ég þakka Árna okkar góðu kynni fyrr og sfðar. Kristín Helgcidóttir Knattspyrnuskóli íslands á Sauðárkróki dagana 28. júlí til 1. ágúst Spennandi og vímulaus valkostur fyrir unglinga Knattspyrnuskóli íslands verður haldinn á Sauðár- króki um næstu verslun- armannahelgi. Er þetta sjöunda árið í röð sem skólinn er haldinn. Knattspyrnudeild Umf. Tindastóls rak skólann fyrstu fimm árin en í fyrra tók Bjarni Stefán Konráðsson, þjálfari og íþróttafræðingur við rekstrinum. Hann hefur verið skólastjóri frá upphafi ef frá er talið fyrsta árið. Að þessu sinni er skólinn haldinn í samstarfi við Knattspyrnuakademíu Islands en Arnór Guðjohnsen, fyrrunt atvinnumaður í knattspyrnu, er skólastjóri hennar. Bjarni og Arnór hófu samstarf sl. vetur og hefur það leitt til þessa samstarfs með skólahaldið á Króknum nú. Skólinn er ætlaður stúlkum og drengjum frá 11-17 ára aldri, þ.e. þeim sem eru fæddir 1988-1994. Hundruð krakkaaf öllu landinu hafa sótt skólann og fjölmargir góðir gestir, bæði þjálfarar og þekktir knatt- spyrnumenn, hafa komið í heimsókn og miðlað af þekk- ingu sinni og reynslu. Þá hafa foreldrar komið og dvalið í Skagafirði þessa helgi og notið nátttúrufegurðar á meðan krakkarnir hafa æft knattspyrnu af kappi undir leiðsögn hæfra leiðbeinenda. Skólinn hefst fimmtudaginn 28. júlí og honum lýkur mánudaginn 1. ágúst. Almennt verð fyrir skólann er 15.900 krónur. En líkt og í fyrra er boðið upp á sérstakt verð fyrir krakka úr Skagafirði. Það er 7.500 krónur og innifalið í því er allt sem í boði er á vegum skólans nema fæðið. Innifalið í skólagjaldinu erm.a.: • 7 æfingar • / knattspyrnumót • fullt fæði og húsnæði • örugg gæsla allan sólarhringinn • peysa, bolti, bakpoki, frítt í sund, viðurkenningarskjal frá Knattspyrnusambandi Evrópu þátttökupeninguro.fl. o.fl. Loks mun “Þýskubíllinn” svonefndi, sem kynntur var formlega á blaðamannafundi í gær, koma við í skólanum og kynna heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Foreldrar um allt land hafa verið geysilega ánægðir með að geta haft börn sín í öruggri gæslu við knattspyrnuiðkun um þessa viðsjárverðu helgi enda hafir margir þeirra sent börn sín ár eftir ár á Krókinn. Ljóst er að skólinn hefur aukið hróður Tindastóls og Skagafjarðar, auk þess sem ótal krakkar hafa snúið heim með góðar minningar úr Skagafirði. Allnr npplýsingar um skólann máfinha á mvw. knattspyrnuskólinn.net og hjá Bjarna Stefáni í síma 695-4504 eða á bjarnist@mr.is > Meistaramót GSS í golfi :: Hlíðarenda- golfvelli, Sauðárkróki 13. -16. júlí > Meistaramót GÓS í golfi við Blönduós 14. júlí > Fornleifarölt á Hólum kl. 17.00 15. - 17. júlí > Fjölskylduhátíðin Matur og menning á Blönduósi. Skemmtun fyrir börn og fullorðna, fyrirtæki í matvælaiðnaði, auk annarra, kynna vörursínar 15.-16. júlí > UMSS - serían í frjálsum íþróttum á Sauðárkróksvelli 15. júlí > Knattspyrna á Blönduósi M.fl. karla - 3. deild, Hvöt- Hviti riddarinn, kl. 20.00 > Steaknight á Kaffi Krók, kl 18-22 > Bleikjuhlaðborð á veitingastaðnum Undir Byrðunni á Hólum, frá kl. 18.00, Gengið til móts við Galdra-Loft kl. 22.00 16. júll > Blönduhlaup, almenningshlaup við Blöndu, hefst kl.13.00 > Hafnardagurinn á Króknum > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Fariðfrá Varmahlíð kl. 11 > Fornleifarölt kl. 13.00 á Hólum 17. júlí > Fjölskyldudagur á hestaleigunni, Lýtingsstöðum í Skagafirði > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Farið frá Varmahlíð kl. 11 > Guðsþjónusta í Hóladómkirkju kl. 11.00 Tónleikar í Hóladómkirkju kl. 14.00. Eydís Franzdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og Ármann Helgason leika saman á óbó, flautu og klarinett. Kaffihlaðborð á veitingastaðnum Undir Byrðunni kl. 15.00 > Helgistund í Blönduóskirkju > Messa í Viðidalstungukirkju í Húnaþingi vestra > Lifandi dagskrá í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Konursýna handavinnu. Boðið uppá mysu og húnvetnska sviðasultu. 18. júlí > Skotfélagið Ósmann með opinn skotvöl- linn, frá kl 18-21, við Sauðárkrók 19. júlí > Barnadagar á Hólum, dagskráin hefst kl. 15.00 20. júlí > Ólafshússmótaröðin í golfi 08 við Sauðárkrók > Barnamót USAH, frjálsíþróttamót fyrir börn 10 ára og yngri á Skagaströnd 20. - 24-júlí > Unglistahátiðin á Hvammstangi 21. júlí > Opna Sony-Ericsson mótið í golfi við Sauðárkróki > Fornleifarölt kl. 17.00 á Hólum > Mellow Musika á Þinghúsinu í Hvammstangi söfn & sýningar Á NORÐURLANDIVESTRA Glaumbær - opið alla daga frá 9-18 Minjahúsið á Sauðárkróki - opið alla daga frá 14-17 Viðimýrarkirkja - opið alla daga frá 9-18 Vesturfarasetrið - opið alla daga frá 11-18 Vatnalífssýningin á Hólum - opið alla daga frá 10-18 Samgönguminjasafn Skagafjarðar - opið alla daga 13-18 Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi - opið alla daga frá 10-17 Byggðasafnið á Reykjum - opið alla daga frá 10-18 upplysingar@skagafjordur.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.