Feykir


Feykir - 17.08.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 17.08.2005, Blaðsíða 1
Siðastliðiö sunnudagskvöld kom Hegranes SK-2að landi á Sauðárkróki en togarinn, sem er í eigu Fisk Seafood, biiaði á þriðjudaginn i síðustu viku og var þá dreginn til hafnar á Eskifirði. Iijós kom að sveifarás i aðaivéi hafði brotnað og mun viðgerð taka um 5-6 vikur að þvíað talið er. Björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd sótti Hegranesið til Eskifjarðar. Skagafjörður og Austur-Húnavatnssýsla Stafrænar útsendingar fyrir áramót? Framboð á sjónvarpsefni fer vaxandi á stærri þéttbýlisstöðum á Morðurlandi vestra þessa dagana. Starfsmenn Símans eru nú í óða önn að tengja sjónvarpsþjónustu í gegnum ADSL til áhugasamra notenda en að sögn Evu Magnúsdóttur upplýs- ingafulltrúa Símans hefur eftirspurn eftir sjónvarpsútsendingum gegnum ADSL kerfi Símans verið mjög mikil síðustu daga, en það má væntanlega rekja til þess að enski boltinn byrjaði að rúlla á laugardaginn. Hjá 365 ljósvakamiðlum sem reka m.a. Stöð 2 og Sýn, fengust þær upplýsingar að stefnt sé að því að bjóða upp á stafrænar útsendingar Digital ísland í Skagafirði og í Austur Húnavatnssýslu í nóvember eða desember, þannig að þegar líða fer að jólum munu íbúar þessara svæða geta valið úr meira framboði á sjónvarpsefni en áður og í stafrænum gæðum. Mestur áhugi á ADSL Mestur hefúr áhuginn á háhraðatengingum verið á Sauðárkróki en auk þess eru rnargir á Siglufirði og Hvammstanga sem hafa áhuga á sjónvarpsþjónustu Símans. Því fer þó ijarri að boltinn standi öllum áhugasömum til boða en varðandi ADSL tengingar á öðrunt stöðum sagði Eva að til þess að fá ADSL inn á nýja staði þurfi að hafa samband við þjónustustjóra á svæðinu sem staðsettur er á Sauðárkróki. Aðspurð um Hofsós og Varmahlíð segir hún íbúa Hofsóss ekki hafa safnað undirskriftum fj'rir ADSL þjónustu og þess háttar undirskriftasöfnun sé hins vegar í gangi í Varmahlíð. Tengingar við þessa staði séu þar af leiðandi ekki á dagskrá, hvað sent síðar verður. Rekstur fóðurstöðvanna þriggja innan Sveita ehf, Skýrist í haust hvort breytingar verða Eins og skýrt var frá í Feyki á dögunum hafa Fóðurblandan í Reykja- vík, Bústólpi á Akureyri og Fóðursmiðja KS í Vall- hólmi verið sameinaðar undir merkjum Sveita ehf. sem meðal annars er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ákvörðun um hvort fóðurstöðvar- nar verða reknar áfram sem sjálfstæðar eing- ingar verður tekin með haustinu. „Fyrirtækin eru sjálfstæðar einingar í dag en hvað verður ræðst af því hvar og hvað er hagkvæmast að framleiða og dreifa frá hverjum stað,” segir Eyjólfur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndu- nar í samtali við Feyki “Það er ljóst að erfitt verður að fara í miklar fjárfestingar á hverjum stað til þess að rnæta þeirn reglugerðakröfum sem til ok- kar eru gerðar og hugsanlega verður starfsemi einhverra þessara eininga breytt til þess að mæta kröfunt markaðarins og þeim framlegðarkröfum sem til þeirra eru gerðar. En þetta er allt í skoðun og það kemur í ljós á haustmánuðum hvort og þá hvaða breytingar verða gerðar.” Sérðu fram á að bændur njóti góðs af þessari sam- einingu ef af verður? „Já ég held að bændur njóti þess í formi betri gæða á vörunum sem við seljum og betri þjónustu. Fóðurverðið er mikið háð heimsmarkaðs- verði á korni en það er ljóst að saman geta þessa fyrirtæki betur haldið öðrum kostnaði í skefjum og stuðlað þannig að hagkvæmari framleiðslu.” Aðspurður um mögu- leika þriggja sameinaðara fóðurfyrirtækja til til sam- legðar og aukinnar sam- keppnishæfni segir Eyjólf- ur aukast möguleika á að á að samnýta framleiðslu og dreifingu. Þá megi ekki gleyma þekkingu og reyn- slu starfsmanna sem nýtist á fleiri stöðum en áður. „Þessi fyrirtækjasamsteypa er betur í stakk búinn til þess að mæta innlendri og erlendri sam- keppni heldur en fýrirtækin ein og sér,” sagði Eyjólfur. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra W---------------------------------------- Arsþing á Sigló Samtök sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra halda árlegt þing sitt á Siglufirði 26. og 27. ágúst næstkomandi. Meðal þess er verður á dagskrá á laugardeginum er erindi Sturlu Böðvarsson- ar, samgönguráðherra um samgöngu- og atvinnumál og erindi Kjartans Ólafssonar hjá Rannsóknardeild Háskólans á Akureyri er nefitist Vöxtur - er meira alltaf betra. Kvölddagskrá er í höndum heimamanna á Siglufirði en þinginu lýkur um hádegi á laugardag. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —Cléttfltll eh}3— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun Æd bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.