Feykir


Feykir - 17.08.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 17.08.2005, Blaðsíða 3
30/2005 Feyftir 3 Hörður Ingimarsson skrifar Biðin langa Harðsnúin sveit Fjarðarmann á Lágheiði f.v. Eyjólfur Sveinsson, Árni Þorgilsson, Logi Fannar Sveinsson, Ásbjörn Ásgeirsson, Hjálmar Guðmundsson og Sveinn Árnason. Hafin er vegagerð á Lágheiði eftir hálfrar aldar bið eða svo. Árið 1948 komst á akfær vegur úr Ólafsfirði í Fljót um Lágheiði. Þetta var á tímum Ásgríms Hartmannssonar sem lengst allra var bæjarstjóri á Ólafsfirði. í öll þessi 57 ár hafa aðeins verið lagmarks lagfæringar á veginum um Lágheiði til að halda honum akfærum. Á þessu herrans ári 2005 bregður svo við að ákveðin er alvöru vegagerð á Lágheiðinni 2,9 km að Iengd. Frá brú á Reykjaá suður um Fossa- brekkur nokkru suður fyrir þvergilið að hæðarpunkti 300 m.y.s. Frá suðurenda á útboðskaflanum að syðri brún Aukin umferð vélhjóla hefur vakið mikla athygli. Á meðal þeirra sem ferðast um á vélfákum eru félagar í Vélhjólafélagi Smaladrengja sem stofn- að var með formlegum hætti síðastliðið vor. Reyndar hefur félagsskap- urinn verið starfandi með óformlegum hætti frá árinu 2000 að frumkvæði Sigurðar Lágheiðar eru aðeins um 2460 metrar. Vegagerðin áætlaði verktakakostnaðinn á nefnd- um útboðskafla 39.962.227.- krónur. (Fieildaríján'eiting til verksins 51 m.króna á árinu 2004 og 2005. Tilboð Skagfirðinganna í Firði ehf var hinsvegar ekki nema 22.081.590,- krónur eða 55,3% af áætluðum kostnaði. Við Fjörð ehf var síðan samið ogþeirhófu verkið föstudaginn Friðrikssonar á Siglufirði. í dag eru 37 skráðir félagar og 4 bíða inntöku á næsta aðalfúndi í haust. Félagar eru í dag frá Siglufirði, Skagafirði og Eyja- firði. Megin tilgangur félagsins er að halda utan um hagsmuni og standa fyrir ferðalögum og samkomum félagsmanna. Til þess að gerast félagar í þessum virðulega félagsskap þurfa 10. júní sl. Og ótrúlegt en satt fimmtudaginn 11. ágúst var umferð hleypt á nýja vega- kaflann, að vísu án malar- slitlags. Þar sem um 17-18 m. króna voru eftir af fjárveitingunni í Lágheiðina af áætluðum verktakakostnaði var mikill vilji að bæta við 1,4 km að sýslumörkum og nánast ljúka vegagerð á Lágheiðinni sjálfri. En þeir vöknuðu til lífsins andófsmenn vegagerðar á Lágheiði, það gat raskað ýmsu að hafa greiðar samgöngur um Lágheiðina. Nei hingað og ekki lengra, ekkert bruðl með fé í Lágheiði. En hvers vegna lögðu menn í vegagerð upp á 2,9 km ef lengra skyldi ekkihaldið. Varþessi vegagerð einhverskonar friðþægingar- gjörð? Eða er þetta upphaf umsækjendur að hafa bifhjóla- próf, eiga eða hafa aðgang að bifhjóli, vera 21. árs og vera reyklausir. Þetta er sennilega eina bithjólafélagið sem gerir kröfú um reykleysi félags- manna. Félagið hefur staðið fyrir lengri og styttri ferðum í sumar. Meðal fyrstu verkefna félagsins var þátttaka í hópreiðinni á 100 ára afmæli biflijólsins. í sumar nýrrar hugsunar um meðferð skattfjár til vegagerðar? Varla hafa forráðamenn samgöngu- mála á fslandi getu til að hefja jarðgangnagerð, (forval verk- taka við Héðinsfjarðargöng verður í des. á þessu ári skv. opinberum gögnum) komist þeir ekki frá því að ráðstafa 17-18 m. króna sem sam- þykktar voru á fjárlögum til samgöngubóta á Lágheiði. Þarf kannski nýjar kyn- slóðir fslendinga til að Ijúka 2460 metrum af vegagerð á Lágheiði á næstu 50 árum? Hvers vegna óttast menn greiðar samgöngur um Lágheiði? Er ekki gott að eiga örugga hjáleið í Skagafjörð, ef Héðinsfjarðargöng teppast af einhverjum orsökum? Hörður Ingimarsson hafa m.a. verið farnar ferðir í virkjanir á Norðurlandi. í júlí mánuði var Blönduvirkjun heimsótt og helgina 13. -14. ágúst var haldið í víking í Mývatnssveit þar sem Kröflu- virkjun var skoðuð hátt og lágt. Þá var haldið í Jarðböðin þar sem ferðalangar skoluðu af sér ferðrykið. Síðdegis var haldið inn Laxárdal þar sem gist var að Halldórsstöðum. Á sunnu- deginum var síðan haldið sem leið liggur til Húasvíkur og þaðan aftur að Laxárvirkjun. Loks var haldið í Samgöngu- minjasafnið að Ystafelli og þaðan heim á leið. í þessum ferðum hafa verið 10-13 vélhjól af ýmsum stærðum og gerð- um. Mikill hugur er í félagsmönnum og til stendur að kanna þátttöku i hópferð á Ljósanótt í Reykjanesbæ og árlega hópferð í Laufskálarétt. Allar ferðir á vegum félags- ins hafa tekist frábærlega og mikill hugur í félagsmönnum varðandi ferðalög næsta sumar. Þorkell V. Þorsteinsson formaður molar Sögustaðir merktir í Vatnsdal Lokið er uppsetningu á tveimur sögu- og upplýsingarskiltum í Vatnsdal. Merktir voru sögu- staðirnir Jökulsstaðir ofan Þórormstungu og Ljótunnar- kinn í landi Áss. Á báðum þessum stöðum eru friðlýstar rústir og þéssir staðir eru vel þekktir úr Vatns- dælasögu. Vinnuhópurinn “Á slóð Vatnsdælasögu” stóð fyrir þessum merkingum, sem eru hluti af því starfi hópsins að gera Vatnsdælasögu skil í sínu eiginlega umhverfi. Margir sty'rktar- og samstarf- saðilar koma þar við sögu og ber að þakka þeini. Má þar nefna landeigendur, Fornleifa- vernd, Vegagerðina, Byggða- stofnun, Bændasamtök Islands, Þokasjóð, Kristnihátíðarsjóð og Ferðamálaráð. í framtíðinni munu fleiri sögu- staðir verða merktir auk ým- issa annarra verkefna á vegum hópsins. www.huni.is Góð sparkvallaspretta Sparkvellir rísa nú um land allt eins og gorkúlur. Áður hefur verið sagt frá uppbyggingu sparkvallar á skólalóðinni á Skagaströnd en sparkvallar- framkvæmdir eru einnig á Hvammstanga. Á lóð Grunnskóla Húnaþings vestra er að rísa sparkvöllur og eru framkvæmdir langt komnar. Þar er nú allt kapp lagt á að ljúka framkvæmdum sent fy-st en ste- fnt er að því að þeim verði lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Það eru feðgarnir Jón Rafn- ar Benjamínsson og Benjamín Kristinsson sem hafa unnið \áð smíðarnar ásamt verktökum og starfsmönnum áhaldahússins. www.huni.is Þjófar brutust inn í Upplýsingamiðstöðina Brotist var inn í Upplýsin- gamiðstöðina í Varmahlíð í nótt og þaðan stolið tveimur far- tölvum. Við innbrotið skemmdist hurðarrammi Upplýsinga- miðstöðvarinnar en aðrar skemmdir voru ekki unnar að þ ví er virðist og engu öðru stol ið. Lögreglan rannsakar málið. www.skagafjordur.com Horft i suður frá Reykjaá suður í Fossabrekkur á Lágheiði. Vélhjólafélag Smaladrengja Mikill hugur í vélhjólafólki Hluti hópsins sem hélt i viking í Mývatnssveitina um síðustu helgi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.