Feykir


Feykir - 17.08.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 17.08.2005, Blaðsíða 5
30/2005 Feykir 5 Jarðarfaratilkynningar festar á tré fyrir utan flóttamannabúðirnar. sumsstaðar til betri vegar, eins og nánar verður vikið að síðar í greininni. Eina sendinefndin í Sarajevo Um kvöldið héldum við frá Kraljevo til Sarajevo í Bosníu og gistum þar um nóttina. Morguninn eftir áttum við viðtöl við flóttafólk á skrifstofu UNHCR í Sarajevo en áður áttum við fund nteð starfsfólki UNHCR FO í Sarajevo. Að loknum viðtölunum héldunt við í móttökustöð flóttafólks í Bosanski Petrovac sem er u.þ.b. 20 mín. frá skrifstofu UNHCR í Sarajevo. Heimsóknin til Bosanski Petrovac var erfið. Búðirnar flokkast undir svo nefnd Collective Center en eins og nafið bendir til er þar safnað saman fólki í ólíku ástandi og með misjafnan bakgrunn. Flestir flóttamannanna voru frá Kosovo héraði í Serbíu og höfðu hrakist þaðan undan ofsóknum Kosovo-Albana. En þarna var jafnframt fólk frá Irak, Iran og fleiri löndunt. I móttökustöð flóttafólks í Bosanski Petrovac var fjöldi ungra barna, fólk sem hafði fatlast í stríðsátökum og einnig sá ég þar þroskaheft fólk. Eginlega var samt verst að vita að engin hreyfing var á fólki úr þessum búðurn, sem voru reknar af stjórnvöldum í Bosníu. Við vorum eina sendinefndin sem vorum þarna á ferðinni og sagði starfsfólk UNHCR að ekki væri von á fleirum sem þeir vissu um. Nokkur töf varð á því að við leggðum af stað ffá Rakovica-búðunum en þaðan var för heitið til bæjarins Benkovic í Króatíu, sem er niður við strönd Adríahafsins. Varð reyndin sú að þangað komum við ekki fyrr en undir morgun 23. júní. Eftir stutta hvíld héldum við til fundar við starfsfólk Rauða krossins í Króatíu en dagurinn var notað- ur til að skoða flóttamanna- verkefnið sem Rauði krossinn í Króatíu er með til að aðstoða Króatíu Serba til að snúa til síns heirna í Króatíu. Islenska ríkisstjórnin styrkti RKK í gegnurn RKÍ til þessa verkefnis á árinu. Verkefiiið nær yfir bæina Benkovac, Strmica og Donji Lapac. Verkefni þetta er mjög athyglisvert og geta íslensk stjórnvöld verið stolt af stuðningi sínum við það. Við nutum fylgdar Þorkells Diego, sem var að vinna að úttekt á verkefninu. Um er að ræða aðstoð við gamalt fólk sem flúði í stíðinu. Okkur var sagt, en enginn vildi þó láta hafa þau ummæli eftir sér, að Króatar kærðu sig ekki unt að yngra fólk flytti á þessi svæði og ætti þar börn og buru. Þess í stað var görnlu Serbunum leift að koma aftur heim til þess að eyða þar ævikvöldinu. íbúðirnar voru flestar hverjar illa farnar, sundur- skotnar, vantaði í þær hurðir og glugga og alla innan- stokksmuni. Okkar stuðningur fólst í því að fjármagna kaup á eldavélum, rúmum og öðrum innanstokksmunum ásamt nauðsynlegustu handverk- færum til jarðræktar. Þetta gerði fólkinu kley'ft að lifa af, en augljóst var að surnir báru kvíðboga fyrir vetrinum. En það var þakklátt fólk sem við íyrirhittum þarna sem bað fyrir þakkir til íslendinga fyrir stuðninginn. Aðfararnótt 24. júní gistum við í borginni frá Banja Luka en þaðan héldum við aftur til Belgrad eftir rúmlega 2000 kilómetra ferðalag á bíl á fjórunt dögum. Ferðin til Belgrad tók um 3,5 klst, en svo skemmtilega vildi til að þá um kvöldið \rar verið að setja Menningarhátíð Islands og Serbíu hefst kl. 20:00 í borginni og vorurn við viðstödd opnunina. Flott: síkóladó-t - TcxTctu í búðina l.iMik.Mta raWUUa ^^isaaiai! mim C3TIZHN. u-w 1 /------------------------------------ Landeigendur. Umráðendur Íands - Viðhald girðinga - ■\ Viðhaldskostnaður girðinga með tengi- og stofnvegum greiðist að jöfnu af veghaldara og landeiganda. Þeir landeigendur eða umráðendur lands sem lokið hafa árlegu viðhaldi girðinga meðfram tengi- og stofnvegum, og óska eftir úttekt, skulu tilkynna það til fulltrúa sveitarstjórna. Fulltrúi Skagafjarðar: Sigurður Haraldsson, Grófargili. Gsm 861 9836, Hs. 453 8111 Fulltrúi Akrahrepps: Agnar H. Gunnarsson, Miklabæ. Hs. 453 8276 Fulltrúi Skagahrepps: Rafn Sigurbjörnsson, Orlygsstöðum II. Hs. 452 2754 Tilkynningar skulu hafa borist ofangreindum fulltrúum í síðasta lagi 1. september n.k. Samkvæmt áliti ríkisskattstjóra eru greiðslur fyrir viðhald girðinga ekki endurgjald fyrir selda vöru og teljast ekki til virðisaukaskattskyldrar veltu. VEGAGERÐIN V__________________________________________________________________________________________> VVEGAGEROINyl Fevkir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.