Feykir


Feykir - 17.08.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 17.08.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 30/2005 Börn i móttókustöð flóttafólks í Bosanski Petrovac í Bosntu. Lítil hreyfing er á fólki út úr þessum búðum. íslenska sendinefndin var sú eina sem hafði verið á ferðinni í sumar. Ein fjölskylda úr þessum búðum kemur til landsins i dag. Myndir: Atli Viðar Thorsteinsson. Úr reisubók ritstjóra Flóttafólk á Balkan- skaga heimsótt í dag kemur til Reykjavíkur fyrsti flóttamannahópurinn af þremur sem hingað flyst í boði stjórnvalda. í þessari grein segir frá undirbúningi að komu flóttamannanna. 19. júní lagði ég af stað í ferð sendinefndar til Balkanskaga á vegum Flóttamannaráðs en þar sem ég gegni formennsku. Megin erindið var að taka viðtöl við flóttamanna-fjölskyldur af svo nefndum forvalslistum er Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hafði sent Flóttamannaráði. Að auki höfðum við skipulagt heimsóknir í flóttamannabúðir. Aðdragandi að nrótttöku flóttamannahópa til Islands er nokkuð langur. Hefst í raun með afgreiðslu alþingis á fjár- lögum í nóvember/desember. En til að gera langa sögu stutta ákvað ríkisstjórn íslands að bjóða hingað til lands um 30 flóttamönnum á þessu ári með áherslu á fólk úr verkefni Flótta mannastofnunarinnar sem nefnist “Woman at kisk” eða konur í neyð. Flóttamannaráð fékk í kjölfarið senda lista ytir tjölskyldur og einstaklinga sem Flóttamannastofnunin mælti með að íslenska sendinefndin ræddi við. Að venju voru um helmingi fleiri á listunum en hægt var að taka við og því beið okkar nokkuð vandasamt verk við að velja og hafna. í því sambandi reyndum við meðal annars að leggja mat á hvort að við- komandi flóttamehn vildu í raun koma hingað til lands og aðlagast íslensku samfélagi. Einnig reyndum við að meta í samvinnu við starfsfólk Flótta- mannastofnunarinnar hvaða fólk væri í brýnastri þörf fyrir að komast í burtu og hverjunr kostir íslensks samfélags gætu nýst best. Þar má til dæmis nefna að viðhorf okkar til einstæðra kvenna með börn eru mun jákvæðari en víðast annarsstaðar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hafði leitað til Reykjavíkurborgar um að verða viðtökusveitarfélag og tók borgin því erindi vel. Við höfðum þess vegna einnig í huga hvernig hið öfluga stuðningskerfi Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík gæti nýst í þessu verkefni. Að kveldi 20. júní lentum við í Beograd í Serbíu. Borgin var áður höfuðborg Júgósalvíu og hefur á undanförnum árum tekið miklum stakkaskiptum til hins betra eftir niður- lægingartímabil undir stjórn Slobodan Milosewich, sem nú sætir réttarhöldum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Árið 1999 hóf NATO flugskeytaárásir á Beograd til þess að þvinga her Milosewich frá Kosowo-héraði en þangað hafði stjórnarherinn farið til þess að drepa og hrekja á brott íbúa héraðsins af albönskum uppruna sem þó voru og eru í miklum meirihluta, eða um 80-90%. Sameinuðu þjóðirnar tóku síðan við friðargæslu í Kosowo og eru þar ennþá en sundurskotnar byggingar lög- reglu og hersins í Beograd bera nákvæmni tlugskeita NATO og Bandaríkjahers glöggt vitni. Það er með hreinum ólíkindum að sjá hvernig þessi flugskeyti hafa hitt úr tuga kílómetra fjarlægð, skotmörk sem telja má í nokkrum fermetrum. Á flugvellinum í Beograd tók á móti okkur bílstjóri á litlum sendibíl, sem ráðinn var af Rauða krossinum til þess að aka okkur þá fimm daga sem við dvöldum á Balkanskaga. Framundan var rúmlega 2000 kílómetra ferðalag frá Serbíu til Bosníu og þaðan til Crajina- héraðs í Króatíu og síðan aftur til baka til Beograd í Serbíu þaðan sem við flugum heim. 1 sendinefndinni voru fulltrúar frá Rauða krossinum á íslandi, félagsmálaráðuneytinu, Út- lendingastofnun og flótta- mannaráði. Að auki var með í för túlkur og kvikmynda- tökumaður. „Þetta góða fólk jarðarmig" Frá Beograd ókum við um kvöldið til Kragujeva, sem er smábær, þekktur fyrir heitar uppsprettur og heilsuhótel í um eins og hálfs klukkustundar aksturs fjarlægð frá höfúð- borginni. Morguninn eftir tókum við daginn snemma en ferðaáætlun hópsins var nokkuð ströng. Við áttum fund með starfsfólki UNHCR FO í Kraljevo og svo farið í flóttamannabúðir í Kraljevo í fylgd Darko Madzarevic frá UNHCR í Kraljevo. Þegar upp var staðið heim- sóttum við þrennar búðir á þessu svæði. Ræddum við flóttamenn og fengum le)di til þess að taka upp viðtöl og mynda aðstæður. Ein fjölskyldan sem við heimsóttum hafði verið í flóttamannabúðum í 13 ár og var löngu búin að gefa upp alla von um öðlast líf við eðlileg skilyrði. Þau bjuggu í herbergi á yfirgefnum heimavistar- skóla. Við hliðina bjó kona um áttrætt, sem var ein eftir af sinni tjölskyldu. „Þetta góða fólk hjálpar mér og jarðar mig þegar ég dey,” sagði sú gamla og benti á nágranna sína. Hún var einstæðingur. Flóttafólkið í Kraljevo bjó sannarlega við ömurlegar aðstæður en var engu að síður ekki skilgreint í bráðri þörf fyrir flutning til annara landa. Það var vegna þess að lífi þess var ekki ógnað og þau höfðu mat og vistir frá hjálparstofnunum. Þau voru þess vegna ekki á okkar lista yfir þá sem hugsanlega kæmu til Islands. Margir Serbar þekkja til flóttamannaverkefnisins á Islandi og meðal annars ræddum við fólk í flótta- mannabúðunum í Kraljevo sem kannaðist við fólk sem hafði komið hingað sem flóttamenn. „Ég hef heyrt að á Islandi sé farið með flóttamenn eins og fólk og það geti hafið þar nýtt líf,” sagði karl um fimmtugt, sem við ræddum við. Eðilega velta margirþví fyrir sér hvers vegna flóttamanna- vandinn er enn til staðar á Balkanskaga mörgum árum eftir að stríðinu lauk. Svarið er tvíþætt. Annars vegar er ástandið í landinu ekki upp á marga fiska enda atvinnuleysi og efnahagsvandi mikill. Hinir venjulegu borgarar eru eðlilega ofar í forgangsröðinni en því sárara erað hugsa til hlutskiptis flóttamannanna. Flóttafólkið í Serbíu kemur frá svæðum, aðallega landa- mærahéruðum, inn í Króatíu og Bosníu. Þrátt fyrir að stríðinu sé lokið er langt því frá gróið um heilt og þar af leið- andi getur fólkið ekki snúið heim aftur að vitja eigna sinna án þess að óttast um líf sitt. Sama á við um Króata sem bjuggu inn í Serbíu og Bosníu og Bosníumenn er bjuggu í Serbíu og Króatíu. Þetta hefur reyndar verið að breytast Þessi ungi drengur er fæddur og uppalinn í flóttamannabúðum en talið er að um 700.000 manns séu samanlagt í flóttamannabúðum á Balkanskaga. t t Króatíu-Serbar í flóttamannabúðunum í Kraljevo.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.