Feykir


Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 34/2005 Pað er best í heimi að skoða mark! Myndir: Jón Sigurðsson Réttarstemning í Austur-Húnavatnssýslu Svipmyndir úr Undirfellsrétt Réttir voru víða á Norðurlandi um síðustu helgi. Göngur og smalamennska gengu almennt vel en gangnamenn hreptu þó víða kulda og rigningu. Um næstu helgi verða stóðréttir víða, þar á meðal í Staðarrétt, Skarðsrétt og Bólstaðarhlíðarrétt. Þá verða fjár- og stóðréttir í Skrapatungurétt. Meðal annars var réttað í Úndirfellsrétt í Vatnsdal í Austur Húnavatnssýlu, þar sem Jón Sigurðsson, ljósmyndari og blaðamaður á Blönduósi tók meðfylgjandi myndir. Eins og sjá má voru það ekki eingungis heimamenn sem mættu til leiks í Undirfellsrétt enda alþekkt að gamlir sveitmenn á mölinni mæti í réttir til að rifja upp gamla tíma. í Skagafirði var réttað í Skarðsrétt á laugardag. Það óhapp varð við smölun á Kálfárdal að gangnamaður úr Hegranesi slasaðist á ökla þegar hestur steig á hana. Konan var að teyma hest á eftir sér yfir torleiði, sent hesturinn stökk yfir og vildi ekki betur til en hann lenti með framfót á ökla konunnar. Konan komst af eigin ramleik til byggða með hjálp annarra gangnamanna. Þá varð það óhapp að hest- ur fótbrotnaði við smölun í Hjaltadal. HallgrímurJónsson frá Skagaströnd og Sigríður Hermannsdóttir húsfreyja á Hjallalandi. Jón Pálmason í Hnausum á spjalli við Kristján Sigurjónsson bónda I Vatnsdalshólum. Haukur Magnússon bóndi i Brekku spjallar við Hjördisi Gisladóttur frá Hofi, nú hús- freyju í Hjarðarhaga i Blönduhlið. Tveir góðir úr Svínavatnshreppnum. Til vinstri er Guðmann pipari Steingrimsson frá Ljótshólum en til hægri er Hatidór Guðmundsson i Holti. Kraftmiklar húsmæður úr Vatnsdalnum. Frá vinstrí: Soffia Eggertsdóttir frá Gríms- tungu, Eline Schrijver frá Hofi i Vatnsdal og si/o Ástriður Eggertsdóttir frá Hvammi. Zophonias Pálmason i Hnausum hugar að fénu. Zophonias Pálmason, Magnús Sigurðsson á Hnjúki, bóndi og veislustjóri með meiru, og réttarstjórinn Magnús Jósefsson frá Steinnesi til hægri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.