Feykir


Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 8
Blönduóslöggan er tilbúin í slaginn og vertinn í Víöigerði pulsar menn niður. Blönduóslöggan bregðurá leik_______ Koma fram í auqlvs- ingu fyrir SS-pulsur Sláturfélag Suðurlands birtir um þessar mund- ir auglýsingar þar sem sögusviðið er veitinga- skálinn Víðigerði í Vest- ur Húnavatssýslu. í auglýsingunni talar “vertinn” á staðnum um að Blönduóslöggan sé eins og vofa og hann þurfi að róa ökumenn niður með puls- um. Lögreglan á Blönduósi hjálpaði til við gerð auglýsing- arinnar og segir Höskuldur Erlingsson, lögregluvarðstjóri að þeir hafi bæði haft gaman af tiltækinu og téngið jákvæð viðbrögð. BUSTAÖUR „Við gerð sjónvarpsaug- lýsingarinnar var notaður bíll frá okkur og tveir lögreglu- menn tóku koma þar fram,” segir Höskuldur. „Við höfum skapað okkur ákveðna ímynd og þetta er þáttur í að vilhalda henni og efla hana. Ég held að allt sem minnir á eftirlit með hrað- akstri sé af hinu góða. Þó að undirtónninn sé léttur og talað um að „pulsa menn niður” er alvaran undirliggj- andi þegar hraðakstur og afleiðingar hans eru annars vegar.” RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki Æ^rafsjáhf ykir feykir@krokur.is simi 453 6001 « 455 5300 AUKIN ÞJONUSTA Við höfum opnað hraðbanka að Hólum í Hjaltadal KB BANKI •krafturtil þínl V"IDEQLpftgn: SKAGFIRÐINGABRAUT 29 SAUÐÁRKRÓKI SIMI 453 6622 Örbylgjusambandið nýttist Feyki Rafrænn vísnaþáttur Hagyrðingaþáttur Guðmundar Valtýssonar á Eiríksstöðum í Svartárdal er á sínum stað í blaðinu í dag en þættir Guðmundar eru vinsælt efni og mikið lesið. Þátturinn barst blaðinu ekki eftir hefðbundnum leiðum. Venjulega ritar Guðmundur þáttinn á pappírsarkir og kernur efhinu með næstu ferð til Sauðárkróks. Líkt og hjá öðrum bændum eru annir talsverðar við göngur og réttir og tafði það að þátturinn bærist. Á mánudagskvöld hingdi, sveitungi Guðmundar, Einar bóndi Kolbeinsson í Bólstað- arhlíð í ritstjóra og kvaðst vera með hagyrðingaþátt 413 á tölvuskjá fyrir framan sig. Einar sendi þáttinn ffá sér með rafpósti og notaði nýja örbylgju- háhraðatengingu ffá fjarskiptafélaginu e-max. Rafrænn þátturinn komst til skila og fýlgdi þessi vísa, sem er eftir Einar en ritstjóri á fyrstu hendinguna. Nú skal tceknin taka völd, tilvist bréfa endar, því að rafboð þjóna í kvöld, þœttinum hans Gvendar. Skagaíjörður_________ Háhraðateng- ingar ræddar Atvinnu- og ferðamála- nefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar áttu í gær fund með fulltrúum Fjöl- nets ehf. á Sauðárkróki um háhraðatengingar í Skagafirði. Rætt var um mögu- leika á framtíðaruppbygg- ingu háhraðatenginga með ljósleiðurum og radíósending- um. Sviðsstjóra atvinnu- og ferðamála var falið að vinna að málinu með fulltrúum Fjöl- nets í samstarfi við veitustjóra Skagafjarðarveitna ehf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.