Feykir


Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 34/2005 Fyrr má nú aldeilis fyrr vera Óvænt uppákoma í Miðgarði Hljómsveitin Á móti sól hélt á dögunum vel heppnað ball í félagsheimiliu Miðgarði í Skagafirði. Söngvari sveitarinnar, Magni Ásgeirsson, er Skagfirðingum ekki með öllu ókunnur en bróðir hans er Áskell Heiðar, sviðsstjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Heiðar er liðtækur bassa- U2 (Þú líka) slagaranum I Still leikari þegar hann vill það við hafa. Tíðindamaður Feykis náði þessari mynd af honum einbeittum að plokka bassann í Havn't Found What I'm Looking For. Magni snýr baki í salinn enda á bróðir hans mómentið. Leiðari Nýr sjávarútvegsráðherra EinarKr. Guðfinnsson, alþingismaður úr Bolungan'ík, tókí liðinni viku við lyklavöldum í sjávarútvegsráðuneytinu afÁrna Matthíssen, sem að mörgu leyti hefur reynst farsœll. Breytingarnar eru hluti af athurðarrás er verður í kjölfarþess að Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins htettir í stjórn- málum. Davíð er eftirminnilegur stjórnmálamaður. Hann hefur mcðal annars staðið vörð um sjálfstœði þjóðarinnar í utanríkismálum og hafnað aðild að Evrópusambandinu. Feykir óskar nýjum ráðherra í Norðvesturkjördœmi til ham- ingju. Einar hefur sýnt og sannað að hann er ötull talsmaður hinna dreifðu byggða. Honum ber að vinna áfram að því að skapa sem víðtœkasta sátt um sjávarútveginn ogstarfa með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgefandi: Feykir ht Skrifstofa: Aöalgötu 21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guöbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Simi 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauöárkrókur Askriftarvcrð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Sctning og umbrot: Hinir sömu sf. Prentun: Nýprent ehf. kennir söng og á píanó hjá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Alexandra hefur haldið tíu einsöngstónleika frá því að hún kom til íslands fyrir tveimur árum, í vor hélt fjóra einsöngstónleika á Norður- og Norðausturlandi, þá í samvinnu við Zbigniew Zuchowicz píanóleikar og skólastjóra Tónlistarskólans á Vopnafirði. Síðustu tónleikar Alex- öndru voru á Ljósanótt í Reykjanesbæ núna í byrjun september, undirleikari þar var Gróa Hreinsdóttir. Á efnisskrá er m.a. kirkjutónlist frá 20. öldinni og þekkt verk úr óperum og óperettum, m.a. eftir Lehár - Vilja Leid (Káta ekkjan), Rachmaninov - Vocalise og Bellini - Malinconia, Ninfa gentile. Aðgangseyrir er kr. 1000, kr. 500 fyrir 16 ára og yngri og eldri borgara. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Malbikað á Skagaströnd Framkvæmdir á lokastigi Framkvæmdum við mal- bikun og viðhald gatna á Skagaströnd er senn lokið en undanfarið hefur verið unnið að malbikun á plani verslunar Samkaupa og Olís. Þá hefur einnig verið unn- ið við malbikunarffamkvæm- dir við höfnina og er þeim nú lokið. Framundan eru viðgerðir á götum á Skaga- strönd en samtals er ráðgert að 15. september verða tónleikar í Sauðárkróks- kirkju sem bera heitið „Perlur Ellýjar og Villa". Á efnisskránni eru marg- ar af þekktustu dægurlag- aperlum þessara ástsælustu söngvara þjóðarinnar í flutningi Guðrúnar Gunnars- dóttur og Friðriks Ómars við undirleik Valgeirs Skagfjörð. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangseyrir 1500 krónur. Tonleikar Perlur Ellýjar og Villa Hólar í Hjaltadal Prestvígsla að Hólum Sunnudaginn 18.sept- ember kl.14 verður vígsluathöfn í Hóla- dómkirkju. Þá mun Jón Aðalsteinn Baldvins- son vígslubiskup vígja Sólveigu Höllu Kristjáns- dóttur guðfræðing til prestsþjónustu við Akureyrarkirkju. Sr. Svavar A. Jónsson lýs- ir víglsu. Vígsluvottar verða sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Hannes Örn Blandon pró- fastur, sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir og I3étur Björgvin Þorsteinsson djákni. Kór Akureyrarkirkju leiðir söng, organisti Björn Steinar Sól- bergsson. Meðhjálpari verður Sigríður Gunnarsdóttir. Sólveig Halla er frá Löngu- hlíð í Hörgárdal, fædd árið 1977. Hún lauk embættisprófi í guðffæði ffá Háskóla Islands í febrúar 2004. Sólveig Halfa hefur starfað s.l. misseri sem æskulýðsfulltrúi við Akureyr- arkirkju. Hún verður fjórði prestur við kirkjuna en þetta nýja embætti var auglýst með sérstaka áherslu á barna- og unglingastarf. Síðast var prestsvígsla að Hólunt íyrir fimm árum síðan en eins og kunnugt er tára flestar djákna- og prestsvígslur fram í Dómkirkjunni í Reykja- vík. www. kirkjart. is/holar Höfðahreppur verji um 20 framkvæmda. Myndina tók milljónum króna til þessara Ágúst Þór Bragason. Sauðárkrókskirkja á sunnudag___________ Alexandra Chernyshova heldur tónleika Alexandra Chernyshova, sópran og Gróa Hreinsdóttir, píanóleikari, halda tónleika í Sauðárkrókskirkju næst- komandi sunnudag. Hilmar Jónsson, rithöf- milli söngatriða. Alexandra undur kynnir og les eigin ljóð er búsett á Hofsósi. Hún

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.