Feykir


Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 5
34/2005 Feykir 5 þar er fyrirhugað nestisstopp. Sú vitneskja drífur svangt göngufólk áffam svo Hörknáin verður að eiga sína töfra fyrir sig að þessu sinni. Það er sama blíðan. Að halla sér aftur þarna í góða veðrinu á bökkum Fossár, borða nestið sitt og láta þreytuna líða úr vöðvunum er yndisleg tilfinning. Ekki skal ég hér hafa unt þennan stað mörg orð en veit að allir sem þarna hafa kontið geta sett sig í okkar spor og samglaðst okkur. En hér er ekki til langrar setu boðið því enn er 13 knt leið fyrir höndum og Fagrahlíðin eftir. Fararastjórarnir bjóða nú aftur upp á útúrdúr fyrir þá sem vilja. Inn að svokölluðum Væthamarsskeiðum á Fossár- dal. Þangað koma fáir aðrir en gangnamenn í fjárleitum. Við förum fjórir. Fyrst upp brekku og svo inn dalinn. Og þvílík perla þessi Fossárdalur. Svona algjörlega óvænt og vel falin að fæstir ferðalangar vita af henni þó þeir fari oft unt Austurdal- inn. Stóreflis björg, fossandi vatn og gróður í stórkostlegu samspili á ntilli brattra hlíða. Hingað þyrftu að koma allir þeir sem um Austurdalinn fara. Taka í það minnst 11/2-2 tíma. Ef til vill er vissara að draga það ekki of lengi, því ef ráðistverður í Skatastaðavirkj un er fyrirhugað að stífla bæði Fossána og Hörknána, leiða þær í göngum undir farveg Jökulsár eystri og í önnur veitugöng vestan Jökulsár! Ræna dalinn þessum perlum sínum. Við þessir fjórir náum hópnum niðri í Fögruhlíð og þá er að byrja að rigna. Regnið ýtir fólki af stað þessa síðustu 5 knt niður í Hildarsel svo dvölin í Fögruhlíð verður styttri en til stóð. Bakpokarogfötþyngjast, skór blotna. Það verður skreipt Þórarinn Magnússon skrifar skiptist hópurinn. Ég held að alla langi niður í Lönguhlíð en flestir ganga heim brúnirnar því dagleiðin er löng og ekki rná eyða öllum kröftum í upphafi ferðar. Við erurn sex sem förum niður í bratta hlíðina og þvílíkt landslag! Meira en mannhæðarhátt víði- og birkikjarr og svo þétt að rnaður verður víða að ryðja sér braut. Þetta er í 500-550 metra hæð yfir sjó. Hópurinn sameinast aftur við Hörknána, þá litlu nátt- úruperlu. Áin er ekki rnjög vatnsmikil en brött og hendist áffam hvítfyssandi á milli stórra steina sem allir eru grænir af mosa. Hér þyrfti að gefa sér tíma til að hinkra við um stund í góðu veðri og njóta. En nú er orðið stutt niður að Fossá og í Lönguhlíð. Til varnar Stiklað yiir Hörkná. I. Aðalfundur Norðlenskxar orku ehf. var haldinn í Miðgarði 29. júní sl. Áður en hinn eiginlegi fundur hófst var farið í skoðunar- og kynnisferð til Ævinfyraferða Magnúsar Sigmundssonar til að fræðast um siglingar á Jökulsánum eystri og vestri. Það var „mjög gaman og áhugavert” eins og fundarritari skráir í fúndargerð. Magnús sýndi okkur aðstöð- una og fræddi hópinn um sögu siglinganna, stöðu sína í dag og ekhi síst þá rnikJu möguleika sem hann sér í framtíðinni. Með dálítið meira fjármagni má stórbæta ásýnd og aðstöðu, búa til “heimsklassa afþrey- ingu” eins og hann orðar það. Og hann vitnar í ræðarana sína. Fjölþjóðlegan hóp manna sem hefúr það að atvinnu að fara um heiminn og sigla niður ár. „Þið vitið ekki hvað þið eigið” hefúr hann eftir þeim. Eystri áin tvímælalaust á meðal 10 bestu siglingaáa í Evrópu (aldursmark 18 ár), vestari áin tiltölulega auðveld (aldurs- lágntark 12 ár) en í stórkostlegu unthverfi. Að ógleymdri 3ja daga ferðinni frá Laugarfelli og niðurúr. „Þetta markar Skaga- fírði algjöra sérstöðu á landinu sem er afar mikilvægt í ferða- þjónustunni. Ætlið þið að eyðileggja þetta?” spyr hann. í fyrsta sinn finnst mér ég skynja í þennan hóp að fólk átti sig á því að hér sé eitthvaðsem skipti máli. II. Gangnamannafélag Austur- dals (Gíslarnir) stóð fyrir gönguferð niður Austurdal- inn dagana 15. til 17. júlí sl. 17 rnanna hópur hélt af stað frá Varmahlíð unt kl. 17:00 á föstudegi og ók sem leið liggur fram að Laugarfelli. Þar var áð um stund á bökkum fyrir- hugaðs lóns Skatastaðavikj- unar en síðan haldið áfram eftir fyrirhuguðum lónsbotni niður að Grána en þar skyldi gist fyrri nóttina. Skálinn stendur á fallegum stað við Geldingsána nokkru áður en hún fellur í Jölulsá eystri. Þar er gott að hvílast í heilnæmu fjallalofti við hægan nið árinnar. Verði af Skata- staðavirkjun er fyrir hugað að stífla Geldingsá nokkru ofan við Grána og veita henni í miðlunarlónið(Bugslón). Eftir yrði lækjarspræna. Ferðalangar voru snemma á fótum á laugardagsmorgni enda framundan 25 krn ganga með bakpoka niður í Hildarsel. Tjöldum og öðru sem ekki var nauðsynlegt að hafa með var pakkað niður og það sent til byggða með bílunum. Hóp- urinn myndaður í bak og fyrir og síðan haldið af stað í blíðskaparveðri. Stefnan er tekin á Stórahvamm, gróður- sælan stað meðfram Jökuls- ánni. Þar vex birki í rnestri hæð á íslandi; u.þ.b. 630 metrum yfirsjávarmáli. Áfram er haldið niður að Lönguhlíð en þar í spori. Göngulúið nær fólk að Hildarseli eftir ríflega 10 tíma ferð. Þetta er of löng dagleið fyrir þá sem ekki eru gönguvanir. Jafnvel í góðu veðri. Það fer ofmildll tími í að þramma í halarófu en of lítill tími gefst til að njóta. Það vantar skála við Fossána. Þá væri þarna komin stórkostleg gönguleið með upphaf við annað hvort Laugarfell eða Grána og endapunkt við Ábæ, Skatastaði, Merkigil eða jafnvel Gilsbakka. Allteftirþvíhvernig fólk vill haga ferð sinni. I góðum ferðahópi er skálalífið kvölds og morgna líka stór hluti af velheppnaðri ferð. III. Á sunnudegi var svo þægileg 10 km ganga frá Hildarseli niður að ldáfnum við Skatastaði. Þar beið okkar Sigurður Friðriksson sem ók okkur heim til sín að Bakkaílöt og fór hópurinn þar í sund og heita potta. Fyrst höfðum við pottana fyrir okkur en áður en langur tími leið fylltist laugin af fólki sem var að konta úr siglingu niður Jökulsá vestari. Þar var meðal annarra þekkt norsk skáldkona, Margit Sandento, með hóp af ljósmyndurum og sjónvarpstökufólki. Hún hafði einnig komið árið áður með samskonar hóp. Önnur kona var þarna frá Akureyri: „Ég sigldi ána í fyrra” sagði hún, „og það var svo stórkostlegt að núna tók ég með mér hóp og við gistum hér á Bakkaflöt.” Þessi ummæli eru í takt við ótal önnur sem fallið hafa frá fólki sem siglt hefur árnar. IV. Skagfirðingar! Stöndum vörð um Jökulsárnar. Leyf- um þeim að renna óbeisluð- um frá jökulrótum til sjávar. Það er sannfæring mín að þannigverðiþærSkagfirðingum sem og þjóðinni allri til mestra heilla um ókomin ár. Sameinumst hins vegar um að reisa góðan skála við Fossá svo Austurdalsganga verði auðveld sem flestu fólki. Gönguferðir eru ört vaxandi hluti af ferðaþjónustu um allan heim og það geta þær líka orðið í Skagafirði. Þóraritm Magnússson, Frostastöðum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.