Feykir


Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 14.09.2005, Blaðsíða 1
S Ibúðalánasjóður www.ibudalan.is Álft og gæsir skemma kornakra í Vallhólma Ökumenn grandalausir á Þverárfjallsvegi 22 teknir fyrir of hraðan akstur Tuttugu og tveir öku- menn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Þverár- fjallsvegi um helgina. Sá sem hraðast ók var á 130 kílómetra hraða. Meiri- hluti ökumanna var á 110-120 kílómetra hraða á klukkustund. Ekkert GSM samband er á Þverártjallsvegi og hefur það dregið úr möguleikum á um- ferðareftirliti lögreglu og reik- na því ökumenn almennt ekki með að verið sé að hraðamæla á þessum slóðum. Þó er á köfi- um hægt að ná NMT sam- bandi og einnig getur lögregla haft talstöðvarsamband vegna nýs endurvarpa á skíðasvæðinu í Tindastóli, sem gerir lögreglu kley'ft að sinna umferðareftirliti án þess að öryggi annars staðar í lögsagnarumdæminu sé telft í voða. Lögreglan á Blönduósi tók samtals um 60 manns fýrir of hraðan akstur um síðustu helgi en það er rninna en búast mátti við á þessum árstíma. Sparisjóður Skagafjarðar___ Stofnfé eftirsótt Útboði á nýju stofnfé fyrir Sparisjóð Skaga- fjarðar lýkur á föstudag 16. september. Líkur eru til að færri fái stofnbréf en vilja. Að sögn Kristjáns B. Snorrasonar,sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Skagafjarðar, hafa Skagfirðingar sýnt útboðinu mikinn áhuga og á það reyndar bæði við um íbúa í Skagafirði og burtflutta Skagfirðinga. Að þessu sinni voru boðnar út 26,5 mill- jónir króna og verður eigið fé sjóðsins eftir útboð um 44 milljónir króna. Heimild er frá stjórn til aukningar upp í 88 milljónir króna. Að sögn Kristjáns eru líkur á að færri fái stofnfé en vilja en núverandi stofn- fjáreigendur hafa forkaups- rétt að nýjum stofnbréfum í sparisjóðnum. Smábátaeigendurá Norðurlandi vestra Vilja ekki loðnuveiði Skalli, félag smábátaeig- enda á Norðurlandi vestra samþykkti á aðalfundi sín- um að skora á stjórnvöld að banna sumarloðnu- veiðar næstu 5 árin. Það var Sævar Einarsson smábátasjómaður á Sauð- árkróki sem tók málið upp á aðalfundinum. Smábáta- sjómenn segja síli algjörlega horfin úr sjónum norður og austur um land. Afleiðingin sé skortur á æti fyrir fisk og mikill fugladauði sem vart hefur orðið undanfarin ár. Líkur á að uppskeran verði í meðallagi Kornskurður er hafinn í Skagafirði og að sögn Eiríks Loftssonar, ráðunauts hjá Leiðbeiningamiðstöðinni, eru líkur að uppskeran verði í melallagi í ár. Tíðin hefur verið fremuróhagstæð fyrir kornið að undanförnu og gæsir og álftir hafa skemmt korn í Vallhólma. „Það vantar meira sólskin til korninu. að fýlla kornið betur, uppskeran lítur út fyrir að verða í meðallagi en þetta kemur betur í Ijós þegar kornið verður skorðið,” segir Eiríkur. Kvartað hefur verið undan ágangi gæsfugla í kornökrum og á einum akri í Vallhólma hafa álftir troðið niður uppskeruna á nokkru svæði. Hætta er á að þetta gerist þegar akranri liggja að túnum sem eru slegin og hrit en þá eiga álftirnar greiðari aðgang að Þegar ljósmyndara bar að garði í Vallhólma í gærdag voru um 200álftir í umræddum kornakri og töluverður fjöldi af grágæsum einnig. Reynt hefúr verið að fæla fuglana frá korninu en þeir koma jafn- harðan aftur enda freistingin mikil og ekki heimilt að skjóta álftina undir neinum kring- umstæðum. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta ’enftll ehj3— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun mi bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.