Feykir


Feykir - 14.12.2005, Qupperneq 5

Feykir - 14.12.2005, Qupperneq 5
47/2005 Feykir 5 Lagarfoss við „Gömlubryggju" á Sauðárkróki, ótimasettmyndataka. Bátarnir sunnan á „Bryggjunni" eru frá vinstri: Aldan, erfórst 1935, Garðar og „Slefarinn". Aftur í liðna tíð VIII - Hörður Ingimarsson skrifar Áhlaupaveðrið mikla 1935 Það var laugardaginn 14. desember árið 1935 fyrir nákvæmlega sjötíu árum, sem mikið manntjón varð í Skagafirði í miklu norðan áhlaupaveðri, sem gerði um hádegisbil. Það slcall saman sem hendi væri veifað og herti veðrið stöðugt. Um nónbil var orðið afspyrnu slæmt en aftök undir kvöldið. Dagana á undan hafði verið einstök blíða, bæði til lands og sjávar og í samtímaheimild er á fimmtudeginum 12. desember sögð „sama milda hlákan” og föstudaginn 13. desember „sama þíðan, hæg og mild”. Spáin á föstudagskvöldinu gaf vart tilefni til að óttast mjög slæmt veður. Helgi í Salnum Guðmundsson heyrði þó spána þennan dag um kvöldmatar- leytið, en hann tók veðrið venjulega undir suðurveggnum á Aðalgötu 17 þar sem Jón Björnsson deildarstjóri í Gránu bjó. Jón hagaði því svo til, að hafa vel opinn glugga svo Helgi gæti „tekið veðrið” því á þeirn tírna hafði hans heimili eldd útvarp. Þetta var þegjandi samkomulag milli Jóns í Gránu og Helga í Salnum að hafa þennan háttinn á. I kjölfar þess að Helgi „tók veðrið” þetta kv'öld snaraðist hann í beitu- skúrinn til Sigurðar bróðir síns, Sigga í Salnum, og hefur uppi mikinn munnsöfnuð að ekki skuli róið á Blíðfara, sem í daglegu tali var kallaður „Bjarnagrænn”, því það verði vitlaust veður. „Skammastu með síldina straxí fiystihúsið afturhelvítis bölvaður asninn þinn,” sagði Helgi og mun hafa lagt hendur á bróðir sinn, svo hann skæri ekki síldina. „Hvað er þetta maður, það er besta veður - blíða,” svaraði Siggi bróðir Helga og sem oft fyrr og síðar Veðurkort er sýnir veðrið kl. 5 síðdegis þann 14. desember 1935. Magnús Jónsson Veðurstofustjóri vann kortið, sem byggir á gögnum Veðurstofunnar. Veðrið versnaði til muna er leið á kvöldið. Þéttleiki þrýstilina er mikill. lét í minnipokann fyrir bróðir sínurn. Helgi var sá sem ferð- inni réði að jafnaði. Það varð áhöfn Blíðfara vafalaust til lífs, því langt hefði verið sótt. Aðfaranótt 14. desember uppúr lágnættinu réru bát- arnir af Króknum í blíðskap- arveðri. Það voru Aldan um 4 tonn, Bjarni Sigurðsson for- maður 34 ára og fimm barna faðir, yngsti sonurinn óskírður. Hásetar Ásgrímur Guðmunds- son Fagranesi 52 ára, Björn Sigmundsson frá Hofsósi 29 ára hálfbróðir móður Bjarna, og Magnús Hálfdánarson frá Hól- koti á Reykjaströnd 32 ára. Báturinn Njörður 3-4 tonn, Sigurjón Pétursson formaður 30 ára. Hásetar Sveinn Þor- valdsson 26 ára og Margeir Benediktsson 25 ára. Allir þeir sem nefndir eru hér að framan fórust þennan örlagaríka laug- ardag. Það fréttist að Aldan og Njörður hefðu róið á Skerja- grunnshornið vestur af Málmey og það sást þaðan til bátanna unr morguninn. Þetta eru mið í hánorður frá Drangey og höfðu gefið góðan afla dagana á undan. Það risu mildir sjóir og brimskaflar er veðrið skall á með öskrandi hríð og frosti. Það hefúr verið mikil sigling á Öldunni að komast undir Austurlandið næstum inní fjarðarbotn. En báturinn brotnaði í tvennt á Hólmatagl- inu norðan Elínarhólmans. Framhluta bátsins rak í Brim- nesgil með líki Ásgríms. Það var vetrarmaður hjá Sigurmoni í Kolkósi, sem fann hin líkin rekin í Brimneskrók og tók hann það mjög nærri sér. Björn Sigmundsson fannst með stýrissveifina í hendinni, en hann var harðger og rammur af afli. Björn var nýfluttur til Sauðárkróks er þetta gerðist ásamt unnustu sinni Elísabet Þórhallsdóttur. Bjarni heitinn sá ævinlega um að halda vélinni gangandi ásamt formennsk- unni. Ekld hefúr sigling Njarðar verið minni, en talið er að báturinn hafi gengið undir norðaustur af Innsta- landsskerjunum. Strax um kvöldið þann 14. desember rak úr bátnum kassa utanaf áttavitanum, þar sem flakið af gamla Víkingi var lengi, beint austur af bifreiðaverkstæðinu Áka. Síðar um nóttina rak lóðabelgi og stampa og fleka úr botni Njarðar. Lík skipverjanna fúndust aldrei. Björgvin, bátur Lárusar Runólfssonar, varð fyrir vélarbilun og hélt því til lands án þess að leggja línuna og slapp við veðrið. Með Lárusi voru Guðjón Jósafatsson og Ásgrímur Einarsson síðast kenndur við Ártún. Mikill og reyndur sjósóknari. Sveinn Sölvason réri hálffi stundu eftir óttu á Baldri ásamt Kristjáni bróðir sínum og Þorsteini Sigurðssyni, ævinlega kallaður Steini mótoristi. Þeir drógu línu sína eftir stutta legu og lentu í upphafi veðursins og máttu þakka fýrir að ná landi urn hálf tvöleytið án áfalla. Leiftursmenn réru stundu eftir miðnættið og lögðu línu sína norðaustur af „Diskn- um” norðvestur Sandinn í stefhuna á Selvík. Leiftrið var norðaustur af þeim á Baldri og sjálfsagt með lengri lóð, en þeir virtust langt komnir að draga er Baldur tók stímið heint. Leiftrið lenti í miklum hremmingum er norðvestan veðrið skall á. Línan slitnaði, vélin jós uppá sig og drap þegar á sér og fór ekki í gang eftir það. Og bátinn hálf fýllti af sjó. Það tókst að þurr- ausa eða því senr næst og segla- búnaður settur upp senr hvarf svo til strax útí buskann. Bátur- inn hrakktist stórskipaleið inn fjörðinn og eitt andartak sást í Nesvitann og það dugði Pálma og félögum að sigla að „Bryggjunni” á fokkunni einni saman. Þar var olíu hellt á sjó- inn og fiskurinn seilaður í land. Brimið og veðurhamurinn var svo mikið að bátinn bar hátt yfir sjálfa „Bryggjuna” enda lá við borð að báturinn færist en það tókst að bjarga honum á land með snarræði. Á Leifti voru Pálmi Sighvats á „Stöðinni” formaður, Björn Jóhannesson, enn á lífi háaldraður, Sigurður Tómasson og Friðrik Árnason. Hálfdán Sveinsson er annar af tveim á Iífi þeirra sjómanna sem réru þennan örlagaríka dag fyrir sjötíu árum. Hann fór á sjó við fjórða mann á vélarlausum bát, fjögurra manna fari, og réru þeir á vesturbrúnina í Álnunr vestan Hegranessins. Með Hálfdáni voru Árni Rögnvaldsson og Magnús Sigurðsson Jósafats- sonar. Ekki man Háltidán lengur hver var fjórði maðurinn. Það gerði talsverða undiröldu í upphafi veðursins, það gekk sem sé í sjóinn, sem var fýrirboði versnandi veðurs. Þeir náðu landi áfallalaust í þann mund er snöggversnaði um hádegis- bilið og voru góðri stundu á undan Baldri. Það fór sem eldur í sinu unt Krókinn er veðrið brast á, að margir bátar væru á sjó. Mann-

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.