Feykir


Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 472005 söfriuður og mikill viðbútiaður var kominn að „Bryggjunni” uppúr hádeginu. Sölvi í Sölvahúsi kom með olíu, sem skipti sköpum er Leiftrið kom að bryggju. Sveinn Nikk og fleiri voru í forystu um aðgerðir. Þorvaldur Guðmundsson kennari gaf strax ffí í barna- skólanum því á augabragði voru allir í bænum gagnteknir ótta og óvissu. Erlendur Han- sen var 11 ára í bekk hjá Þorvaldi. Friðrik Hansen faðir Erlendar sendi hann og Ragnar son sinn 12 ára með tóbak er leið á daginn til Þorvaldar Sveins er séð var að biðin yrði löng um afdrif bátanna og sonar hans Sveins. Fyrst urðu bræðurnir að sækja tóbakið til Nikódemusar, sem bjó þar sem nú er Lindar- gata. Hann skar og seldi tóbak, sem mælt var í patrónum og sett var í kramarhús. Bræðurnir komust við illan leik milli húsa með tóbakið. Pálmi Sigurðsson 14 ára bróðir Bjama á Öldunni var í unglingaskólanum á Krókn- um, en átti heima í Hólakoti á Reykjaströnd. Pálmi og Varði bróðir hans höfðu herbergi í „Bakaríinu” hjá Ólínu og Guðjóni bróðir sínum. Magnús Hálfdánarson skipverji á Öldunni hafði herbergi uppi í „Bakaríinu” og var hættur róðrum, en fyrir þrábeiðni Bjarna fór hann í róður þennan örlagaríka dag. Pálma segist svo frá: „Lilli Ásu (Kristján Skag- fjörð) hafði verið sendill á Bakaríinu. Ólína bað Lilla og Pálma að sækja stóla suður í Bifröst, en þar átti að halda verkamannaafmæli þennan laugardag en hafði verið aflýst. Þeir sóttu stólana en veðurofs- inn var svo mikill að þegar komið var út undir Brímsbúð skellti veðrið þeim báðum og braut a.m.k. annan stólinn. Þeir félagar áttu erfitt með að komast á fætur aftur.” Þá minnist Pálmi þess að Helgi á Fagra- nesi kemur inn í bakaríið stuttu eftir að Leiftrið var komið að landi og spyr um Jón á Daðastöðum sem var póstur og átti síðar heima á Steini. Helgi bað fyrir skilaboð til Jóns að hann skyldi hestinn eftir hjá Gísla Lága í Hafliðabæ á Eyrinni. Helga hafði seinkað brottförin úr Króknum því hann hafði áhyggjur af Ásgrími mági sínum á Öldunni. Helgi leggur því af stað heim í Fagranes þegar veðrið er orðið mjög vont og fer enn versn- andi. Haft var á orði síðar að hann hafi tæplega verið nægilega vel búinn til fararinnar. Helgi varð úti og fannst mörgum vikum seinna í Steinshólunum fyrir utan og ofan bæinn Stein á réttri leið. Nokkru fyrr var Maron Sigurðsson, frækinn sigmaður í Drangey, að koma utan frá Hólakoti á leið sinni inní Krók og hundurinn Tryggur með honum. T ryggur kemur skyndi- lega með skó í kjaftinum sem reyndist vera af Helga. Var þá hert á leitinni á svæðinu en snjóalög voru mikil eftir áhlaupið. Enn leið talsverður tími að Helgi finndist. Það er af Jóni pósti á Daðastöðum að segja að hann fór á undan Helga úr JCróku- um og komst við illan leik í Fagranes. Áttaði sig við túngarðinn vestan bæjar. Dýró- lína lagði hart að Jóni að halda ekki áfram út í Daðastaði og gisti hann á Fagranesi. Björn, maður Dýrólínu, var bróðir Ásgríms á Öldunni og Helgi sem úti varð var eiginmaður Maríu systur hans. Það var þvi rnikill harmur kveðinn að Fagranesheimilinu þennan örlagaríka dag 14. desember. Helgi Gunnarsson finnst er komið er undir janúarlok 1936. Tildrögin eru þessi: Sigurlaug Brynjólfsdóttir, 65 ára ekkja Jóns Benediktssonar á Grófargili, var á leið úr Krókn- um út að Reykjum til Birnu dóttur sinnar og Eiríks Sig- mundssonar tengdasonar síns, en þau hófú búskap á Reykjum 1934. Með Sigurlaugu í för var Una dóttir hennar, 37 ára gömul. Þær fóru svokallaða vetrarleið um Steinshólana er þær sáu þúst sem reyndist vera líkið af Helga. Una sagði Erlu dóttur sinni að sést hefði í hönd hans. Unu varð mikið um en móðir hennar sendi hana heirn í Stein til Péturs Lárussonar að sækja hjálp, sagðist sjálf vera hjá líkinu á meðan. Helgi var á réttri leið og átti ekki eft ir nema um kílómeters leið heim í Fagranes. Ekki hefúr tekist að finna hvaða dag það var sem Helgi fannst. Af bréfi til séra Helga Konráðssonar er honum barst 30. janúar 1936 er augljóst að Helgi er fúndinn. Kistulagt er á Meyjarlandi 3. febrúar og útförin fer fram fimmtudaginn 6. febrúar frá Sauðárkrókskirkju. Útfarardagur Bjarna, Magn- úsar og Ásgríms var laugar- daginn 28. desember. Þeir voru allir lagðir í sömu gröf. Jafnframt var þeirra þriggja minnst sem fórust með Nirði. Séra Helgi Konráðsson jarðsöng og flutti ræðu. Sömuleiðis séra Lárus Arnórsson á Miklabæ. Sigurð- ur Sigurðsson sýslumaður flutti samúðarkveðjur og stutt ávarp. Friðrik Hansen flutti kvæði. Pétur Laxdal mágur Bjarna og Kristján Sveinsson fluttu stutt erindi. Langt kvæði var flutt í kirkjugarði af Gísla Ölafssyni skáldi frá Eiríksstöðum. Þá var sonur Bjarna skírður við kistu föður síns og hlaut nafit hans. Gott veður var útfarardaginn og hafði raunar verið alveg frá norðan áhlaupinu. Veðrinu á landi er vel lýst er Jóhannes Dalmann Svein- björnsson vetrarmaður á Sjávarborg var að koma frá seinnigjöfinni á beitarhúsum og varð að skríða við illan leik heim að Sjávarborg. (Frásögn hans sjálfs.) Það áttu margir um sárt að binda eftir þetta mikla áhlaup. Margeir Benediktsson hafði þrent árum áður byggt húsið Akur, nú Freyjugötu 32 eldri hlutann. Hann bjó á efri hæð og sá fyrir fóstru móður sinnar, Margréti Erlendsdóttur sem var 82 ára. Hún lifði Margeir í sjö ár. Á neðri hæðinni var Hall- dóra móðir Margeirs með tvo >mgri syni sína, Sigurjón og Alexander. Þau misstu húsið sökum fátæktar. Sveinn Þorvaldsson sem fórst með Nirði var orðinn landsþekktur fyrir snilli sína við skákborðið. Hann varð skákmeistari Norðlendinga sem háð var á Akureyri í mars og apríl 1935. Minningarmót var haldið honum til heiðurs 1957 hér á Sauðárkróki. Það tor fram í Bifföst. Margir feikna sterkir skákmenn sóttu mótið og Jónas Halldórsson ffá Leys- ingjastöðum í Austur Húna- vatnssýslu sýndi mikla snilli og varð landsþekktur skákmaður uppfrá því allt til dauðadags. Sjötíu ár í lífi þjóðar er ekki langur tími en oft mælir það mannsævi. Sviðinn er horfinn úr sárum þeirra er um sárt máttu binda eftir slysin í desember 1935, en víða ntá greina örin. íslendingar misstu 25 menn í þessu áhlaupaveðri 1935. Hörður lngimarsson Grein þessi byggirm.a. á samtölum við eftirfarandi: Pálma Sigurðsson, Alexander Jónsson, Stefán Kemp, Erlend Hansen, Gunnar Helgason - allir á Sauðárkróki. Ingólf Sveinsson Lágmúla, Halldór Jónsson Steini, Hálfdán Sveinsson Laufbrekku 24 Kópavogi, Ingibjörgu Björnsdóttur frá Fagranesi, Ingunni Árnadóttur frá Hólkoti, Kristínu Sigurjónsdóttur frá Geldingaholti og Erlu Lárusdóttur frá Hólakoti. Þá varstuðst við Sögu Sauðárkróks, Skagfirðingabók 1969 og 1987 og ýmsarmunnlegar heimildir. Sérstakar þakkir til Magnúsar Jónssonar Veðurstofustjóra Ingólfssonar og Regínu Magnúsdóttur. Magnús gerði og lagði til mynd af veðurkorti frá 14. desember 1935, byggtá gögnum Veðurstofunnar. MINNINGARORÐ HELGI GUNNARSSON fæddur 13. apríl 1909 dáinn 14. desember 1935 1 Sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason segir svo, að á föstudagskvöldið 13. desember hafi verið frostleysa og veður mjög kyrrt, en dimmt yfir. Sjö skipshafnir bjuggust til róðra fyrrnefnt kvöld, en ekki nema sex réru aðfaranótt 14. desember 1935, en það voru bátarnir: Njörður, Aldan, Bjögrvin, Leiftur, Baldurogeinnárabátur. Tveir af þessum bátum áttu ekki afturkvæmt, bátarnir Njörður og Aldan og fórust með þeim 7 menn. í þessu sama mannskaðaveðri varð einnig úti, Helgi Gunnarsson bóndi á Fagranesi á Reykjaströnd, á leiðheimtilsínffáSauðárkróki. Helgi þessi var föðurafi minn. Helgi fæddist 13. apríl 1909 á Sauðárkróki og var sonur hjónanna Gunnars Jónassonar frá Hólakoti og Bjarnveigar Jóhannsdóttur frá Hnífsdal við ísafjarðardjúp. Börn Gunnars og Bjarnveigar: a) Jónas Biynjólfur f. 4. nóv. 1904. b) Páll Ingi f. 21. ágúst 1906. c) Helgi ísfjörð f 13. apríl 1909. d) ÓlafurHelgi f8. des. 1911. e) Bjarni Elís f 13. apríl 1916. f) Emilía ísfold f. 28. okt. 1918. g) Sigurjón f 26. okt. 1920. Áður átti hann.: a) Elínu Pálínu f. 1893. b) Vigdísi f. 1895 og c) Gunnar f. 1896. Þann 25. maí 1929 giftist Helgi ömmu minni, Guðbjörgu Maríu Guðmundsdóttur f. 17. apríl 1892 frá Innstalandi á Reykjaströnd, og bjuggu þau á Fagranesi. Eignast þau þrjá syni: a) Ingi f. 1. mars 1928-d. 12. nóv. 2004. b)Gunnarf21. sept. 1929. c) Ásgrímur f. 12. mars 1933. Einsogáðursagði, varð Helgi úti 14. desember 1935, fj’rir 70 árunt síðan, en María bjó á Fagranesi með unga syni sína fram til ársins 1943, en þá flytur hún og drengirnir til Sauðárkróks. Og enn segir í Sögu Sauðárlcróks. „Jólin 1935 voru döpur hér á Sauðárkróki, svo sem hlýtur að vera, þar sem gamlir, lífsrevndir og mæddir foreldrar eiga þá ósk heitasta að fá lík sonarins í jólagjöf, til að geta búið um það til greftrunar,” ritar séra Helgi Konráðsson. Ekkjan á Fagranesi, María Guðmunds- dóttir, og börnin þrjú hafa og átt erfiða daga. Hún sá sama daginn á bak manni sínum og kærum bróður, sem hún hafði alltaf átt samleið með. Megi guð almáttulegur varðveita sálir þeirra sem létu lífið þessa örlagaríku nótt og blessuð sé minning þeirra. Blessuð sé minning þín afi minn. Helgi Dagur Gunnarsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.