Feykir


Feykir - 14.12.2005, Qupperneq 13

Feykir - 14.12.2005, Qupperneq 13
47/2005 Feykir 13 "Eg get mæta vel skilið það, einkum nú eftir á,að fólki hafi fundist það úþægilegt að presturinn væri í eldlínu stjórnmálanna. En ég er hins vegar þakklátur fyrir aðhafa átt þess kost að taka þátt." Nú er Hekla hœtt að gjósa ogHilmirfarinn aðskrifa í blöðin. Þú hættir í stjómmálum og sækir um sem prestur í Dómkirkjunni. Fannst þér sem þú næðir meiru fram sem prestur en sem pólitíkus? „Nei, ég tók þessa ákvörðun því ég fann fyrir ákveðnum tómleika sem ágerðist. Mig langaði í prestskapinn aftur. Það má bara segja það þannig að köllunin er dýpri og sterkari í kirkjunni og ég var kominn á þann aldur að ég varð að taka ákvörðun um hvoru megin ég vildi þjóna. Þegar ákvörðunin var tekin fannst mér ekki rétt að draga það neitt og hætti á þingiámiðjutímabili. Reyndar er ég eini presturinn á íslandi sem hef sagt af mér prestsskap vegna þingmennsku - og líka eini presturinn sem hef sagt af mér þingmennsku til að þjóna í kirkjunni. Ég hef getað ákveðið sjálfur hvað ég vildi gera og fengið til þess brautargengi. Fyrir það er ég afar þakklátur. Mér þótti vænt um að sinna þessu hlutverki. Ég var um áratug á bólakafi í stjórnmálum, varaþingmaður í fjögur ár og svo sat ég á þingi í sex ár. Upphaflega hafði ég hugsaði mér að sitja tvö tímabil og koma svo aftur til prests- þjónustu heima á Sauðárkrók, sá staður er alltaf heima í mín- um huga. En ég sagði presta- kallinu lausu. Ástæða þess var einkum sú að ég vildi ekki að mitt ágæta fólk í sókninni þyrfti að líða fyrir það að ég væri að reyna sinna tvennu í einu. Það er fullt starf að vera prestur á Sauðárkróki og þegar ég ákvað að halda áffam í stjórnmálum árið 1998 þá sagði ég presta- kallinu lausu. Það var nauð- synlegt að byrja að ala upp nýjan prest.” Varstu smeykur við próf- kjör? „Það er af og ffá að ég hafi ótt- ast prófkjör eða kosningar, ég hef farið í gegnum slíkt og alltaf gengið vel. Ég hafði engar áhyggjur af því og hefði eins og hver annar getað spjarað mig í því. En þegar maður hefur ekki sjálfúr þann ódrepandi áhuga á að berjast um sæti og fyrir því að vera í pólitík þá er rétt að hætta og snúa sér að því sem maður vill fremur gera. Ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun. Auðvitað koma tímar þegar mér finnst eitthvað mega betur fara. Þegar mér finnst að hlutur Norðurlands vestra sitji eftir, ja, þá fæ ég svona tilfinningu fyrir því að ég hefði nú getað haldið áff am og reynt að standa í ístaðinu fýrir mitt fólk. En það eru ágætir menn sem eru í stjórnmálum í dag og ég er ekkert viss um að ég stæði mig betur.” Fá prestar köllun til að þjóna guði eða eru menn að velja sér ákveðinn lífsstíl? ,Ætli það sé ekki blanda af þessu tvennu. Köllun er ekki þannig að allt annað sé sett til hliðar. Prestar lifa í samfélagi við annað fólk, eiga sína fjölskyldu og þurfa að komast af í þessu samfélagi sem aðrir. Það er engin ástæða til að verða andaktugur yfir orðinu köllun, það dettur ekki oná hausinn á manni að maður sé reiðubúinn til þjónustu, held- ur er það ákveðið ferli sem gerist á einhverjum tíma.” Ertu sáttur við guð og menn? „Já, sérstaklega sáttur við Guð og ég er sáttur við menn. Eftir stjórnmálastörfin veit ég ekki til þess að ég búi við neinn kala eða óvild, það held ég ekki. Það eru ákveðnar leikreglur sem gilda í stjórnmálum og auðvitað hleypur mönnum stundum kapp í kinn. Annað hvort væri nú, þegar um mikilvæg málefni samfélagsins er að ræða. En mér finnst miklu meira til um hitt, sem er prestsstarfið. Það var og það er dýrmætast fyrir mér. Þar eru atvik, stundir og atburðir þar sem ég hefverið með fólki á ögurstundum í lífinu. Hafi mér tekist sæmilega upp sem presti á erfiðum stundum í lífi fólks þá hefúr það verið með Guðs hjálp. Ég er óumræðilega þakklátur fyrir prestsskaparárin 20 fyrir norðan. Árin okkar hjóna og barnanna okkar voru góð ár, þá vorum við líka öll saman. Það eru ár sem koma ekki aftur, nýtt tekur við. Og það nýja er öðruvísi, en ágætt. Ekki spillir það heldur að hér syðra er ég iðulega að embætta fyrir gamla vini að norðan, skira hjá gömlum fermingarbörnum, gifta þau o.s.ffv.” Er eftirsjá í huga þínum? „Effirsjá? Ekki beint effirsjá. Hins vegar eigum við svo margt vinafólk fyrir norðan sem við vildum gjarnan sjá meira af, fólk sem við deildum með gleði og sorgurn og öllu því sem eitt samfélag á í fórum sínum. Ég þurfti ekki að vera á stalli sem prestur, var þátttakandi í til- verunni, eins og hver annar. Fjölskyldan var eins og aðrar fjölskyldur. Ég held nú raunar að það sé einkenni á góðu íslensku samfélagi að við deil- um kjörum hvert með öðru. Og nú vil ég nota þetta tækifæri til að þakka Skagfirðingum og Húnvetningum liðna tíma og óska gleðilegra jóla. Megi ffamtíðin vera öll í birtunni.” Ólöf Snæhólm Baldursdóttir Ljósmyndir: Sigurður Bogi Byggðasaga Skagfirðinga Fyrsta bindi um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kr. 8.900 Annað bindi um Staðarhrepp og Seyluhrepp kr. 11.900 Þriðja bindi um Lýtingsstaðahrepp kr. 12.900 Allar bækurnar þrjár fást í tilboðspakka á kr. 25.000 Ef keyptar eru tvær saman fást þær á kr. 20.000 Afgreiðsla er í Safnahúsinu á Sauðárkróki sími 453 6640 netfang saga@skagafjordur.is SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA Óskum íbúum Sauðórkróks og öðrum Skagfirðhtgum gfeðilegrajóla ogfarsældará komandi ári SÓKNARNEFND SAUÐÁRKRÓKSKIRKJU

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.