Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 19
47/2005 Feyká-19
Jól í torfbæ í Skagafirði
Kerti og spil
„heitustu" gjafimar
Oddný Þorvaldsdóttir á
aðeins rúm þrjú ár eftir í
nírætt og hefur því lifað
tímana tvenna. Hún ólst
fyrstu ár ævi sinnar upp á
bænum íbishóli í
Seyluhreppi. Oddný féllst á
að rifja upp hvernig hún,
sem lítil stelpa, upplifði
lífið á bænum sem var úr
torfi og þá sérstaklega
þann tíma ársins sem brátt
rennur upp, nefnilega
sjálfa jólahátíðina.
í dagbýrOddnýíþjónustu-
íbúð í Reykjavík og segir að
strax í nóvember láti fólk eins
og jólin séu bara komin. „Ég
kann ekki að meta það. Heima
á íbishóli var farið að huga að
jólurn um viku áður en þau
gengu í garð. Mamma bakaði
þá sntákökur; gyðingakökur
og hálfmánar eru mér ofarlega
í huga. Einnig sveskjuterta en
við krakkarnir vildunt vera
nálægt þegar sveskjurnar voru
soðnar því þá fengum við
stundum að sleikja steinana”
Jólatré var sett upp í
baðstofunni. Afi Oddnýjar
smíðaði það úr sverri spítu
með götum sem álmi var
stungið í og þjónaði hlutverki
greina. Jólatréð var að
sjálfsögðu skreytt, þó ekki
með tilbúnu jólaskrauti held-
ur bara því sem tiltækt var á
bænum.
„Nokkru fyrir jól var reynt
að ná í sortulyng sem stendur
lengi grænt og það fest utan
um tréð. Við krakkarnir
bjuggum líka til eitthvað
fallegt, t.d. úr silfurbréfunt
sem okkur áskotnaðist yfir
árið. Úrþeirn varð oft verulega
fallegt jólaskraut. Punktinn
yfir i-ið settu svo lítil snúin
kerti sem gerðu jólatréð af-
skaplega hátíðlegt.”
Eitt bað á ári
Þegar aðfangadagur rann upp
var lögð lokahönd á tiltekt
fyrir hátíðina, allt pússað sem
eftir var og hangikjöt soðið.
„Svo fórum við í bað, eina
bað ársins að mig minnir. Á
þessunt tíma var ekki lagt
mikið upp úr reglulegri
böðun, við krakkarnir vorurn
þó þvegin af og til upp úr bala.
Mikið var lagt upp úr því að
allir væru kontnir í fötin
klukkan sex því þá hófst
jólahátíðin. Spenningur var
nú ekkert mjög rnikill en
olckur þótti öll tilbreyting góð.
Bærinn var meira lýstur og
svo fengum við að smakka
kökurnar og hangikjötið.”
„Allir fá þá eitthvað fallegt,
í það minnsta kerti og spil”.
Þessa ljóðlínu þekkja flestir
enda úr einu mest sungna
jólalagi síðustu áratugina. En
kerti og spil þykja ekki
merkileg gjöf hjá ungdómn-
um í dag en á fyrrihluta síð-
ustu aldar voru þetta
“heitustu” gjafirnar.
„Jólagjafir voru nú ekki
rniklar. Við fengum alltaf kerti
og spil, einn stokk sarnan
systkinin," rifjar Oddný upp.
„Við máttum að vísu ekki
spila fyrr en á jóladaginn en ég
man að okkur langaði að spila
á aðfangadagskvöld. Eitthvað
fengum við líka af fatnaði, t.d.
fengunt við öll nýja
sauðskinnskó. Þeir voru ekki
hlýjir, okkur var oft kalt á
fótunum. Svo fengum við
stelpurnar jólasvuntur, ég
man ekki eftir sérstökum
jólakjólum fýrr en við fluttum
á Sauðárkrók árið 1928.”
Kálfakjöt
ef veður leyfði
Jóladagur var einnig haldinn
hátíðlegur en hann hófst á því
að börnin á bænum fengu
kakó og kökur í rúntið og segir
Oddný að sá siður hafi verið
þekktur nokkuð víða. Matur
var einnig meiri og betri en
gekk og gerðist.
„Ef svo bar við að kýr bar
seint eða þannig hagaði til
nteð veður að geyma mátti
kjöt úti í frosti eða skafli var
kálfakjöt á boðstólum. Annars
fengunt við hangikjöt og
kannski sætsúpu og þótti
okkur það óskaplega gott.
Seinnipartinn var hitað súkku-
laði og bakaðar pönnukökur.
Á jóladag máttum við líka
spila og fara í leiki. Við svarta-
Pétur, púkk, rnarías og
hjónasæng en ekkert var unnið
nerna hvað skepnum var
sinnt.”
Andakt og
áramótabrenna
Oddnýju rekur ekki rninni til
þess að farið hafi verið til
kirkju yfir jólahátiðina þó ekki
hafi verið langt að fara.
„Amrna mín hafði þann
háttinn á að þó ekki væri farið
til kirkju að krefjast þess að
einhver andakt væri yfir
fólkinu, það mátti ekki vinna
eða vera með læti yfir
hámessutímann. Það var ekki
mikil guðrækni í fjölskyldunni
en þó var húslestur alla
sunnudaga nema þegar sláttur
stóð yfir.
Lítið var gert með áramó-
tin þegar þau runnu upp. Þó
segist Oddný ntuna eftir að
hafa verið úti á hlaði með
systkinum sínum einn
gamlársdag og þá hafi þau séð
eitthvað loga yfir í Blönduhlíð
en bær þeirra stóð svo hátt að
sást yfir alla sveit.
„Þetta hlýtur að hafa verið
nokkur brenna fyrst hún sást
alla þessa leið því svolítið langt
er á milli bæjanna. Við
krakkarnir rukum til og fórurn
að tína eitthvað saman,
bréfsnifsi og spítur, til að
kveikja svolítið bál. Þetta varð
nú reyndar afskaplega
lítilfjörlegt hjá okkur því ekki
var nú mikið um bréf í þá
daga.”
Lítil loftræsting
I Hjaltastaðakoti í Blöndu-
hlíð þar sem Oddný og
systkyni hennar fæddust var
torfgólf en þegar elsta barnið
fæddist herjaði móðir hennar
það út að sett var trégólf milli
rúmanna. Nokkuð nteira var
lagt í íbishól, baðstofan var
t.a.m. þiljuð. „Gluggarnir
voru þó ósköp ómerkilegir og
ég held ég megi fullyrða að
ekki var hægt að opna
gluggana. Loftræstingin sam-
anstóð af kringlóttu gati í
miðjurn gluggapóstinum þar
sem í var tappi sent hægt var
að fjarlægja til að lofta út. Það
dugði þó engan veginn því
þarna svaf fullt af fólki og
matur var eldaður. Maður
myndi ekki sætta sig við svona
aðstæður í dag,” segir Oddný
og hlær.
„Þarna var okkur að lesa
nteð bandprjónsaðferðinni
sem alþekkt var í þá daga. Þá
var bandprjónn notaður til að
benda á stafina sent lesa átti.
Ég veit ekki hvort farskólar
voru til staðar á þessum tíma
en maður af næsta bæ kont
stundum og kenndi eldri
krökkunum á bænurn og þá
fékk ég að vera með þrátt fyrir
ungan aldur. Mörg börn lærðu
að lesa á biblíu og aðrar
guðsorðabækur en sú var ekki
raunin heirna hjá mér. Við
lásunt Grántann í Garðshorni,
Hlyn kóngsson og fleira
skemmitlegt. í Grófargili var
svo lestrarfélag, sem var
nokkurs konar bókasafn og
þar var hægt að fá lánaðar
bækur. Á Ibishóli var alltaf
lesið á kvöldin, oft bækur sent
fengnar voru að láni úr
safninu. Okkur krökkunum
þóttu margar þeirra spennandi
enda ekki unt barnabækur að
ræða. Ég man t.d. eftir Sögu
herlæknisins sern mér fannst
mjög skemmtileg.”
Flutningur á mölina
Þegar fjölskyldan fluttist á
Sauðárkrók breyttist margt í
högurn hennar og lífi barn-
anna en ekki fannst Oddnýju
það allt vera til batnaðar. „Mér
fannst sem ég hefði ekkert að
gera á Króknum, ég vildi vera í
sveitinni og grenjaði bara. Mig
vantaði hundinn, köttinn
rninn og hestana. Og svo var
varla nokkurs staðar gras í
bænum, bara möl og ég vældi
af því að ég vildi ganga á grasi.
Ég kaus frekar sveitina."
Eins og fyrr segir býr Oddný
nú í höfuðborginni og segist
ekki sakna sveitarinnar að
ráði. Þó séu minningarnar
þaðan ljúfar enda Seyludal-
urinn fallegur.
ÓlöfSnœhóltn Baldursdóttir
Torfbær frá síðustu öld. Myndin er tekin á Ábæí Austurdal.