Feykir - 28.12.2005, Blaðsíða 9
48/2005 Feykir 9
Feykismenn hafa oft verið vel vakandi fyrir hinu skemmtilega i umhverfinu. Hér greip
Ijúsmyndari Feykis Halla á Bakka i bæjarferð en hann hafði þann sið að leggja dráttar-
véiinn þar sem honum þótti best henta.
í byrjun mars leggja Skag-
firðingar daglega önn til hliðar
og hella sér út í Sæluvikuna, og
síðar í sama mánuði sletta
Húnvetningar úr klaufunum
með setningu árlegrar Vor-
vöku, og nú er undirbúningur
sveitastjórnarkosninga í kjör-
dæminu kominn í fúllan gang
og hver framboðslistinn af
öðrum lítur dagsins ljós, ásamt
hástemdum stefnuyfirlýsing-
um.
í maí er stórffétt á forsíðu:
„Sigur í steinullarmálinu”, og
nú er ljóst að langri og strangri
baráttu um staðarval þessarar
verksmiðju er loksins lokið, og
hún mun rísa á Sauðárkróki, en
ekki í Þorlákshöfn. I tilefhi af
þessu er viðtal við Þorstein
Þorsteinsson bæjarstjóra um
gildi þessa stóra vinnustaðar
fjnir bæjarfélagið og atvinnu-
lífið á svæðinu. Jón Hjartarson
skólameistari útskrifar fyrstu
stúdentana, flesta úr kjördæm-
inu, en síðast voru slíkir
brautskráðir í Skagafirði fyrir
u.þ.b. 180árum.
Og í sveitarstjórnarkosning-
unum á Sauðárkróki vinnur
Framsóknarfiokkurinn góðan
sigur.
I ágúst verða enn rits-
tjóraskipti, Baldur Hafstað
lætur af störfum, en annar
kennari við Fjölbrautarskólann
Þorsteinn Broddason er sagður
muni ritstýra blaðinu frarn eftir
hausti, og nýr meirihluti á
Króknum ræður Þórð Þórð-
arson bæjarstjóra.
Þann 8. desember verða enn
kaflaskil hjá Feyki þegar ráðinn
er nýr ritstjóri Guðbrandur
Magnússon og með komu hans
er opnuð ritstjórnarskrifstofa á
Sauðárkróki í gamla barna-
skólanum. I tilkynningu ffá
blaðinu segir að eftirleiðis fari
allt framleiðsluferli blaðsins
ffam heima, en eins og áður
verði blaðið prentað á
Akureyri.
Enn ein áramótin líða hjá
með tilheyrandi spurningum
um hvað eftirminnilegast sé frá
liðnu ári, en í fýrsta blaði ársins
er sagt ffá því að náðst hafi
samvinna flestra sveitarfélaga á
Norðvesturlandi um rekstur
Fjölbrautaskólans og á Alþingi
flytja þingmenn kjördæmisins
tillögu um rannsóknir á
jarðefninu llmenit, sem nú er
helsta hráefnið í titanvinnslu í
heiminum, og talið er að finnist
í verulegu magni í Húna-
vatnssýslum.
Deilumál blossa upp á
Sauðárkróki í byrjun febrúar
þegar bæjarfulltrúarnir Björn
Magnús Björgvinsson og Rúnar
Bachman flytja tillögu sem
samþykkt er, urn almenna
atkvæðagreiðslu um opnun
áfengisútsölu á staðnum, og nú
þurfa margir að komast að í
Feyki með misjafnlega
tilfinningaþrungnar greinar, en
ljóst er að unt málið eru mjög
skiptar skoðanir.
Dægurmál tíunduð
Þannig heldur Feykir áfram að
tíunda hin ýmsu dægurmál sem
brenna hvað heitast á íbúunum
á Norðurlandi vestra, þó kvarta
Húnvetningar og Siglfirðingar
um að þeirra málefnin komist
ekki að, en ritstjóri ver sig með
því að erfitt reynist að fá
heimamenn á stöðunum til að
vinna fréttnæmt efni fýrir
blaðið.
Um mitt ár 1984 lætur
Guðbrandur Magnússon af
störfum, en Hávar Sigurjónsson
tekurvið ritstjórninni, og sinnir
starfinu til áramóta 1985/6,
þegar Jón Gauti Jónsson tekur
við ritstjórnartaumunum. Jón
Gauti ræður sig aðeins í hálft
starf, en á móti stöðuhlutfallinu
ræður hann Hermann Sæm-
undsson á Sauðárkróki, Skúla
Þórðarson á Hvammstanga og
Magnús Ólafsson á Sveins-
stöðum til fféttaöflunar á sín-
um svæðurn, en Magnús hafði
áður komið að fféttaöflun í tíð
Guðbrands, forvera Jóns Gauta.
Nokkur breyting verður á
yfirbragði blaðsins með til-
komu Jóns Gauta og m.a. fara
að birtast í þvi skopnn'ndir
teiknaðar af húnvetnska
listamanninum Guðráði Jóh-
annssyni, sem eins og annar
dráttlistamaður við dagblað sér
galskapinn í flestum hlutum og
dregur upp m.a. magnaðar
skopmyndir tengdar daglegu
amstri sveitunga sinna og sýnist
stundum býsna ósætur.
Þann 22. janúar 1986 er birt
rannsókn sem Matthías Hall-
dórsson læknir á Hvamms-
tanga kynnir, að á landinu öllu
sé lyfjakostnaður til muna
lægstur á Norðurlandi vestra og
nýtt íþróttahús er vígt á
Sauðárkróki.
I apríl er eitt tölublað
undirlagt af fféttum tengdum
flugi og flugmálum, lokið er
flugnámskeiði á Bönduósi, og
gerir Guðráður því skil þar sem
gera má helst ráð fýrir að flestir
nemendurnir hafi brotlent við
lok þess, en á Sauðárkróki eru
sjö nemendur að hefja bóklegt
nám undir leiðsögn Finns Þ.
Friðrikssonar flugkennara.
Magnús Ólafsson á Sveins-
stöðum kemur á einkavél sinni
með glóðvolgar fféttir úr
Húnaþingi og í opnugrein
fjalla heimamennirnir Sigurð-
ur Frostason og Haukur
Stefánsson ásamt Rúnari
Guðbjartssyni flugstjóra hjá
Flugleiðum um alþjóðaflugvöll
á Sauðárkróki og kosti hans.
í ársbyrjun 1987 hverfur Jón
Gauti til annara starfa, en við
ritstjórn Feykis tekur þá Ari
Jóhann Sigurðsson og var hann
við stjórnvölinn allt til vors
1988. I ritstjórnartíð Ara
Jóhanns var Feykir gerður að
vikublaði, en allt ffá fýrstu tíð
var að því stefnt að þessi háttur
yrði á útgáfúmálunum. Starf
ritstjórans varð nú verulega
umsvifameira, og lagði Ari eins
og fýTri ritstjórar áherslu á sem
fjölbreyttastan fréttaflutning.
Þá hefst fastur lausavísna
þáttur Guðmundar Valtýsson-
ar á Eiríksstöðum, en þessi
vísnabálkur hefúr lifað allt til
þessa dags og nýtur ekki síður
vinsælda nú, heldur en þegar
hann hóf göngu sína, enda
fjallað þar jöfnum höndunr urn
vísur genginna snillinga en
einnig stökur sem snerta daginn
í dag.
í blaðinu 1. apríl er sagt ffá
Þórhallur Ásmundsson ritstýrði Feyki í rúm 16 ár. Hér hefur hann verið gripinn glóð-
volgur við efnisöflun.
því að tekist hafi að bjarga
Steinullarverksmiðjunni úr
verulegum rekstrarörðug-
leikum með 60 milljóna auknu
hlutafé, og viðtal er við Jóhann
Elíasson aðstoðarmann iðnað-
arráðherra varðandi ffamtíð
þessa fýrirtækis, en einnig er
opnuviðtal við Sigurjón
Sæmundsson ffamámann í
Siglfirsku athafna- og listalífi,
sem ber yfirskriftina: „Sigl-
firðingar í söng og starfi.”
Þórhallurtekur
við Feyki
Þann 8. júní 1988 hafa enn
orðið ritstjóraskipti við Feyki,
þegar Ari Jóhann hverfur til
annara starfa, en við blaðinu
tekur Þórhallur Ásmundsson.
I starfssamningi, undirrituð-
urn af verðandi ritstjóra og Jóni
Fr. Hjartarsyni og Sigurði
Ágústssyni fyrir hönd eigenda
Feylds, segir í 1. gr.: „Ritstjóri
(Þórhallur Ásmundsson) tekur
að sér rekstur hlutafélagsins
Feykis hf. Hann er jafnffamt
áb)Tgðarmaður blaðsins og
hefur prófkúruumboð félags-
ins. Ritstjóri hefúr til ráðstöfún-
ar fýrir rekstur blaðsins allar
tekjur þess, nema 2% af
auglýsingatekjum sem renna til
félagsins”.
Nú hefur orðið veruleg
breyting á útgáfu blaðsins, þar
sem ritstjórinn ber fulla og
óskoraða ábyrgð á því, og rekur
fýrir eigin reikning.
Er skemmst ffá að segja að
Þórhallur sat í stól ritstjóra allt
frarn til þessa árs, er hann lét af
störfum vegna brottflutnings úr
héraði.
Undir ritstjórn Þórhalls
ávann FeyJcir sér fastan sess í
daglegu lífi íbúanna á Norður-
landi vestra þó eðli máls
samkvæmt væri meirihluti efnis
úr nánasta umhverfi við rit-
stjóra blaðsins. Þórhallur lagði
þó áherslu á að afla sem
gleggstra ffétta úr nágranna-
byggðum, og var hann oft fúrðu
fúndvís á efni sem sérstaklega
höfðaði til burtfluttra íbúa hins
gamla Norðvesturlandskjör-
dæmis, enda hefúr blaðið alltaf
átt sér tryggan lesendahóp á
höfuðborgarsvæðinu.
Þegar flett er gömlum
árgöngum Héraðsfréttablaðs-
ins Feykis vekur eftirtekt að í
allflestum blöðununr eru
efnismikil hetlsíðu- eða opnu-
viðtöl við allskonar fólk, sem
hefur ffá ýmsu að segja, og alltaf
hefúr rauði þráðurinn verið að
viðmælendur blaðisns segja
sjálfir ífá, en eru sjaldnar
spurðir. Nú þegar eru mörg
þessara viðtala orðin mikils
virði sem heimildir, og ljóst að
svo mun verða enn frekar þegar
ffá líður.
í þessari )firborðskenndu
yfirferð um lífshlaup frétta-
blaðsins Feykis hefúr verið
stiklað á stóru og brugðið upp
nokkrum sýnishornum af efni
biaðsins, sérstaklega frá fýrstu
árunum, en margt er ósagt sem
allteins hefði átt erindi í pistil
sem þennan.
Þá hafa verið nefirdir þeir
sem einna helst komu að útgáfú
blaðsins, en þeir voru vissulega
margir fleiri sem lögðu hönd á
plóginn. Verður ekki undan
vikist að nefna til sögunnar þá
Stefán Árnason og Særnund
Hermannsson sem urn árabil
voru mjög virkir í bakvaraða-
sveit blaðsins og munu þó
örugglega einhverjir liggja
óbættir hjá garði.
Megi héraðsfréttablaðið
Feykir eiga góða framtíð fýrir
höndunt og þjóna sístækkandi
lesendahópi um ókontin ár.