Feykir


Feykir - 28.12.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 28.12.2005, Blaðsíða 8
8 Feykir 48/2005 Jón F. Hjartarson, Hjálmar Jónsson og Stefán Árnason með glóðvolgan Feyki i Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri. Björn Björnsson stiklar á stóru í 25 ára sögu Feykis Feykir á tímamótum Þau tímamót urðu í menningarlífi Skagfirðinga föstudaginn 10. apríl 1981, að fréttablaðið Feykir kom út í hið fyrsta sinn. Efst á forsíðu, framan við nafn blaðsins er á áberandi hátt bent á að hér er á ferð “Frjálst og óháð fréttablað” og að skag- firskum sið er þetta sjónarmið áréttað frekar með hringhendu, aftan við nafn blaðsins, þar sem nafnið og ritstjórnarstefnan birtist í hnotskurn: Menning eykur eflaust hér, er það veikutn styrkur. Blaðið Feykir fréttir ber, forðast reyk og myrkur. Ekki er getið höfundar, en hér fer ekki á milli mála að stefnan er sett á að halda uppi menningarlegri umræðu, flytja fréttir, vera málsvari þeirra sem eiga undir högg að sækja og síðast en ekki síst, að skoða hlutina í réttu og björtu ljósi. Þá er á forsíðu boðað til stofnfundar hlutafélags um útgáfu blaðsins, og til þess að væntanlegir hluthafar fari ekki í grafgötur um markmið fél- agsins, eru birt drög að stofnskrá. Stórhugur aðstand- enda leynir sér ekki því í 2. gr. draganna kemur fram að: „Tilgangur félagsins er að gefa út óháð fréttablað á Norður- landi vestra” 1 næstu greinum koma fram tillögur um kosningu ritnefndar og ráðningu ritstjóra að blaðinu, og einnig að ritnefndin beri ábyrgð á að útgáfa blaðsins sé óháð, vönduð og opin fyrir ólíkum viðhorfum til bæjar- sveitar- og landsmála. Svo sem ráð var fyrir gert fór stofnfundurinn fram, og gerð er grein fyrir því í 2. tbl. frá 22. maí, stjórn kjörin, en hana skipuðu Hilmir Jóhannesson mjólkurfræðingur, sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur og Jón Fr. Hjartarson skólameistari, enda þessir að öðrum ólöstuðum aðalhvatamenn að stofnun blaðsins. Fór Jón skólameistari fyrir stjórninni. Ljóst var að ráða þurfti þegar ritstjóra að blaðinu, en þar til að slíkur starfsmaður fengist, kall- aði útgáfustjórnin til samstarfs þá Árna Ragnarsson arkitekt og Jón Ásbergsson framkvæmda- stjóra, en þeir ásamt stjóminni mynduðu svokallaða Forstöðu- nefnd, sem sá um alla efhisöfl- un og skrif í blaðið að sinni. Að sögn eins úr hópnum hittist Forstöðunefndin öll, eða að liluta nánast daglega þessar fyrstu vikur, en því miður mun fátt vera til bókfært varðandi umræður eða ákvarðanir sem teknar voru á fundum þessum. Þó er tiLbókað að á fundi þann 25. maí er samþykkt að ráða Baldur Hafstað kennara sem ritstjóra Feykis, og þegar 3. tbl. kemur út þann 24. júlí er ráðning ritstjórans kynnt og það með að hann muni hefja störf í september. Frá þeim tíma muni blaðið einnig koma út hálfsmánaðarlega. Gera má ráð fyrir að stjórnarformaður hafi haft hönd í bagga varðandi ráðn- inguna, enda um starfsmann hans við Fjölbrautaskólann að ræða, svo að heimatökin hafa verið hægari. Sjálfsagt verður seint metið til fulls hversu vel tókst til með ráðningu ritstjóra, til þess að leiða þennan unga og óreynda fjölmiðil fyrstu skrefin í átt til áhrifa og vinsælda. Ljóst var að aðstandendur Feykis ætluðu þegar í stað að láta til sín taka, því að í 1. tbl. er viðtal við formann Útvarpsráðs, Vilhjálm Hjálmarsson, sem einmitt var þá gestur á Sæluviku, ræðumaður á kirkjukvc'ildi, og ijallar Vilhjálmur m.a. um gildi landsbyggðarblaða og talar þar af áratugareynslu af útgáfu- málum á Austurlandi. Þrátt fyrir mynd inni í blaðinu, sem sýnir landfastan hafís við fjöruna framundan húsunum við Sæmundargötu, er enginn sífreri í menningar- málaumræðunni og Jón Ás- bergsson ritar hugleiðingu þar sem m.a. er drepið á varðveislu gamalla húsa, og segir þar: „Menning og minjar eiga ekki einungis að vera inni á söfnum —“ þannig segir Jón að garnla sýsluhesthúsið niegi aldrei hverfa og telur að hvorki gestir Búnaðarbankans eða Safiia- hússins muni setja ofan þó að þeir endum og sinnum reki tærnar í hrossatað. Þá er opnuviðtal við Árna Ragnars- son um skipulagsmál á Sauð- árkróki og í Skagafirði. Þegar í næstu blöðum er sótt efni til nágrannabyggðanna, þ\n að frétt er um að: „Skriður er að komast á hafnargerð á Blöndu- ósi, en lítið hefur miðað í áratugi”, og tíðindamaður blaðsins á Siglufirði kveður fast að orði í rammafrétt á baksíðu sem ber yfirskriftina: „Göturnar á Siglufirði,- engin hliðstæða í samanlagðri kristni”. f september tekur svo Baldur Hafstað til starfa og um leið kemst betri regla á útgáfu- dagana, sem verða hálfsmán- aðarlega svo sem ætlað var. Pálína á Melana Ritstjórinn er vel vakandi varðandi allt sem fféttnæmt er úr kjördæminu, og fljótlega birtist opna þar sem fjallað er um atvinnumálin og rætt við marga tíðindamenn. Eyjólf Konráð Jónsson alþingismann, Lárus Ægi Óskarsson á Skagaströnd, Garðar Svein Árnason á Hofsósi, Þórð Skúlason á Hvammstanga, Stefán Guðmundsson á Sauðár- króki, Ingimund Einarsson á Siglufirði og Hilmar Kristjáns- son á Blönduósi. Verður viðlíka úirferð um þennan málaflokk nánast að föstum lið í blaðinu með mjög reglubundnu niilli- bili. í jólablaðinu eru viðtöl við Jón Björnsson tónskáld og söngstjóra, séra Pétur Ingjalds- son og Jóhann Má Jóhannsson bónda og sldpasmið og í örstuttu spjalli með mynd inni í blaðinu segir Pálína á Skarðsá: „Ég ætla á Melana næsta sumar”. Annað starfsár sitt hefur blaðið á þeim sömu nótum sem lagt var upp með í byrjun, gamni og alvöru í bland, því í opnuviðtali er spjall við Elías B. Halldórsson, einn örfárra og ef til vill eina starfandi alvöru listamálarann utan höfuð- borgarsvæðisins, og ljallar Elías þar um lif sitt og list og drepur á það hvernig til takist að lifa af listinni á landsbyggðinni. Aftar í blaðinu er svo heilsíðuviðtal við Árna Gunnarsson frá Reykjum, sem ber yfirskriftina: „Kerlingin er tafsöm og torsótt til uppá- ferða” og má Árni þar tala af reynslu, eftir margar ferðir til Drangeyjar, og uppgöngu á dranginn Kerlingu við eyna. í byrjun febrúar ber einna hæst að knattspyrnudeild Tindastóls ætlar sér að gera góða hluti á næsta sumri, því liðinu er nú að berast verulegur liðsauki og eru þar nefndir til sögu Hermann Þórisson, Fljótamað- urinn Gústaf Bjömsson, sem gerði garðinn frægan með meistarflokld Fram, og síðast en ekki síst Akureyringurinn Árni Stefánsson, fyrn'erandi landsliðsmarkvörður og Fram- ari, sem er að flytjast heim eftir atv'innumennsku hjá sænskum. Ekki virðast sem önnur lið í kjördæminu séu farin að huga verulega að keppnistímabili komandi sumars. Þann 26. febrúar slær blaðið upp forsíðuffétt: „Hagkaup fékk grænt ljós bæjarráðs til verslunarreksturs á Sauðár- króki”, boðuð er bygging nýrrar og glæsilegrar sundlaugar á Hvammstanga og tíðinda- maður blaðsins á Blönduósi er undir verulegu álagi, jafnvel þjakaður af skemmtanahaldi: „- og dynja nú árshátíðirnar yfir og hvert þorrablótið rekur annað.” Stefán Árnason og Þuriður Harpa Sigurðardóttir við uppsetningu á Feyki á Sást.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.