Feykir


Feykir - 28.12.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 28.12.2005, Blaðsíða 7
48/2005 Feykir 7 og það kom á daginn. Borgin kom virkilega á óvart enda af ýmsum talin ein fegursta borg Evrópu. Þarna er þrifalegt og sífellt verið að lagfæra og endurbyggja. Ef nýtt hús er byggt inni í miðborginni er framhlið þess jafnan í stíl við aðrar byggingar svo að borgin hefur ótrúlega vel samræmdan heildarsvip. Fólk upp til hópa kemur þannig fyrir í klæðaburði og útliti, að hittum við það á götu í Reykjavík myndum við ekki sjá annað en það væru íslendingar. En til að gera ferðina jafn eftirminnilega og raun bar vitni varþó mikilvægust framúrskarandi leiðsögn og skipulagningu Péturs Óla. Enda kysstu hann allar konur að skilnaði. Sjálfum finnst mér þetta besta ferð sem ég hef farið jafnlanga. Péturhefurbúið í Pétursborg í áratug eða svo, höndlar með timbur og tekur á móti ferðamönnum. Hann er mjög vel að sér í sögu borgarinnar og keisaraættarinnar og nefnir sjálfan sig stundum í gamni Pétur fjórða. Romanoffkeisar- arnir urðu þrír með Pétursnafhi og Pétur okkar því réttilega hinn fjórði í röðinni. Á flugvellinum í Pétursborg stóð upp Þórarinn í Vogum, Skagafjarðarmágur, áður við yfirgáfúm rútuna og þakkaði Pétri fýrir hönd ferðahópsins. María kona hans, sem er frá Hofi í Hjaltadal, kvaddi hann svo að lokurn með vísu: Hér í borg er Pétur mikli mestur og merkja hans sér œrið víða stað. En Péturjjórði okkar er þó bestur eitda markið stíft oggagnbitað. Hjalti Pálssonfrá Hofi Glaðbeittir Skagtirðingar a kvöldbarnum é Hotel Moskva. F.v. Maria Pálsdóttir frá Hofi iHjaltadal, Erla Dviðsdóttir, Jónssonar frá Ljótsstöðum, Jóhann Guðmundsson frá Hlið, Guðrún Rafnsdóttir á Sauðárkróki, Ragnar Björnsson frá Hólum. Hitler gaf samt út þá skipun haustið 1941 að borgin skyldi brennd og um hana setið þar til íbúarnir væru annað hvort dauðir eða farnir á brott og borgin hreinsuð út af landa- kortinu. Upp úr miðju torginu rís gríðarhá ferstrend súla með ártölunum 1941-1943 en til hliðar stórar bronsstyttur af hópum fólks sitt hvoru megin. Hinn 9. maí 1945 reistu Rússar fána sinn á Reichstag, þinghúsið í Berlín, og það er dagurinn sem þeir telja endalok stríðsins. En við teljum 8. maí lokadag stríðsins. Nákvæmlega 30 árum síðar, 9. maí 1975 var vígt minnismerkið um 900 daga umsátrið. Þetta er frábærlega vel gert minnismerki og áhrifamikið. Hér logar alltaf eldur, eilífðareldurinn. Síðasti liður dagskrárinnar var ferð á veitingastaðinn Podvorja sem er margbrotið bjálkahús eins og maður væri korninn til Skandinavíu. Þar beið okkar 5 rétta málsverður þar sem við sátum í tvo og hálfan tíma og vodki og rauðvín eins og hver vildi. En það varð hver að passa sig. Heimferðin á hótelið tók talsverðan tíma vegna þungrar umferðar, „skálað og sungið” að hætti Skagfirðinga á leiðinni og sagðar sögur í hljóðnemann. Til heiðurs Pétri leiðsögu- manni okkar ffá Vindheimum var borin fram sagan af Markaleifa og fjármarkinu á Vindheimum. Þaðerstífthægra og gagnbitað vinstra og hefur orðið ffægt vegna setningar sem flaut af vörum Marka-Leifa. Hann mætti eitt sinn Elínu Sigmundsdóttur, þá ungri stúlku, á hestbaki á förnum vegi og spurði hvaðan hún væri. Hún kvaðst vera ffá Vindheimum. Hjörleifúr svar- aði ekki strax en horfði á markið á hesti heilnar og mælti svo: „Stendur heima, stíft og gagnbitað.“ Þriðjudagur 11. október Nú var runninn upp brottfarardagur. Veðrið hafði leikið við okkur alla dagana, hiti um 8-12 gráður og oftast sólskin, en á þessum tíma er oft slydda eða jafúvel farið að snjóa í Pétursborg. Pétur skrapp með þá sem fara vildu kl. 10 í gönguferðyfiríþjóðargraffeitinn sem er örskammt frá hótelinu. K1 hálftólf stigum við í rútuna og héldum áleiðis út á flugvöll. Pétur vildi hafa tímann fyrir sér ef umferðartafir yrðu á leiðinni en svo reyndist ekki og vorum við í góðum tíma á vellinum. Flugstöðin í Pétursborg er fi'n en fámennt þótti okkur þar. En þrjú öryggishlið þurftum við að ganga í gegnum með pípi og rneira að segja fara úr skónum. Flogið var af stað rúmlega tvö að staðartíma og kornið til Kaupmannahafúar fyrir tvö að staðartíma. Fórum við svo nokkur með lestinni inn í borgina og þrömmuðum í tilgangsleysi um Strikið en fengum okkur þó að borða. Margir þekkja Strikið, þessa aðalgöngu- og verslunargötu Kaupmannahafnar. En fyrir þá sem ekki hafa komið þangð má lýsa henni þannig: Hún er ekki lengri en svo að venjulegur karlmaður gengur hana á 15-20 mínútum en ef konur leggja þar leið sína rná reikna með 4-6 klukkutímum. Á tíunda tímanum lentum við í Keflavík og kuldasveljan tók á móti okkur, fr ost og smáél. Þá var ekki annað eftir en kveðjast og hver hélt heirn til sín. Þessi litli hópur hafði blandast vel og allir ákaflega ánægðir með ferðina. Pétur nefndi það í upphafi ferðar að e.t.v. myndi hún breyta áliti okkar og viðhorfi til Rússlands SAMVINNUBOKIN og KS-BOKIN Tveir ffóðir kostir til ad ávaxta spariféð þitt KS-bókin cr með 3,7H/o vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð ScUTivinnubókin cr með lausri bindingu, nafnvextir 8.5%, ársávöxtun 8.68% Hafið þið séð betri vexti? Innlánsdeild KS HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Sérfræðikomur í janúar VIKA 2 Haraldur Hauksson, æðaskurðlæknir VIKA 3 Bjarki Karlsson, bæklunarskurðlæknir VIKA 4 Edward Kiernan, kvensjúkdómalæknir VIKA 5 Sigurður Albertsson, skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022 . ? Llatflll- I SSd,Sfof""m"

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.