Feykir


Feykir - 28.12.2005, Blaðsíða 10

Feykir - 28.12.2005, Blaðsíða 10
lO Feykir 48/2005 Jóhannes S. Kjarval. Málaói altaristöfluna sem þótti vera sögufölsun. Sauðárkrókur Stvttist í þrítugustu íbuðina hjá Búnöldum Enn er byggt af fullum krafti á vegum Byggingafélagsins Búhölda á Sauðárkróki og styttist nú í að þrítugasta íbúðin á vegum félagsins verði afhent. Eins og áður hefur komið fram í Feyki hafa Búhöldar byggt við göturnar Forsæti og Hásæti sem eru skammt ofanvið Sjúkrahúsið Króknum. Nú er svo komið að ekki eru tiltækar lóðir sem má byggja á við þær götur og því eru nú tvö hús í bygginguviðgötuna Laugartún sem er í ffamhaldi af Hásætinu. Að sögn Þórðar Eyjólfssonar formanns Búhölda er stöðug eftirspurn eftir að komast inní félagið og eignast íbúðir í hverfinu. Ibúðirnar sem Búhöldar byggja eru 101 ferm. að stærð ásamt 28 ferm. bílskúr og kosta fúllfrágengnar um 15 miljónir króna. Þetta eru timburhús tvær íbúðir eru í hverju húsi og bílskúrarnir á milli íbúðanna og er því nánast eins og um einbýlishús að ræða. Nú er unnið að krafti við íbúðir 29 og 30 og sagðist Þórður vonast til að þær verði aíhentar í mars á næsta ári. Þá bíður tilbúin gólfþlata fyrir næstu tvær íbúðir, en þetta nægir enganveginn til að anna eftirspurninni að sögn Þórðar. Það er Trésmiðjan Björk sem byggir fyrir Búhölda og hefur gert nánast ffá því félagið byrjaði starfsemi áárinu2000. ÖÞ: Afmæliskveðja til Alþýðulistar___________________ Handverk er ekki bara handverk Kveðja til Alþýðulistar, félags handverksfólks í Skagafirði, á 10 ára afmæli félagsins Þið sem þekkið svo vel hvernig hugmyndir mótnst þróast í hljóði, i höföitm velkjnst og brjótast. Tilraun á tilraun ofan unsfarvegþœrfmna taka á sig mynd sem lýsir svo til okkar hinna. Okkur þið eruð svo miklu meira en þið haldið. Sem orkuver landsins, þið straumhvörfum stöðugt valdið; Því handverk er hugverk ogþetta er hlutverk þess mœtast: það hvíslarsvo Ijúft: “Láttu draumana þína rœtast!" Því andann nœrir annarra sköpun að skoða. öllum erhvatningsá kraftur sem framkvœmdir boða. Hendursem vinna úr hugans leiftrandi myndum hinafœrirað lífsins flœðandi lindum. Aldrei látið því af að skapa og móta! Áfram loftð okkur að neyta og njóta! Með kærri kveðju og framtíðaróskum, desember 2005, Anna Margrét Stefánsdóttir Undir Borginni - Rúnar Kristjánsson skrifar Hofdala-Jónas Þegar ég á leið yfir Héraðsvatnabrúna fremri, er það vani minn að hugsa hlýtt til Hofdala-Jónasar. En af hverju sérstaklega þar? Jú, vegna þess að Jónas dvaldi í skúr þarna við brúna, Blönduhlíðar megin, í hátt í tvo áratugi. Þar sinnti hann hliðvörslu sem starfsmaður mæðiveikisvarna og gladdi mann og annan með líflegum kveðskap og héraðsvænum mannkostum. Það þótti mörgum gott að koma að Brúarvöllum í þá tíð, eins og skúrinn hans Jónasar var nefndur, og ekki vantaði að vísur færu á flug, þarna við brúarsporðinn. Það sem gerir þennan stað enn gróskumeiri í mínu hugartúni, er að þarna mun Jónas hafa ritað að mestu endurminningar sínar og þær eru mikils virði og segja margt urn mannlíf fyrri daga. Ekki get ég annað fundið en Jónas greini vel frá mönnum og málefhum og vænt þykir mér um þessa bók hans sem þeir kapparnir Kristmundur á Sjávarborg og Hannes Pétursson sáu um útgáfu á. En sem sagt, þegar ég á leið þarna um, hugsa ég hlýtt til höfðingjans sem dvaldi þarna í skúrnum, sennilega í fýrsta sinn nreð aðstæður til að sinna hugðarefnum í brag og bögu - og sögu. Mikið var gott að hann skyldi geta notið sín þarna og skilað ffá sér þessari ágætu lífssögu. Og sem fýrr segir, enginn var svikinn af því að hitta Jónas þarna á sínu andans óðali: Létt við alla er litu inn lét hann gjalla strenginn sinn, bögusnjallan bragleikinn, Brúarvalla höföinginn. Einhver skagfirskur mynd- höggvari hlýtur að vera til sem getur höggvið til stein í minningu Jónasar. Þeim steini rnætti koma fýrir sem næst þeim stað þar sem skúr hans stóð. Það væri notalegt að geta staldrað þar við, hjá slíkum minningarsteini, og hugleitt líf sem var og líf sem er. Ekki væri verra, að höggvin yrði í þann stein hin skemmtilega vísa Jónasar: “Bregst ei þjóð á Brúarvöllum Braga-glóð - sem aldrei dvín, en skagfrskt blóð er í þeim öllum sem ehkafljóð ogdrekka vín." Hofdala-Jónas lagði sitt- hvað inn í mannlífið á sinni tíð. Hann var maður sem kunni bæði að skemmta sjálfum sér og öðrum. Erþeysa tnennfagnandi um grundirnar grænu oggrípa upp fleygana léttir á brá, Hofdala - Jónasar vísurnar vœnu verð alltafkveðnar af syngjandi þrá. Hann orti bögur með braglétta tóna, bögur sem alls staðar gleðinni þjóna! ******** Rúnar Kristjánsson gómsætt gott ^ hjá/Jóní/Vouv ^ Nú verða gefhar uppskriffir að tilvöldum smáréttum til að hafa í áramótateiti. Fylltar tortillur 1 pk mexíkanskar hveitikökur Itortillur) 1 bakki klettasalat Iruccola) 200 g reyktur lax 1 krukka guacamole 1 krukka ostasósa (mexíkósk) Þá eru tortilla-kökurnar hitað- ar á þurri pönnu, reykti laxinn skorinn í sneiðar. Síðan er sósunum smurt á kökurnar, reykti laxinn lagður þar ofan á og klettasalatið ofan á laxinn og vafið þétt upp í lengjur. Skorið í hæfilega bita og sett á fat. Athugið að hver biti á vera um það bil góður munnbiti. Melónupinnar 1/2 cantalopumelónur 1 -2 bréfþurrkað hangikjöt frá Kjötkróki 1-2 bréfhrá skinka frá Kjötkróki Melónan er skorin í litla bita eða kúlur. Hangikjötið og skinkan er vafið utan urn melónubitana og tannstöngli eða pinna stungið í gegn. Mozzarella snittur 1 stk Snittubrauð 4 stk tómatar 2 stk Mozarella-kúlur 1 bakki klettasalat 1 krukka pestó Itegund eftirsmekk) 4 msk smjör Snittubrauðið er skáskorið og ristað á heitri pönnu upp úr smjörinu. Tómatarnir og mozzarellan skorið í sneiðar og síðan er klettasalatið, tómatarnir og osturinn raðað á brauðsneiðarnar í þessari röð. Hálf til ein matskeið af pestói sett á toppinn! Vola! Ostasalat 1 stk mexikó-ostur 1 stk pipar-ostur 1 stk brie-ostur(t.d. Bóndabríe) 1 stk blaðlaukur Ihvíti hlutinn) 1/2 rauð paprika 1/2 gul paprika 20-30 stkblá vínber 20-30 stkgræn vínber 1 lítil dós mayones 1 dós sýrður rjómi Ostarnir skornir í litla bita, paprikan og blaðlaukurinn eru einnig skorin í svipaða stærð og osturinn, vínber skorin í tvennt og steinar teknir. Öllu blandað saman í skál, mayonesið og sýrði rjóminn hrært útí. Látið standa í kæli í a.m.k. sex tíma. Gott að bera ffam með til dæmis snyttubrauði eða kexi. Heit ídýfa 1 dóssalsasósa 1 dós rjómaostur (hreinn) 1/2 poki rifinn ostur Salsasósan og rjómaosturinn er hrært saman og sett í eldfast form. Ostinum stráð yfir og bakað í oíhi. Borið ffam heitt með til dæmis tortilla flögum. Gleðilegt dr og takkfyrir það gamla, Jón Daníel reyni sig við uppskriftir Jóns. Hrá- efhið sem Jón Dan notar er hægt að nálgast í Skagfirðingabúð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.