Feykir


Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 4

Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 4
4 Feyfdr 01/2006 Árni Gunnarsson ritstjóri Feykis tók saman Fréttaannáll ársins 2005 - síðari hlutí Sumarið 2005 var fremur þurrt og kalt og hófst heyskapur nokkru seinna en árinu áður af þeim sökum. Reyndar var svo úrkomulítið að víða mátti sjá á ræktuðu landi hvar jarðvegur var grunnur en þar gulnaði gróður fyrir þurk. Birgðir minnka Mjólkursamlag KS á Sauðár- króki fagnaði 70 ára afrnæli í júlí, en þann 16. júlí 1935 var í fyrsta sinn lögð inn mjólk í samlagið. I fréttaviðtali við Feyki gat Snorri Evertsson, samlags- stjóri þess að birgðir hjá sam- laginu væru að minnka í stað þess að aukast eins og venja væri á þessum árstíma. Þetta mátti rekja til aukinnar neyslu en síðar á árinu stefndi í mjólkurskort vegna þessa. Grettisból Vestur Húnvetningar hófu framkvæmdir við Grettisból á Laugarbakka í Miðfirði, fræðslu- og menningarsetur með skemmtiívafi, byggt á sögu Grettis sterka Ásmundssonar frá Bjargi í Miðfirði. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum sumarið 2006 en hlutafélagið Grettisból ehf. stendur að uppbyggingunni, sem m.a. tengist árlegri Grettishátíð. Hjólað og gengið... Eggert Skúlason, veiðimaður nreð meiru, hjólaði yfir Norðvesturland á leið sinni rangsælis umhverfis landið og safnaði áheitum fyrir Hjarta- vernd. Haltur leiddi síðan blindan þegar Guðbrandur Einarsson, bóndi og kennari (nær blindur) og Bjarki Birgisson, afreksmaður í sundi (hreyfihamlaður) gengu í gegn um Skagafjörð og Húnavatns- sýslur í lok júlí. Tilgangurinn var að vekja áhuga á málefhum barna nreð sérþarfir en í Húnaþingi tafðist för vegna hitabylgju. ...og skokkað Skokkhópur Árna Stefánssonar, íþróttakennara á Sauðárkróki, var í stuði á síðasta ári. I júli var meðal annars sóttur heim Jón bóndi í Gautsdal og skokkað þaðan yfir Litla Vatnsskarð, Víðidal og Kálfadal. Þeir allra höðustu hlupu alla leið í heita pottinn á Króknum. Vel heppnað Þriðju helgi í júlí héldu Króksarar upp á Hafnardag líkt og lög gera ráð fyrir og á Blönduósi var mikið um að vera á hátíðinni Matur og menning. Fjöldi fólks í bænum. Samvinna var um auglýsingar á þessum viðburðum sem þóttu báðir heppnast vel. Metaðsókn var í Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð en þangað komu yfir 7000 gestir í júlí. AGUST Vel viðraði seinnipart júlí- mánaðar og í byrjun ágúst. Fyrstu daganir voru hýir og sólríkir á Norðvesturlandi en úr þvf versnaði tíðin. Kólnaði eftir því sem á leið og undir lok mánaðarins gerði næturfrost og gránaði í fjöll. I/eslunarmannahelgin Frjárlsíþróttabörn úr Tindastóli, ásamt fylgifiskum, skelltu sér í keppnis- og skemmtiferð til Svíþjóðar um verslunarmanna- helgina. Vestur Húnvetningar héldu Grettishátíð og síldar- ævintýrðið var að venju endur- vakið á Siglufirði. Á Ábæ í Austurdal komu sarnan 250 kirkjugestir víðsvegar að af landinu til að hlýða á messu. Séra Ólaíúr Hallgrímsson messaði, Anna María Guðmundsdóttir lék á orgel og leiddi söng og Kristín Helga Bergsdóttir lék á fiðlu. Systkyni Helga heitins Jónssonar á Merkigili, ffá Herríðarhóli í Rangárþingi buðu í kafifi á Merkigili að loldnni guðsþjónustu. Blönduóslöggan Blönduóslöggan var á vaktinni um verslunarmannahelgina og kærði 150 ökumenn fýrir hrað- akstur. Sá sem fór rnest var 17 ára ökumaður mældur á rúmlega 150 km/klst. Landbúnaðrrisi Sveitir ehf. keypti Fóður- blönduna lif. og fóðurblönd- unarfýrirtækið Bústólpa á Akureyri, sem bæði voru í eigu Lýsis hf. Fóðurverksmiðjan í Vallhólma rann inní þessa einingu en fýrir áttu sveitir Áburðarverksmiðjuna hf. Varð með þessu til öflugasta fýrirtæki sinnar tegundar á landinu. Sveitir ehf. er í eigu kaupfélaga ogVÍS. Lambakrullur En það voru ekki bara risarnir í atvinnulífinu sem vöktu athygli. Á bænum Lambanessi i fjótum var opnuð hátsnyrtistofan Lambankrullur og að sögn eigandans Elínar Ólafsdóttur, hárgreiðslumeistara, meira að gera en búist var við. Vigdís á Hólahátíð Hólahátíð fór að venju fram aðra helgi í ágúst. Vigdís Finnbogadóttir, f)Tr\'erandi forseti var ræðumaður á hátíðarsamkomu. ísak Harðarson flutti ljóð og Kammerkór Akranes. Kórinn hélt síðan tónleika í Miklabæjarkirkju í heimasveit stjórnandans Sveins Arnars Sæmundssonar. Á Króknum var haldið Króksmót í knattspyrnu og tóks með miklum ágætum. Landbúnaðarsýning Fluga hf. stóð fýrir vel heppnaðri landbúnaðarsýningu í Reið- höllinni Svaðastöðum dagana 19.-21. ágúst. Um 1.500 rnanns komu á sýninguna og sýnendur seldu vélar, tæki og búnað fýrir tugi milljóna króna. Var ákveðið að landbúnaðarsýning í Reið- höllinni yrði endurtekin að ári. Menningarnótt Rokksöngleikurinn Hei þú! var sýndur fýrir fúllu húsi á Menningarnótt í Reykjavík og gengu aðstandendursönleiksins þar með á bak orða sinna um að flytja hann einungis einu sinni. Endorfínfiklar fjölmenntu á Menningarnótt til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Gæsaveiðin Gæsaveiði hófst 20. ágúst og fór rólega af stað. Meðal þess sem veðimenn lcvörtuðu yfir var að gæsir sæjarust ekki á hefð- bundnum veðislóðum á hún- vetnsku heiðunum. Var aukn- um mannaferðum kennt um. Sumarslátrun Lambakjöt seldist vel á árinu og þegar sumarslátrun hófst í lok ágúst var skortur á kjeti. Áhugi bænda á sumarslátrun var hins vegar lítill og minni en búist var við, þrátt fýrir hærra verð og staðgreiðslu afurða. SEPTEMBER September var kaldur og úr- komusamnur. Segja má að vetur hafi sest að í mánuð- inurn. Þ\/erárfjall Síminn var seldur og hluti af andvirði hans rann til samgöngumála. Ríkisstjórnin tilkynnti í byrjun september að 300 milljónum króna af símapeningunum yrði varið til Þverárfjallsvegar. Samkvæmt mati Vegagerðarinnar nægir þessi fjárveiting til að ljúka veginum en ffamkvæmdir eiga að hefjast á árinu 2007. Hólarstækka GuðniÁgústsson, landbúnaðar- ráðherra, vígði 43 nýjar íbúðir í 9 húsum fýrir nemendur Hólaskóla. íbúðir nemenda- garðanna eru frá því að vera einstakJingsíbúðir upp í fimm hverbergja íbúðir. Stefiit er að því að byggja í heild rúmlega 70 búðir. Fjárlagaffiumvarpið boð- aði aukið fé til reksturs skólans. Hafíssetur Bæjarstjórin á Blönduósi lagði blessun sína yfir hugmyndir um byggingu hafi'sseturs í bænum enda skemmst að minnast þess þegar risastóran borgarísjaka rak inn á Húnaflóa fýrr á árinu. Samþykkt var að bærinn leggði til 6 milljónir króna til uppbyggingar og reksturs setursins. Stofnfé eftirsótt Sparisjóður Skagafjarðar jók stofnfé sitt um rúmlega 26 milljónir króna í september. Færri fengu en vildu. Kornuppskeran Ótíð hamlaði kornskurði. Vel gekk að þreskja fjrstu dagana en hríðarveður, bleyta og hvassviðri gerði kornbændum lífið leitt næstu vikur og mánuði. Uppskeranvarðundirmeðallagi og sumsstaðar náðist ekki að slá akrana. Hættkominn Gunnar Tómas Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, var hætt kominn þegar hann varð fýrir gaseitrun við tæmingu áburð- arkjallara í fjárhúsum sínum. Hann var fluttur meðvitundar- laus með sjúkraþyrlu á Lands- spítalann en náði fullum bata. Laxveiðin Vel veiddist af laxi í laxveiðiám landsins. Húnavatnssýslur skarta mörgum af bestu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.