Feykir


Feykir - 04.01.2006, Page 8

Feykir - 04.01.2006, Page 8
Undankeppni Eurovision___ Bassi til Grikklands? Skagfirðingurinn Hörður G. Ólafsson er meðal höfunda sem keppa í forvali fyrir Júróvisjón-keppnina sem fram fer í Aþenu í Grikklandi þann 18. maí næstkomandi. Nokkrir fýrrverandi sigur- vegarar undankeppninnar hér heima eiga lög í forvalinu. Hörður, eða Bassi eins og hann er nefndur, náði næstbesta árangri Islendinga { keppninni með laginu Eitt lag enn. Nýja lagið nefnir hann 100%. Fréttaannáll Feykis_________ Bæjarstjórinn sprakk ekki Þau leiðu mistök urðu í fréttaannál í síðasta tölublaði Feykis frá nýliðnu ári að fullyrt var að bæjarstjórinn á Blönduósi hefðisprungiðáútmánuðum síðasta árs. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum sent skýrast af þ\'í að stafurinn n lenti vitlaus megin við i-ið og úr varð bæjarstjórinn í stað orðsins bæjarstjórnin, sem sprakk á liðnum vetri eins og menn muna. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi. Spakk alls ekki á síðasta ári og erbeðin velvirðingar á stafavíxlinu. Mynd.ÁG Villan uppgvötaðist við próarkarlestur en leiðréttingin skilaði sér því miður ekki. 545 4100 bustadur.is BÚSTAð CJ R RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki @ rafsjá hf * 455 5300 KB Tekjuvernd rn KB B A N K I !■■■ -kraftur til þín! Kaupfélögin á Hvammstanga og Sauðárkróki í samstarf Skagaströnd Nýtt einkahlutafélag um slatrun á Hvammstanga Fulltrúafundur í Kaupfélagi Vestur Húnvetninga á Hvammstanga (KVH), samþykkti 29. desember að stofna með Kaupfélagi Skagfirðinga(KS),hlutafélag um rekstur sláturhúss á Hvammstanga. Reksturinn verður í núverandi húsnæði Sláturhúss KVH á Hvammstanga en verðgildi hússins e metið 225 milljónir króna. Hið nýja hlutafélag heitir Sláturhús KVH ehf og er hlutafé þess 105 milljónir króna. KVH er. Hlutafélagið verður 50% í eigu KVH og 50% og 50% í eigu KS. Reiknað er með að starfssemi hússins verði með svipuðu sniði og verið hefur, þ.e. haustslátrun á um 60 þúsund fjár, grófvinnsla, sögun og úrbeining Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ff amtíð verslunar KVH á Hvammstanga. Þrír kostir eru í stöðunni. Að kaupfélagið reki hana áfram, að aðilar á Hammstanga taki að sér reksturinn eða að Samkaup reki verslunina. Vöruflutningadeild KVH var seld Vörumiðlun 31. desember. Verðið hefur ekki verið gefið upp en að sögn Valgerðar Kristjánsdóttur, kaupfélagsstjóra, er það ásætt- anlegt. Séra Fjölnir prestur Valnefnd í Skagastrandar- prestakalli í Húnavatnspró- fastsdæmi ákvað á fundi sinum þann 21. desember sl að leggja til að sr. Fjölni Ásbjörnssyni verði veitt embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli en fimm umsækjendur voru um embættið. Séra Fjölnir útskrifaðist ffá Guðffæðideild Háskóla Islands vorið 2000 og vígðist haustið 2002 til afleysinga á heimaslóðum sínum á Sauðárkróki. Hann hefur síðan leyst af í námsleyfi sóknarpresta í Vestmannaeyjum, Höfn og nú í vetur í Tálknafjarðar- og Bíldudalsprestakalli.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.