Feykir


Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 3

Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 3
10/2006 Feyldr3 Undir Borginni - Rúnar Kristjánsson skrifar Um góðan íslandsvin Oft heyrum við talað um menn sem sagðir eru íslandsvinir. Þá er átt við útlendinga sem tekið hafa ástfóstri við land og þjóð. Menn sem hafa hrifist af sögu okkar og menningu. í augum slíkra manna hefur íslensk þjóðmenning ávallt staðið fyrir sínu. Mætti margur í þessu landi huga að þeim vitnisburði, ekki síst nú þegar ýmis öfl virðast vilja níða þá menningu niður og lítilsvirða þjóðararf okkar. Nú er orðið nokkuð hljótt um nöfn manna sem á sinni tíð voru afburða miklir fslandsvinir, menn eins og William Morris, William Paton Ker og Sir William Alexander Craigie. Minningu þessara manna ættu allir góðir í slendingar aðheiðraásvipaðan hátt og Grímseyingar heiðra minningu Daniel Willard Fiskes, síns velgjörðamanns. Margt mætti segja um þessa þrjá íslandsvini sem ég hef hér nefnt, en ég ætla aðeins að fara nokkrum orðum um einn þeirra, Sir William Alexander Craigie. íslendingur sem þekkti vel til ævistarfs Craigies, taldi að hann hefði að mestu unnið í íslands þágu síðustu tuttugu ár ævi sinnar. Ritverk hans um ísland voru þrungin góðvilja til lands og þjóðar og ekki vann hann þau verk til að hagnast. Fyrir bókmenntasöguna The Ice-landic Sagas sem fyrst kom út 1913, fékk hann greidd 20 sterlingspund. Hálffi öld síðar var sala þeirrar bókar enn viss og stöðug. Það var líka Craigie sem átti mestan þátt í útgáfu og aukningu orðabókar þeirrar sem kennd er við Guðbrand Vigfússon, þótt sannað þyki að hún hafi byggst að mestu á verkum Konráðs Gíslasonar, enda ædaðist Craigie til að bókin yrði kennd við hann þó öðruvísi færi. En nú vil ég fara nokkrum orðum um aðkomu Craigies að tilteknum íslenskum bókmenntamálum. Margir munu kannast við vísu Bólu- Hjálmars: Blómstrum skreyta leturs lönd líst mér ellin banni; von erstirðni helköld hönd hálfnírœðum manni. Á sínum tíma var þessi vísa þýdd á enska tungu af íslensk- um manni sem flutt hafði fulltíða vestur um haf. Kom sú þýðing fr am í bók einni þar sem Dr. Richard Beck hafði safnað saman ýmsum þýðingum íslenskra kvæða á ensku. Þegar Craigie kom hingað til lands, ásamt konu sinni, á Alþingishátíðina 1930, hitti hann Dr. Richard í Reykjavík og gaf doktorinn honum þá eintak af þessari bók. Craigie sem var flugfær í íslensku og afar vel að sér um íslenskan skáldskap, leit í bókina við fýrsta tækifæri og var ánægður með margt þar, en þýðinguna á umræddri visu Bólu-Hjálmars taldi hann ekki ffambærilega. Craigie var mikill aðdáandi Hjálmars og þekkti vel til verka hans, hafði enda þýtt ýmislegt eftir hann. Gramdist honum hvernig farið hafði verið með þessa ágætu stöku í þýðingunni og lét þess getið að þar þyrfti að bæta um. Hugsaði hann sig um dálitla stund og sagði svo við viðmælanda sinn: “ Ég held að betra væri að hafa þetta svona: To trace with skill the lettered page Is now a task too weighty; The hand must needs grow stijf with age When one is five-and-eighty. Og víst munu flestir telja þetta góða þýðingu. Sir William Craigie vann geysilega mikið verk í þágu íslenskra bókmennta sem fýrr segir og mun hann hafa litið á ísland sem sitt annað föðurland. Það var draumur hans að stuðlun yrði tekin upp í ljóðagerð enskumælandi þjóða, að íslenskri fýrirmynd. Hann reyndi oftast að fýlgja íslenskum bragreglum í þýðingum sínum og aðgætti frumtexta vel í því skyni að gómsætt* i gott ^ hjá/Jóní/Vcw/ 1 ^ Nú þegar að ráðherrar landsins hafa opinberlega tekið í notkun V erið á Eyrinni sem er miðstöð fiskeldis á vegum Hólaskóla, ásamt fleiru, þá kem ég með uppskrift af Hólableikju. Hólableikja 4 stk góð bleikjuflök lOstksveppir 2 stk hvítlauksgeirar 4 msk olivuolia 2 msk sojasósa 2 msk sérrí 2 msk púðursykur 1/2 stk chili (saxað) saltog pipar Bleikjuflökin eru snyrt vel og beinhreinsuð og athugið að það þarf að plokka bein úr hnakkastykki. Hvítlaukurinn er maukaður í blandara ásamt olívuolíunni, 2/3 af hvítlauks- olíunni er hellt í eldfast form og dreift vel úr henni. Þá er sojasósu, sérríi, púðursykri, chili og afgangnum af hvít- lauksolíunni blandað saman í skál. Sveppirnir eru skornir í sneiðar og lagðir í eldfasta forrnið sem áður var getið. Bleikjuflökin eru skorin í tvennt til þrennt eftir smekk og lögð ofan á sveppina með roðið upp. Kryddað yfir með salti og pipar og sojakrydd- blöndunni sem búið var að blanda í skál er ausið yfir silunginn með matskeið. Bakið í 120 gráðu heitum ofni í 15-20 mínútur. Lauksulta með bökuðwn silungi 6 stk laukur 1/2 flaska rauðvín 2 bollarsykur 2 bollar hlynssiróp 1/2 msk koriander fræ 2 msk smjör Laukurinn skrældur og skorinn í sneiðar. Smjörið brætt í potti og laukurinn settur út í og látinn linast - ekki brúnast! Þá er rauðvíninu, sykrinum, hlynssírópinu og koriander fræjunum bætt útí og látið malla á vægum hita þar til vökvinn er að mestu horfinn og innihald pottsins orðið að sultu. Má bera ffam heitt eða kalt með silungnum. Hvítlaukskartöflur 6 stk stórar kartöflur 4 stk hvítlauksrif halda kenningum og orðsmíði til eins mikillar fúllnustu og honum var unnt. Þegar hann var hátt á níræðisaldri sá hann enska þýðingu á vísu Arnórs jarlaskálds í Þorfinnsdrápu: Björt verður sól að svartri, sökkrfold í mar dökkvan, brestr erfiði Austra, allr glymr sœráfiöllum, áðr at Eyjum fríðri (inndróttar) Þotfinni (þeim hjálpi goð geymi) gœðingr mynifœðask. Ekki var Craigie ánægður með þýðinguna, en einmitt þetta erindi úr Þorfinnsdrápu taldi SigurðurNordal ort undir beinum áhrifum ffá Völuspá ( sbr. sígr fold í mar, sökkr fold í mar) Craigie orti erindið upp á ensku, sendi það til Snæbjarnar Jónssonar með þeim orðum að skárri væri þessi þýðing en hin. Þýðing Craigies var eftirfarandi: The shining sun shall darken, The land sink in the main, The waves o'erfiow the hiU-tops, The heavens be rent in twain, Before upon these islands Shall come again to reign A nobler earl than Thorfinn; May God him longsustain. Ætti að sjást á þessum dæmum, að skilningur Sir Williams Craigie á íslenskri bragsmíði var skýr og sór sig í ættina á þjóðlega vísu. Þessi ágæti íslandsvinur lést 1957, þá nýorðinn níræður að aldri. Það væri gott ef íslenskir 4 msk olívuolía 1 búntsteinselja I peli rjómi saltog pipar Kartöflurnar eru þvegnar mjög vel og skornar í sneiðar eða báta. Olívuolía, steinselja og hvítlauksrif rnaukuð saman í blandara og hellt í eldfast form, dreift vel úr. Kartöflurnar settar í formið og velt vel upp úr olíunni, kryddað yfir með salti og pipar, rjóma hellt yfir og bakað í 30-40 mín við 150 gráður. Verði ykkur að góðu! Kveðja, Jón Daníel BFeykir hefur fcngið Krók til að sjá um matarhorn í Feyki og er upplagt að áskrifendur setji upp kokkhúfuna og reyni sig við uppskriftir Jóns. Hrá- efnið sem Jón Dan notar er hægt að nálgast í Skagfirðingabúð. bókmenntamenn væru allir jafn tryggir og hollir andlegum þjóðarauði okkar og menn eins og Sir William Alexander Craigie og hans líkar voru á sinni tíð. Þá hygg ég að margt væri í betra horfi í þeim málum en verið hefur í seinni tíð. Má með sanni segja um Craigieaðhann hafi orðið vinur íslenskrar þjóðmenningar aflífi og sál. Honum var það ánægja og skylda að gera veg hennar sem mestan. Hann elskaði mál okkar og hyllti fegurð íslenskrar tungu til hinstu stundar: Sir William Craigie came asfriend and called it pleasure-duty. He loved our tongue and to the end was taken by its beauty. Megum við eignast sem flesta slíka að vinum og velunnurum. Rúnar Kristjánsson molar Körfubíll í Skacjafjörd Fyrir skömmu bættist við tækjabúnað Brunavarna Skagafjarðar. Þar er um að ræða körfubíl af gerðinni Volvo F720 árgerð 1983 og með lyftugetu upp á 22.7 m. Bíllinn var keyptur af Slökkviliði Akureyrar og er í góðu ástandi. Körfubíllinn mun auka til muna getu slökkviliðins til björgunar og aðra vinnu við hærri byggingar og með henni eykst til muna öryggi slökkviliðsmanna við slökkvistörf auk þess sem öryggi íbúa sveitarfélagsins eykst, eins og segir í fréttinni. EflausthafaKróksararþegar orðið varir við körfubílinn því slökkviliðsmenn hafa verið við æfingar á honum víðsvegar um bæinn. Róbert þjálfar Neista Neisti í Hofsósi eru búnir að ganga frá ráðningu á þjálfara fýrir m.fl. karla, en liðið leikur í sama riðli og Tindastóll og Hvöt. Róbert Haraldsson sem þjálfaði Hvöt frá Blönduósi sl. keppnistímabil varð fyrir valinu og eftir því sem fregnir herma tók hann við liðinu 1. mars sl. Róbert hefur farið nokkuð víða á knattspyrnuvellinum og verið með fjölda liða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.