Feykir


Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 8

Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 8. mars 2006 :: 10. tölublað :: 26. árgangur SKAGFIRÐINGABRAUT 29 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI453 6622 Óvenju mikill hvalreki á Garðssandi í Hegranesi Þrír hvalir og einn útselur Búið að draga dýrin saman og eins og sjá má er tófan farin að gana í. Óvenju marga hvali hefur rekið á Garðssandsfjöru við Hegranes í Skagafirði að undanförnu. Vitað er um að minnsta kosti þrjá hvali og einn útsel sem fundins hafa á fjörunni. Hvalirnir þrír sem rekið hefur á Garðssandi við Hegranes í Skagafirði, eru háhyrningur og tvær hnýsur. Þeir fundust fyrir nokkru og hafa ábúendur í Garði og Keflavík m.a. skoðað gripina f)TÍr nokkru. Allmargar vikur eru síðan fýrsta hvalinn rak og eru tófur og vargur farnin að gana í hræin. Því var gripið til þess ráðs að færa þau saman í þeim tilgangi að að athuga hvort unnt væri að liggja fyrir rebba við hræin. Óvenju mikið hefur Háhyrningurinn strandaður 22. febrúar. sést af tófu í Hegranesinu undanfarið að sögn bænda. Rétt er að brýna fyTÍr þeim sem rekast á hvalshræ, að tilkynna það, eins og reglur bjóða, til viðkonrandi heilbrigðiseftirlits og til Hafrannsóknarstofnunar. Rökkurkórinn í Skagafirði_____ Tónleikar á laugardag I frétt af vetrarstarfi Rökk- urkórsins í Skagafirði í síðasta Feyki láðist að dagsetja tónleika kórsins er verða í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. mars. Þeir hefjast þeir kl: 16:00 en um klukkan 21:00 að kveldi sama dags verða tónleikar í Sólgarðaskóla í Fljótum. Þá láðist að geta effirnafns annars af gestaeinsöngvurum á vortónleikum kórsins en þeir eru Alexandra Chernyshova, tónlistarkona á Hofsósi og Ari Sigurðsson, frá Holtsmúla. Nýtt veiðihús við Blöndu Eitt qlæsilegasta veiðmús landsins Harpa Hlín Þórðardóttir framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Lax-á, sem er leigutaki Blöndu, segjir að nýja veiðihúsði við Blöndu í Langadal verður eitt glæsilegasta veiðihús landsins, en það verður opnað í byrjun veiðitíma í sumar. Landeigendur við Blöndu réðust í það stórverkefni í vetur að byggja stórglæsilegt 700 fm veiðihús í Langadal. Húsið mun verða hið glæsile- gasta og mun nú loksins fyrir endan á gisti vandamálum við stórlaxa ánna. Það mun vera skyldukaup á gistingu fyrir veiðileyfishafa á svæðum 1 og 2 í veiðihúsinu frá opnun árinnar 5. júní til 30. júlí. Veiðifyrirkomulag í Blöndu er örlítið breytt frá sl. ári en nú verða svæði 1 og 2 einungis seld saman frá 6. til 30. júlí. En utan þess tíma í sitthvoru lagi. Það verður veitt á 4 stangir á svæði 1, 4 á svæði 2 og 2 á svæði 3 Veiðihúsið er á áætlun og orðið fokhellt en áætlaður skilatími er 20 maí. Ekkert er til sparað í þessu vandaða veiðihúsi, 12 tveggjamanna gistiherbergi, stór stofa og rúmgóður matsalur, laxa geymsla, þurrk herbergi, fullkomið eldhús , allt þetta er rammað inn með stórri verönd þar sem eru heitir pottar og sauna. Auglýsing______________ Adalfundur Feykis Aðalfundur Feykis ehf. ver- ður haldinn föstudaginn 30. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukk- an fimm síðdegis. Hann verður í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki. Teknir verða fyrir árs- reikningar rekstraráranna 2004 og 2005. Dagskrá verður nánar auglýst síðar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.