Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 7
10/2006 Feykir 7
Guðmundur Valtýsson skrifar_
Vísnaþáttur 425
Heilir og sælir lesendur góðir.
Þakka góðar upplýsingar vegna
íyrirspurnar í síðasta þætti um
vísu eftir Gísla í Mikley. Er nú
ljóst að Grímur sá er fjallað var
um þar er Þorgrímur Stefánsson
er lengi dvaldi á Tyrfmgsstöðum
á Kjálka. Starfaði hann ýmis-
legt utan heimilis, meðal annars
við vegavinnu. Gaman er að
byrja þáttinn að þessu sinni með
nokkrum glettum eftir Gísla. Eitt
sinn í vegavinnunni orti han svo
um Grím.
Hanrt segist œtla að safna auð
og sést því aldrei kenndur.
Þarna gengur Grimur tneð Rauð,
greitt og báðuin stendur.
Grímur fokreiddist og skammaði
Gísla. Sagði þá Gísli að strákaf-
jandarnir hefðu breytt vísunni,
en rétt væri hún svona, enda vissu
allir þvílíkur snillingur hann væri
að ná hestum.
Hann segist ei œtla að safna auð
ogséstþví tíðum kenndur.
Þarna gengur Grítnur að Rauð,
greitt og klárintt stendur.
Einhverju sinni er vegamanna-
flokkurinn dvaldi um sumartíma
í tjöldum hjá Framnesi, átti þar
heima falleg stúlka Sigrún að
nafni, sem kölluð var Rúna. Eitt
sinn er Gísli hafði rætt ítarlega við
Grím um þesssa stúlku orti hann
svo.
Þorgrítnur elskar tneyjar tnest
af mönnum hér í sveit.
Hann segir að Rúna séþó best
og sœtnilega heit.
En hjá henni gallar finnast þó
í hljóði sagði hann mér
að hún vœri allt of miðjumjó
og nterði undan sér.
Annað sinn hafði flokkurinn
tjaldað hjá Miklhóli í Viðvíkur-
sveit. Var eitt kvöld ákveðið að
lyfta sér upp og fara í heimsókn
að Sleytustöðum. Voru þar meðal
annars heimilisfólks þrjár heima-
sætur. Urðu vegamenn að vaða
bæði Hjaltadalsá og Kolku. Dag-
inn eftir var Grímur lasinn og
sagðist hafa forkælst í ferðinni.
Um það böl orti Gísli svo.
Að Sleytustöðum Grímurgekk
ogglatt þar lék að sprundum inni.
Uns sting í andlega fótinnfékk
og forskjöplaðist afbrúkttninni.
Gaman er að fá hér í viðbót eina
vísu sem ort er um Grím. Er hún
eftir Hjörleif Kristinnsson á Gils-
bakka. Voru tildrög hennar þau
að hann sá Grím koma ríðandi
utan Kjálkaveginn á gráum hesti
er hann átti.
Þorgríntur á þe)'sireið
þrœðir Kjálkaveginn.
Vantar bara beinni leið
og brennivín áfleyginn.
Er hér var komið sögu í srníði
þessa þáttar, datt mér í hug
að hringja í vísnafróða konu í
Skagafirði. Tjáði hún mér að sitt
álit væri að framangreindur kvið-
lingur “Þorgrímur elskar meyjar
mest...” væri ekki eftir Gísla held-
ur bróðir Hjörleifs á Gilsbakka,
Þorbjörn Kristinnsson. Lét hún
mér í té eftirfarandi vísur eftir
Þorbjörn sem ortar eru um Grím
á þessum vegavinnuárum.
Mœta vel ég Þorgrím þekki
það er lagá honum enn.
Hér í tjöldum eru ekki
áleitnari kvennamenn.
Gleði sólin sumar bjarta
sigri harttta þítta enn.
Öska þér af öllu hjarta
allra heilla vega metm.
Bið lesendur, þá helst Skagfirð-
inga, að gefa mér upplýsingar
um hvað rétt er og jafnframt fleiri
vísur sem tengjast Grími eða veg-
amannaflokknum.
Einhverju sinni kom það fram í
fréttum að á alþingi hefðu fimm
stjórnarliðar setið hjá við at-
kvæðagreiðslu á mikilsverðri til-
lögu stjórnarinnar. Davíð Odds-
son lét þá hafa eftir sér að þarna
hefði átt sér stað slys sem ekki
myndi endurtaka sig þegar búið
væri að tala betur við þessa pilta.
Um þær skýringar orti Sigfús Þor-
steinsson á Hauganesi svo.
Nú tnargir að Davtð gera gys
og gloppóttum trúnaði manna.
En alltafgeta nú orðið slys
eins og dœntin sanna.
Valt er að treysta á viðsjált lið
sem vill ekki boðum hlíða,
En á því getur víst orðið bið
að allir lœri að skríða.
Þegar Freyvangsleikhúsið sýndi
fýrir nokkru söngleikinni Jesú
Kristur súperstjarna gekk illa að
finna aðalleikara. Fór svo að úr
rættist og hljóðaði þá fyrirsögn í
dagblaði á þessa leið, “jesú Kris-
tur fannst í EyjafJarðarsveif’.Af
því tilefni orti Sigfús.
Nú eflaust hefja aðir leit
svo eignist himnavist,
fyrst að Eyja-fjarðarsveit
fann sinn Jesú Krist.
Bið lesendur að hygla þættinum
með efni og upplýsingar eftir
því sem þeir treysta sér til. Hef
heyrt að loka vísa þáttarins muni
vera eftir Halldór Kristjánsson í
Heynesi, er ekki viss um að hún
sé rétt með farin.
Efbœta vilt mannlíf
í bœ eða sveit
svo böli og þraut megi linna.
Þá byrjaðu fyrst á
að raska þinn reit
en rífðu ekki upp gróðuritm hitma.
Verið þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi.
S: 452-7154.
Lamont gerir tvö stig. Kappinn hefur staðið sig með vel siðan hann kom til liðs við Stólana. Mynd: PIB
Valur - Tindastóll 80-89
Stólarnir aftur í efstu deild
Tindastólsmenn spiluðu við Val í Reykjavík á
sunnudaginn í 16. umferð 1. deildar íslandsmótsins í
körfubolta. Ljóst var að með sigri í leiknum tryggðu
Stólarnir sér sigurinn í 1. deild og þar með sæti í
Úrvalsdeildinni í haust. Auðvitað höfðu strákarnir
betur gegn Val og sigruðu 80-89. Glæsilegt!
Valsmenn byrjuðu reynd- forystuna framan af en
ar betur í leiknum og höfðu Stólarnir kláruðu fýrri
ísmót Neista á Svínavatni___________________
Nær 90 keppendur
tóku þátt a ismótinu
Það voru hátt í 90 kepp-
endurá ísmóti Neista.sem
haldið var á Svínavatni í
Austur-Húnavatnssýslu
síðastliðinn sunnudag.
Keppendur komu víða að
og skemmtu sér vel, enda
afbragðs veður og fsinn
traustur. Örlítil snjóföl var á
vatninu, sem gerði brautina
enn betri. Ræddu menn um
að þarna væru aðstæður
svo góðar að ástæða væri að
halda þarna árlegt stórmót.
Helstu úrslit urðu þessi:
Tölt 1. flokkur
7 Bjarni Jónasson Narfastöðum
á Kommu 8 v
2 Ólafur Magnússon Sveins-
stöðum á Gáska 8. v brúnum
I. flokkur. Mynd: Húni.is
3 Tryggvi Björnsson Blönduósi á
Stínólu 8. v. brúnni
Tölt2. flokkur
1 Harold Vandermootele
á Fána 9 v. rauðstjörnóttum
2 Guðný Helga Björnsdóttir
á Brynjar/ 20 v. brúnstjörnóttur
3 Sigrún Þórðardóttir
á Þóru 12 vjörp
Ungmenni
1 Helga Una Björnsdóttir
Orða 9v. jörp
2 Jónina Lilja Pálmadóttir
OddkellBv. brúnn
3 Sylvía Rún Rúnarsdóttir
Hrókur lOv. rauðglófextur
hálfleikinn vel og jafnt var í
hálfleik 46-46.1 síðari hálfleik
reyndust okkar menn sterkari
og juku muninn jafnt og þétt
og sigruðu sem fýrr segir 80-
89.
Þau lið sem lenda í sætum
2 til 5 munu leika til úrslita
urn hitt lausa sætið í
úrvalsdeildinni. Nokkuð ljóst
er að það verða Valur, Þór,
Þorlákshöfn, FSu og Breiða-
blik. Stjarnan á reyndar enn
tölffæðilega ntöguleika á sæti
í úrslitakeppninni.
ÍS - Tindastóll 74-96
í gærkvöldi spilaði lið
Tindastól næstsíðasta leik
sinn á tímabilinu en leikið
var við ÍS í Reykjavík.
Stólarnir náðu strax góðu
forskoti og voruyfir í hálfleik,
26-48. Allir leikmenn
Stólanna tóku þátt í leiknum
og sýndu góða takta og aðeins
einum leikmanni mistókst
aðskora í leiknum. Lokatölur
urðu 74-96.
Svavar var stigahæstur
nreð 22 stig, Antwan Lamont
gerði 15, Kiddi Friðriks 13,
Óli Barðdal og ísak Einars 12
hvor en aðrir minna.
smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar biríingar á feykir@krokur.is
Til sölu
Toyota Hilux2.4 bensín, árg. 1992,
upphækkaður, 38" dekk, loftdæla
o.fl. Ekinn 160þúsundkm. Góður
bill. Verð700þúsund.
Upplýsingar í síma 452 2945.
Til leigu
Lítil íbúð til leigu niðri íbæ.
Upplýsingar í síma 453 5812 og
8479193
Benx til sölu
Til sölu Mercedes Benz sendibill
árgerð 1998. Burðargeta 2320 kg.
Igóðustandi.
Upplýsingar gefur Bjarni Haralds-
sonísíma 453 5124.
Til sölu
Tilsölu bamavagn og vagga
notað af tveimur börnum.
Upplýsingar i sima 866 9906
Bingó
Stórbingó verðurí Skagabúð,
A-Hún. sunnudaginn 12. mars kl.
14:00. Fjöldi glæsilegra vinninga.
Vöfflukaffi selt í hléi.
Allir velkomnir.
Kvenfélagið Hekla.
IAthugið að við tökum ekki kort)