Feykir


Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 5

Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 5
10/2006 Feyldr 5 Skíðasvæði Tindastóls Frábærar astæður í Tindastólnum Kátir Mývetningar á skiðum i Stólnum. Það er ekki ofsögum sagt að skíðafærið á skíðasvæði Tindastóls í Tindastólnum erfrábært um þessar mundir. Og ekki hefur veðrið verið til að koma óstuði í skíðafólk. Tíðindamenn Feykis kíktu í Stólinn síðastliðinn laugar- dag og þar var fín stemning, logn og örlítið frost. Þó nokkuð var um á Skagaströnd virkaði sáttur aðkomugesti í Stólnum um með færið enda stutt á skíði í helgina, hópur krakka úr Stólinn og sennilega grænt ljós Mývatnssveit skíðaði nreð alla leið! bros á vör og sveitarstjórinn Gunnar Bragi og fjölskylda sötruðu sjóðheitt kakó iskiðaskálanum. Viggó var unga fólkinu innan handar. Magnús sveitarstjóri á Skagaströnd og frú sýndu góða takta. Myndir: PIB Vaxtarsamningur Norðurlands vestra Undirbúninqsvinna í fullum gangi ! ■ Fundur verkefnisstjórnar ihúsakynnum Háskólans á Hólum á Sauðárkróki, þarsem unnið ermikið uppbyggingarstarf-og sjá má vísi að Visindagörðum. Á haustmánuðum 2005 skipaði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tólf manna verkefnisstjórn til að hafa umsjón með undirbúningi fyrir gerð Vaxtar- samnings Norðurlands vestra. Hlutverk verkefnisstjórnar er að undirbúa tillögur að stefnumörkun í atvinnu- og byggðamálum á Norðurlandi vestra og kanna hvaða kostir koma helsttil greina til að efla vöxtog samkeppnishæfni svæðisins. Fyrsti fundur verkefnis- stjórnar var haldinn 6. dese- mber sl. en alls hafa fundirnir verið þrír til þessa. Verkefnis- stjórnin hefur frá fyrsta fundi unnið að mótun og skil- greiningu tillagna auk nauð- synlegrar undirbúningsvinnu við frekari vinnslu þeirra. Ennfremur mun verkefnis- stjórn íjalla um nýjar tillögur sem berast og gera áætlun urn framkvæmd þeirra. I næstu skrefum er gert er ráð fyrir að opnir kynn- ingarfundir verði haldnir víða um Norðurland vestra á næstu vikum og gefst fólki þá kostur á að fræðast um undirbúning starfsins og ræða við fulltrúa verkefnisstjórnar um fram- vindu verkefnisins, tillögugerð og önnur atriði sem snúa að undirbúningi og framkvæmd vaxtarsamnings Norðurlands vestra. Ennfremur gefst fólki kostur á að koma tillögum á framfæri við verkefnisstjórn ef áhugi er. Með þeim tillögum sem fram koma er mikilvægt að aðgerðaáætlun fylgi og að fram komi markmið þeirra, forsendur, ábyrgð á fram- kvæmd ásamt tíma- og kostnaðaráætlun. íbúar hvattir til að sækja kynningarfundi fbúar á Norðurlandi Vestra eru hvattir til að sækja þá kynningarfundi sem fyrir- hugaðir eru og auglýstir verða og kynna sér þá vinnu sem framundan er til eflingar atvinnulífs og búsetuskilyrða á svæðinu. f starfi verkefnisstjórnar verður lögð nrikil áhersla á samvinnu einstaklinga, atvinnulífs, sveitarfélaga og opinberra aðila og leitast verður við að nýta styrkleika og tækifæri svæðisins í hefð- bundnum atvinnugreinum sem nýjum. Horft verður einnig sérstaklega til þess að efla vísinda- og háskólastarf og efla tengingu og samstarf þess við atvinnulífið samhliða auknu samstarfi almennt í atvinnulífi. Nánari upplýsingar um störf nefndarinnar má fá hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Til fróðleiks má geta þess að nefndina skipa. Baldur Pétursson, iðnaðar- og við- skiptaráðuneytis er formaður, en auk hans eru í nefndinni Knútur Aadnegard, Sauðár- króki, Skúli Skúlason, Ph.D., rektor Hólaskóla, Hólurn, Svanhildur Guðmundsdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs íbúðarlánasjóðs, Sauðárkróki, Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri, Blönduósi, Stein- dór Haraldsson, framkvæmda- stjóri Sero ehfi, Skagaströnd, Unnar Már Pétursson, fjár- málastjóri Þormóðs Ramma, Siglufirði, Elín R. Líndal, markaðsstjóri Forsvars ehfi, Hvammstanga, Guðmundur Guðmundsson, Byggðastofn- un, Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Leiðbeininga- miðstöðvarinnar ehfi, Sauðárkróki. Með nefndinni starfa Jakob Magnússon, framkvæmdastjóri SSNV atvinnuþróun og Elvar Knútur Valsson, verkefnisstjóri hjá IMPRU nýsköpunarmiðstöð. Fundur verkefnisstjórnar í húsakynnum Háskólans á Hólurn á Sauðárkrók, þar sem unnið er mikið uppbygg- ingarstarf - og sjá má vísi að Vísindagörðum. EimrK. Valsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.