Feykir


Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 1

Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 1
Rögnvaldur Olafsson, Hl, Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, Sjöfn Sigurgisladóttir, forstjóri RFog Jón £ Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK - Seafood. Skrifað undir tímamótasamning á Sauðárkróki Ný próteinverksmiðja skapar allt að 10 storf Starfssemi fyrirtækisins lceprotein ehf. verður á næstu vikum flutt frá Akranesi til Sauðárkróks. Fyrirtækið sem er í eigu Rannsóknarstofnunnarfiskiðnaðarins gæti skapað allt að 10 ný störf á Sauðárkróki. Um er að ræða þróun, framleiðslu og sölu á blaut- próteini íyrir fiskiðnað á íslandi og þurkuð prótein fyrir heilsu- og fæðubótamarkað. Gert er ráð fyrir að fyrsta árið starfi einn starfsmaður við fyrirtækið á Sauðárkróki ásamt nemendum í framhaldsverkefnum og samstarfsmönnum frá FISK- Seafood. Að loknum árs aðlögunartíma má gera ráð fyrir að 5-10 starfsmenn geti unnið við verksmiðjuna. Skrifað var undir samning þessa efnis við hátíðlega athöfn í Verinu, húsnæði Háskólans á Hólum á Sauðárkróki í gær. Það voru Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, sem undirrituðu samkomulagið. Iceprotein var áður í samstarfi við HB-Granda en fyrirtækið dró sig út úr stamstarfinu. 16 milljón króna verkefni Iceprotein ehf. er annað tveggja verkefna sem ráðuneytins og fleiri aðila. Hitt verkefnið er samningur milli Hóla- skóla, Rannsóknarstofhunar fiskiðnaðarins, Stofhun ffæðasetra Háskóla íslands og Háskólans á Akureyri um að efla rannsóknir, þróun og menntun á sviði raunvísinda, náttúruvisinda, fiskeldis, fiska, sjávar-, og vatnalíffræði og matvælavinnslu. Þessi verkefni fá tæplega 16 milljónir króna á þessu ári og þar af renna tæplega 7 milljónir af fjárveitingu iðnaðarráðuneytis vegna byggðaáætlunar. í þróunarsetri Hólaskóla á Sauðárkróki er nú góð aðstaða til kennslu og rannsókna í fiskeldi en þar fer ffam nær öll kennsla við Fiskeldis- og fiskalífffæðideild skólans. Rannsókna- og kennsluhús Hólaskóla sem hýsir Þróunarsetrið er um 1.525 fermetar og er það boðið leigulaust af FISK - Seafood. Bæjarstjórinn á Blönduósi segir upp Hefur ekki rétt til biðlauna Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, hefur sagt upp störfum hjá Blönduóssbæ frá og með febrúarlokum. Jóna Fanney hefur átt farsæltsamstarfviðbæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins. Ástæða þess að hún segir upp nú er að þegar gerður var ráðningarsamningur var ekki samið við hana um biðlaun þrátt fyrir óskir þar um. Ég hef rætt við kollega mína víða um landið og ekki hitt á neinn sem hefur ekki biðlaunarétt”, sagði Jóna Fanney í samtali við Feyki í gær. Samkvæmt ráðningar- samningi Jónu Fanneyjar er þriggja mánaða gagnkvæmur uppsagnarfrestur en venja er að bæjarstjórar hafi 3-6 mánaða biðlaunarétt. Góð þjónusta á Glaðheimum Landsliðskokkur á leikskólanum Jón Daníel Jónsson, veitingamaður á Kaffi Krók á Sauðárkróki, tók að sér í byrjun ársins að elda mat fyrir leikskólan Glaðheima á Sauðárkróki. Jón er matreiðslumeistari og var um skeið í íslenska landsliðinu í matreiðslu. Unt er að ræða tilrauna- verkefiii er stendur ffant á sumar og verður síðan metið í ljósi reynslunnar. Jón Daníel eldar matinn á Kaffi Krók og er honum síðan ekið á leik- skólann. Að sögn Jóns hafa krakkarnir tekið þessari nýbreytni vel. Innheimtumiðstöð sekta á Blönduósi Fjölmargir sóttu um Þrjátíu og þrír sóttu um fjögur skrifstofustörf sem sýslumaðurinn á Blönduósi auglýsti vegna stofnunar Innheimtumiðstöðvar sekta. Miðstöðin sekta tekur til starfa í byrjun apríl með fimm starfsmönnum. Mun hún taka við innheimtu sekta og sakarkostnaðar á öllu landinu, í áföngum. Haft er eftir sýslumanni á huna.is að allir umsækjend- ur séu heimamenn eða fólk sem hefur áhuga á að flytja aftur heim. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —IClénflill ehjj]|— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun mi bílaverkstæöi Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.