Feykir


Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 1

Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 1
Á leið í maraþon! Skokkhópurinn er i ströngum æfingum þessa dagana undir stjórn Árna Stefánsson iþróttakennara. Æft er stift fyrir Reykjavikur- maraþonið sem mun eiga sér stað næstu helgi i Reykjavik. fííkisstórnin hyggstleggja fram frumvarp um Háskóla að Hólum_ Merkur áfangi í sögu Hólastaðar Merkum áfanga var náð á Hólahátíð um síðustu helgi er landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, tilkynnti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að lagt yrði fram frumvarp á haustþingi um að skólinn verði háskóli. Þá voru skólanum og biskupsstóli á Hólum færðar merkar gjafir í tilefni 900 ára afmælis biskupsstóls og skólahalds á Hólum. Frumvarpið leysir af hólmi reglugerð er kvað á um að heimilt væri að kenna á háskólastigi á Hólum en með þessum væntanlegu lögum verður kveðið á um að skólinn verði sjálfstæður háskóli. Stofhað var til biskupsstóls og skóla á Hólum árið 1106. I ár hefur 900 ára afmælisins verið minnst með fjölþættri dagskrá en að afmælishaldinu standa Hólaskóli, vígslubiskup Hólastiftis og Hólanefnd. Ómetanleg gjöf og mikil hvatning Ríkisstjórn Islands færði Hólum ekki einungis háskóla- ffumvarp. Forsætisráðherra, Geir H. Haarde færði dómkirkjunni að Hólum að gjöf bókasafn séra Ragnars Fjalar Lárussonar. Að sögn Skúla Skúlasonar, rekstors Hólaskóla, er um ómetanlega gjöf að ræða. Safnið innihleldur um 500 rit, þar af um 280 úr Hólaprenti hinu forna. „Þetta eru mikil tímamót fyrir Hólastað og skólann, viðurkenning fyrir starfið sem hér fer fram og hvatning til að gera enn betur á nýjum og spennandi tímum,” sagði Skúli Skúlason. Sjá nánar í miðopnu. Lögreglan á Blönduósi Eftirlit ber árangur Þráttfyrir þunga umferð á þjóðvegum landsins var helgin róleg hjá Lögreglunni á Blönduósi og virðist sem aukið eftirlit með hraðakstri sé farið að bera árangur. Vilhjálmur Stefánsson lögreglumaðuráBlönduósisegir að helgin hafi gengið prýðilega vel fyrir sig. Engin óhöpp urðu þrátt fyrir íjölda ferðalanga á Króksmót á Sauðárkróki, Pæjumót á Siglufirði, Hólahátíð og Fiskihátíðina miklu á Dalvík. Lögreglan kveðst ánægð með gang mála og minnir ökumenn á að keyra varlega og spenna beltin. Skagafjörður Tvö umferðaróhöpp Tvö bílslys áttu sér stað í Skagafirði á mánudag og sunnudag. Var um bílveltu og árekstur að ræða, en allir farþegar sluppu með lítilsháttar meiðsli. Jeppi valt sunnan við Hofsós í gær. Þrennt var í bílnum.I bílnum var útlensk fjölskylda á ferð sinni um landið á bílaleigubíl. Slasaðist einn farþegin lítillega þegar bílnum valt í krappri beygju. Talið er að lausamöl hafi ýtt undir tildrög slyssins. Bílslys við Sauðárkrók á sunnudag. Mynd:ÁG Þá skullu tveir bílar saman á sunnudaginn síðastliðinn við gatnamótin sunnan við Sauðárkrók, sluppu allir ómeiddir en talið er að allir bílarnir séu ónýtir. Fernt býður sig fram í embætti ritara Framsóknarfl. Kristinn H. og Birkir í ritaraslaginn Alþingismennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi er hefst á föstudag. Kristinn hefur verið þing- maður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmis undan- farin tvö þing en Siglfirðing- urinn Birkir Jón var kjörinn á þing í síðustu alþingiskosning- um. Auk þeirra tveggja bjóða sig ffam Sæunn Stefánsdóttir, alþingismaður í Reykjavík og fyrrverandi formaður Sam- bands ungra ffamsóknar- manna, Skagfirðingurinn, Haukur Logi Karlsson. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skíparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTeufll! eh|3— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun /ÍW\bílaverkstæði æjlæSjBL Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauöárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.