Feykir


Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 2

Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 2
2 Feykir 29/2006 Fjör á Skagaströnd 18. -20. ágúst Kántrýdagar Undirbúningur fyrir fjöl- skylduhátíðina "Kántrý- dagar á Skagaströnd" ervel á veg kominn, en verður hún haldin 18. - 20. ágúst. Að sögn Magnúsar B. Jónssonar sveitarstjóra á Skagaströnd er stefnt að því að skapa notalega og skemmti- lega íjölskyldustemningu. Kántrýdagar hefjast á föstudagskvöldið en þá verður gesturn og gangandi boðið í sjávarréttasúpu í tjaldi á hátíðarsvæðinu. Súpan verður að hætti Steindórs meistarakokks. Dagskráin verður ijölbreytt og skemmtileg en vonast er eftir góðri mætingu. Laugardaginn 19. ágúst verður dagskrá fyrir yngri kynslóðina sem hefst kl. 11 með dorgveiðikeppni. Um miðjan daginn verður fjölskylduskemmtun á palli þar sem boðið verður upp á ýrnis skemmtiatriði undir stjórn Helgu Brögu. Um kvöldið verður síðan dagskrá á palii þar sem ýmsir góðir skemmtikraftar munu korna fram. Bæði á föstudags- og laugardagskvöldið verða dansleikir og kántrýstemning í Kántrýbæ. Leiktæki fyrir börn verða á hátíðarsvæðinu og verða sett upp á föstudag kl 18 og eftir hádegi á laugardag og fram eftir kvöldi. Hvammstangi Hestamannamót Hestamannamót Húnvetn- inga og Dalamanna verður haldið næstkomandi laug- ardag á Hvammstanga. Keppt verður í A- og B- flokki, flokki ungmenna og unglinga og 100 og 150 m. skeiði. Einnig verður grillað og slegið á létta strengi. Mótið hefst á laugardags- morgun klukkan hálf tíu. Frestur til að skrá sig er til klukkantíufimmtudagskvöldið 17. ágúst í síma 891-9431. Skráningargjöld eru 1.500 krónur á fyrstu skráningu og 1.000 krónur á hverja eftir það. Leiðari Systkynin frá Herríðarhóli Guðsþjónustan íÁbœjarkirkju í Austurdal hefur lengi veriðfastur liður á dagskrá verslunarmannahelgarinnar í Skagafirði. Að lokinni messu er kirkjukaffi á Merkigili. Systkyni Helga heitins Jónssonar frá Herríðarhóli í Rangárþingi hafafrá 1997 boðið á hverju ári 300 gestum til veislu. Þau heiðra þannig minningu bróður síns með einstökum og eftirminnilegum hœtti. Ámi Gunnarsson Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgetandi: Feykirhf Skrifstofa: Aðalgötu2i, Sauðárkróki Blaðstjórn: Arni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, ÓlafurSigmarssonog Páll Dagbjansson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Sími 455 7100 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson Sandra Dögg Þorsteinsd. feykir@krokur.is Simi 455 7175 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Nýprent ehf. Prentun: Nýprent ehf. Skagafjörður - Los Angeles - Skagafjörður Rokksfjörmilvfið skoðað af Skagfirðingum Magni, Marinó Bjarni, Eyrún Huld, Vala Bára og Heiðari góðum gir. Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og kona hans, Vala Bára Valsdóttir leiks- kólakennari vörðu Verslunarmannahelginni á frekar óvenjulegum stað, í Hollywood, Los Angeles. Flestir sem sækja drauma- verksmiðjuna í Hollywood heim eru í leit að frægð og frama en því var þó ekki þannig farið með Heiðar og Völu, eða hvað? Heiðar verður fýrst fyrir svörum: „Nei, við vorum ekki að reyna að “meika'ða” eins og sagt er, við vorum hinsvegar að kíkja á “meikdrauma” litla bróður míns, Magna sem þarna dvelur um þessar mundir við tökur á Rockstar sjónvarpsþættinum eins og alþjóð veit.” - Hvernig kom það til að þið kíktuð í heimsókn til Magna, þetta er nú ekki alveg næsti bær? „Þetta er vissulega mikið ferðalag, við vorum t.d. um 20 Vala Bára mátar sig við Meryl Streep. tíma á ferðalagi frá Los Angeles til Sauðárkróks! Þetta kom þannig til að Eyrún Huld, sambýliskona Magna og Marinó Bjarni sonur þeirra fengu boð ffá Rockstar þættinum á mánudagskvöldi (þann 31 .júlí) um að bóka ætti flug fýrir þau tveimur sólarhringum síðar ff á Keflavík til Boston, þaðan til Las Vegas og síðan þaðan til Los Angeles. Þar sem Marinó er nú bara 10 mánaða og Eyrún þarna á leið í sína fýrstu ferð yfir At- lantshafið þá treysti hún sér ekki til að fara ein með strákinn og úr varð að við tókum að okkur að fylgja henni, en það þótt vel við hæfi að hún hefði með sér landffæðing og leikskólakennara! Icelandair styrkti okkur hvað varðar flugið og reyndist okkur rnjög vel, við hjónin greiddum hinsvegar sjálf okkar hótel og uppihald.” - Og hvernig kom svo “draumaverksmiðjan” Hollywood ykkur fýrir sjónir? „Við stoppuðum auðvitað bara þarna í nokkra daga en okkur fannst þetta sérkennilegt samfélag og óamerískt og það er sömuleiðis upplifun Magna af Los Angeles. Þarna gengur auðvitað allt út á að “meika'ða” og þeir sem við hittum t.d. í þjónustu við ferðamenn á svæðinu virðast hafa áhuga á fáu öðru en fræga fólkinu og þeirra lifnaði. ViðValatókum t.d. tveggja tíma skoðunarferð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.