Feykir


Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 3

Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 3
29/2006 Feykir 3 um Hollywood og nágrenni sem gekk eingöngu út á það að sýna okkur hvar þessi stjarnan bjó og hvar hin stjarnandó. Núvitum viðt.d. hvar Dr. Phil býr, ef einhver hérna fýrir norðan kynni að þurfa á aðstoð hans að halda! Hápunktur ferðarinnar fyrir Völu var reyndar að rekast á “Dr. Jack” úr Lost-þáttunum á hótelganginum einn morg- uninn!” - Fenguð þið að hitta þátttakendur í kapphlaupinu um söngvarastöðuna í Supernova? Okkur var boðið að vera við upptöku á þættinum sem sýndur var sl. þriðjudag (þ.e. 8.ágúst) þar sem þau sungu sitt lagið hvert. Þættirnir eru teknir upp á sunnudags- eftirmiðdegi og það var mikið ævintýri og hápunktur ferðarinnar að vera þar. Það er auðvitað mikið umstang og margir starfsmenn við eina svona upptöku og þetta “rann” allt mjög vel, “sándið” var svakalegt og sviðsmyndin og Ijósin eins og þetta verður flottast. Þó var þetta líka einhvern veginn allt rnikið smærra en það sýnist vera í sjónvarpinu og það sama má segja um suma úr hópi keppenda og dómara. T.d. er Dave Navarro agnarsmár og sömuleiðis þær stöllur Dilana og Jill, sem nú hefur reyndar fengið reisupassann. Þeir keppendur sem við hittum þarna, t.d. Storm, Dilana og aðrir sem eru i kringum þetta voru öll mjög viðkunnaleg, enda ber Magni þessu fólki öllu vel söguna. Við hittum líka á frábæran þátt, nánast allir voru að gera sitt besta. - Hver haldið þið svo að standi uppi sem sigurvegari Rockstar og þar með söngvari Supernova. Nú verður Vala Bára fyrir svörum „Ég held að þau Magni, Dilana, Storm og Lucas verði í fjórum toppsætunum. Mér finnst Dilana mjög skemmtileg og ég held líka upp á Storm en ég er eldd viss um að ég myndi nenna að hlusta á heila tónleika með Lukasi. Hvað Magna varðar væri hann vís með að vinna, hann er fjölhæfur söngvari, þeJddr alskonar rolck- og popptónlist auk þess sem hann er mjög þægilegur í samstarfi og umgengni.” - Mikið hefur verið rætt og ritað um Magna síðustu vikur og mánuði og flestir virðast hrífast af framgöngu hans í Rockstar. Eins hefur nokkuð borið á því að það komi fólki á óvart hversu mikill rokkari drengurinn er og einnig hversu góður söngvari hann er, hvað segir stóri bróðir hans um þetta? „Jú, það er auðvelt fyrir mig að segja núna, ég vissi þetta alltaf, en ég hef auðvitað vitað það lengi að hann hefur fallega og sterka söngrödd og hann hefur markvisst bætt hana og sýna söngtælcni síðustu ár. Fyrir mér er hann fyrst og ffemst rolckari, ég kenndi honum að hlusta á U2, síðar tók hann mildu ástfóstri við Pearl Jam og Metalica þar sem Jason Newsted var innanborðs. Hann var meira að segja með sítt hár öll sín unglingsár! Ég hef líka fýlgt hljómsveitinni hans, Á móti sól um víðan völl, hérlendis og erlendis og það geta þeir staðfest sem það hafa gert að þar hefur hann oft sungið kröftugt rolck þó að plöturnar þeirra innihaldi að mestu léttara popp. Þetta þekkja t.d. þeir sem hafa sótt böll með þeim í Miðgarði!” - Hvað gerist svo ef hann vinnur? „Þá förum við a.m.k. á áramótaball í Las Vegas! - Nei, þá er hann samningsbundinn þeim að ég held í ár, það verður nú plata og heimsreisa þar sem hún verður kynnt. En það bíður betri tíma að spá í það!” vV ::: Vélasýning ::: Húsdýragaröur ::: Fræðsluerindi::: íslenskt handverk ::: Smalahundakeppni::: Hrútasýning ::: Kálfateyming ::: Kynbótasýning hrossa ::: Fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu ::: :: Frábært tækifæri fyrir bændur að kynna sér það nýjasta sem í boði er ::: Skemmtun fyrir alla fjölskylduna ::: Opnunartími: Föstudagurinn 18. ágúst kl. 13-19 Landbúnaðarsýning kl. 12 Yfirlitssýning kynbótahrossa Laugardagurinn 19. ágúst kl. 10-19 Landbúnaðarsýning Sunnudagurinn 20. ágúst kl. 12-18 Landbúnaðarsýning Aðgangseyrir kr. 1.000 • Frítt fyrir 12 ára og yngri www.horse.is/landbunadarsyning

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.