Feykir


Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 5

Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 5
29/2006 Feykir 5 fylgdu þeir honum að Auðunarstofu. Þeir voru í sparibúningi með hvíta hanska og sýndu þá virðingu sem þessum farmi bar. Hólamenn báru síðan kassana í hús. Tár hrundu af hvörmum sumra og tilfmningin að nú væru bækurnar loksins komnar heim var sterk. Þetta fyllir svo vel inní myndina þegar prenthúsið hefur verið grafið upp og menn eru smám saman að gera sér grein fyrir gerð þess. Sýning hefur verið sett upp í tilefni af þessari frábæru gjöf og verður hún opin í Auðunarstofu út þessa viku frá kl. 14-18. Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari rammaði dagskrána inn með fallegum flautuleik og fánaberar voru tveir knapar úr kennaraliði skólans á fallegum hestum og settu þeir auðvitað sérstakan blæ á fallega athöfn. Hátíðarguðsþjónusta var í Hóladómkirkju þar sem Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup predikaði og altarisþjónusta önnuðust Karl Sigurbjörnsson biskup íslands, Dalla Þórðardóttir prófastur og Gunnar Jóhann- esson sóknarprestur. Auk þeirra koinu að útdeilingu Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup og David Hamid biskup í ensku biskupa- kirkjunni. Kór Hóladóm- kirkju og Kammerkór Skaga- fjarðar sungu undir stjórn Jóhanns Bjarnasonar og Jóhönnu Marínar Óskars- dóttur, en Jóhann var jafn- framt organisti en Sveinn Sigurbjörnsson lék á trompet. Ritingalestra lásu Skúli Skúlason rektor Hólaskóla og Björg Baldursdóttir formaður sóknarnefndar. Guðsþjón- ustan var hátíðleg og falleg, en eins og gjarnan vill verða á svona hátíðum þá kornust færri inn í kirkju en vildu. Ríkisútvarpið tók guðsþjón- ustuna upp og geta menn heyrt hana í útvarpinu næst- komandi sunnudag 20. ágúst kl. 11:00. Að guðsþjónustunni lok- inni bauð Hólanefnd í hátíðarkaffi í Hólaskóla. Þar var m.a. boðið uppá fallega skreytta heljarstóra afmælis- köku sem bökuð var af kokkinum á veitingastaðnum Undir Byrðunni. Lokaathöfnin í dagskránni var hátíðarsamkoman í reiðhöllinni, þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti fslands flutti ávarp, Þorsteinn frá Hamri, skáld flutti frumsamið ljóð og Hallfríður Ólafdóttir lék á flautu. Kór Hóladómkirkju og Kammer- kór Skagafjarðar sungu á samkomunni. Ávörp fluttu einnig Christina Odenberg biskup í Lundi í Svíþjóð, Skúli Skúlason rektor Hólaskóla, Alastair Summerlee rektor Meistarakokkar Selsbursta heilgrilludu nauten þaðtók tæpan sólarhring. Gestir á Hólahátíð gátu kynnt sér fornleifarannsóknir á Hólum. Háskólans í Guelph í Kanada, Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra, Herdís Sæmundardóttir, formaður skólanefndar Hólaskóla og Karl Sigurbjörnsson biskup fslands. Guðni afhenti frumvarp um að Hólaskóli verði gerður að formlegum háskóla og gladdi það menn á staðnum. Einnig kom Þorsteinn Gunnarsson rektor HA færandi hendi með listaverk gert af Kristni Hrafnssyni sem gefið er af öllum háskólunum. Um kvöldið bauð Karl Sigur- björnsson biskup íslands til kvöldverðarboðs þar sem meðal annarra töluðu Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra og fýrsti þingmaður kjördæmisins, formaður byggðaráðs Skagafjarðar Gunnar Bragi Sveinsson og Erik Norman Svendsen biskup Kaupmannahafnar. --------------------------------------------------------------------- V vinimumAla STOFNUN Störf á Hvammstanga Vinnumálastofnun mun 1. janúar nk. opna þjónustuskrifstofu á Hvammstanga. Verkefni hennar er að annast umsýslu og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til for- eldra sem réttinda njóta til greiðslu í fæðingarorlofi samkv. lögum nr. 95/2000 um fæðingar og foreldraorlof. Af þessum ástæðum auglýsir Vinnumálastofnun laus til umsóknar eftirtalin átta störf lögfræðings, sérfræðinga og sérhæfðra skrifstofumanna til að starfa á skrif- stofunni: • Starf lögfræðings sem jafnframt veitir skrifstofunni forstöðu. Verkefni hans felast m.a. í túlkun laga og meðferð kærumála og samskipti við úrskurðar- nefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála. Hann skipuleggur verklag starfsstöðv- arinnar í samráði við yfirstjórn Vinnumálastofnunar og annast samskipti við aðrar starfseiningar stofnunarinnar. • Störf þriggja sérfræðinga með háskólamenntun. Verkefni þeirra er m.a. að annast sérhæfð afgreiðslumál, sinna eftirliti og samantekt tölfræðiupplýs- inga. • Störf fjögurra sérhæfðra skrifstofumanna. Til þessara starfa er ekki gerð sér- stök menntunarkrafa en þessum starfsmönnum er ætlað að sinna almennum afgreiðslumálum, skjalavörslu, símþjónustu o.þ.h. Allir starfsmenn munu fá þjálfun áður en skrifstofan verður opnuð og því er gert ráð fyrir að þeir hefji störf á tímabilinu sept.-nóv. nk. Hluti þjálfunarinnar mun fara fram í Reykjavík. Starfsmannanna bíða spennandi verkefni við að byggja upp nýjan vinnustað og að treysta þá þjónustu sem Vinnumálastofnun hefur verið falið að sinna. Hjá stofnuninni starfa nú um 80 manns á 11 starfsstöðvum vítt og breitt um landið. Þeim er öllum ætlað að tengjast hinni nýju starfsstöð og sinna upplýsing- amiðlun og þjónustu fyrir hennar hönd. Laun eru greidd samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Áhugasamir umsækjendur geta kynnt sér starfsemi Vinnumálastofnunar á heim- asíðu hennar: www.vinnumalastofnun.is Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Vinnumálastofn- un, Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu, 150 Reykjavík, fyrir 28. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, og Unnur Sverrisdóttir, forstöðumaður stjórnsýslusviðs Vinnumálastofnunar, í síma 515 4800. ..___________________________________________________________________/ HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Sérfræðikomur Edward Kiernan kvensjúkdómalæknir verður með móttöku 4., 5., og 6. september n.k. Tímapantanir í síma 455 4022 ( m Heilbrigðisstofmmin Scmðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.