Feykir


Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 7

Feykir - 16.08.2006, Blaðsíða 7
29/2006 Feykir 7 Guðmundur 1/altýsson skrifar Vísnaþáttur 434 Heilir og sælir lesendur góðir. Byrjum að þessu sinni á vísu sem trúlega er ort á Hólurn í Hjaltadal. Höfundur Einar Sigtryggsson á Sauðárkróki. Hér í frægum fiallasal fátt mun hugann þvinga. Hólastaður í Hjaltadal var hjarta Skagfirðinga. Höfundur næstu vísu er Baldvin Halldórsson, er flutti alfarið til Ameríku 1894, þá rúntlega þrítugur. Hefur hún stundum ranglega verið eignuð Jóni Ásgeirssyni frá Þingeyrum. Dómar falla eilífð í öld þótt spjalli minna, gæta allir œttu því eigin galla sinna. Næstu tvær vísur eu líka eftir Baldvin. Fífill hár ogfjóla smá fljóta í tára böðurn, daggargárar glitra á grœnum smárablöðum. Daggarbletti blikar á blómin létt í sporum, ánœgð rétta arma þá upp úr klettaskorum. Að lokum frá Baldvin, þessi vísa sem hann hefur trúlega ort á efri árum. Óðum hallast, heilsa,fiör, hár á skalla fúna. Það má kalla égflýtiför fram á gjallarbrúna. Sá snjalli hagyrðingur Jóhann Magnússon frá Mælifells á ntun eitt sinn hafa ort svo. Einn þóttfangi auðnuhag öðrum strangur reynist skólinn, eftir langan œvidag undirganga líkt mun sólin. Við samferðamenn á lífsleiðinni segir Jóhann. Nú mun fundum fœkka um skeið, fyrr við undutn satnan, gatþá lunditt létt og heið lífgað stundargaman. Til Lovísu konu sinnar yrkir Jóhann. Ellitt þó að mœði tnig tná ég vera glaður. Meðan aðeins á ég þig er ég gœfumaður. Skagfirðingurinn Sigurður ). Gíslasson var góður hagyrðingur og mikill vísnasafnari. Mun hann vera höfúndur að þessari. Ekki tnyndu allir því utta- og telja gaman, en gömlum skrœðum get ég í grúskað tímum satnan. Önnur vísa kemur hér eftir Sigurð. Ég að skráningu vísna vinn vel það öðru heldur. Margur glatast gimsteinninn gleymskunni ofurseldur. Gaman er að þessari vísu Sigurðar. Þegaryrkja vísu vil verður mér að spyrja. Ætli hún sé ekki til áður en ég byrja. Um síðastliðna verlunarntanna- helgi var sagt frá miklum vatnavöxtum á Austurlandi. Var um tíma lokað brúnni yfir Jöklu. Eftir að útvarp okkar landsmanna flutti svipaðar fréttir í september 2004. Orti Aðalsteinn L. Valdi- marsson þessa ágætu limru. Voldugfram vellir hún Jökla vætir mjög stíflur og sökla vita nú þar verkfœðingar að hún er tneir en í ökla.. Einhverju sinni er tíðindi voru flutt frá Ólympíumóti íþróttamanna var aðal fféttaefhið lyfjaprófun. Að því tilefni orti Aðalsteinn. Methafar sýndust ei syfiaðir sveigutn aflárviðri klyfiaðir. Þáðu myntgylltu og þvagglösin fylltu aldeilisyfir sig lyfiaðir. Þegar Aðalsteinn heyrði, að einhvert vinsælasta sjónvarpsefni síðari tíma væru sýningar frá strandblaki kvenna varð þessi til. Allmargir áhorfit nenna og uttaðs í lendunutn kenna, efað þeir sjá sjónvarpað frá strandblaki stinnrassa kvenna. Ekki hefur heilsufar Framsóknar- flokksins verið upp á marga fiska síðustu ár, þó keyrt hafi um þverbak síðustu vikur. Þegar Aðalsteinn heyrði að konur sem honum tilheyrðu, stæðu í ströngu í valdabaráttu, varð til þessi ágæta lintra. Um völdin er voðaleg senna og vaxattdi kynbunditt spettna. Virðast þeir etttt vandræðamenn flokksbrœður Framsókttarkvettrta. Gott er í framhaldi af þessu að rifja næst upp þessa ágætu vísu Guðmundar G. Halldórssonar á Húsavík. Flokkuritttt er á leið til loka leyna sér ekki viðbrögð hörð. Setja œtti Halldór í síldarmjölspoka ogsenda hann austur á Hornafiörð. Verið þið þar nteð sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir Tekist é i leik Tirtdastóls og Hvatar. Mynd: Valgeir K. 3. deildin í knattspyrnu____ Hvöt felldi Stólana Fákaflug 2006 Reyna við heimsmet Fákaflug 2006 fer fram dagana 25. - 27. ágúst nk. að Vindheimamelum í Skagafirði. Keppt verður í A-flokki, B-flokki og Tölti í fullorðinsflokki. Einnig verður keppni í ungmennaflokki, unglinga- flokki, barnaflokki og 100 m fljúgandi skeiði sem fram á að fara á kynbótavellinum, og á að gera atlögu að heimsmetinu. Það verða þrír inn á vellinum í A-fl„ B- fl.,ungmenna- unglinga og barnaflokki. Ekki riðið fet og stökk.I töltinu verða tveir inn á í einu. Ef þátttakendur verða fleiri en 25 í grein verða b-úrslit í greininni. Skráning fer fer fram á tölvupóstfangið fritz@ mi.is eða í síma 8991019 til og með miðvikudagsins 23. ágúst nk. Tilgreina þarf nafn keppenda, kennitölu, keppnisgreinar (og upp á hvaða hönd verði riðið í töltinu), nafn hests og IS númer. Athugið að öll hross þurfa að vera grunnskráð í Worldfeng, að öðrurn kosti verður skráning ekki tekin gild. Þátttökugjöld eru kr. 2.500 fyrsta skráning kr. 1.500 eftir það. Þátttökugjald í barna og unglingaflokki er kr. 1.500. Lið Tindastólsfékk nágrannana frá Blönduósi í heimsókn síðastliðið fimmtudagskvöld og þurftu Stólarnir að sigra til að geta gælt við þann fjarlæga möguleika að komast í úrslitakeppni 3. deildarinnar. Eftir leikinn var draumurinn hins vegar úti því Hvöt gerði sér lítið fyrir og lagði Stólana 0-2. Sagt er frá því á vef Tindastóls að Stólarnir hafi haft yfirhöndina framan af leik, spilað góðan fótbolta en ekki tekist að skora þrátt fyrir ágæt tækifæri. Um ntiðjan hálfleikinn braut markvörður Blönduósinga illa á Birni Inga sem korninn var einn í gegn og átti ekkert annað eftir en að renna boltanum í markið. Allir áttu von á því að sjá markmanninn fá rauða spjaldið en örn Arnarson dómari kenndi eitthvað í brjósti um kappann og sýndi honum því það gula. Eftir þetta færðist harka í leikinn og dómarinn notaði gula spjaldið í gríð og erg - eða sjö sinnum á hálftíma kafla. Staðan 0-0 í hálfleik. Tindastólsmenn höfðu áfram tögl og haldir í síðari hálfleik en á 66. mínútu skoraði Ólafur Sigfús Benediktsson og aðeins fimm mínútum síðar gerði Frosti Bjarnason annað ntark Blönduósinga. Eftir þetta datt leikur Stólanna niður og á 80. mínútu fékk Steini Gests að líta rauða spjaldið. Úrslitin þar með ráðin og Blönduósingar sem spilað hafa vel í suntar geta látið sig hlakka til úrslitakeppninnar sem hefst 26. ágúst. nj- “ln Síðsumarsýning kynbótahrossa á Norðurlandi Yfirlitssýning kynbótahrossa hefst kl: 12:00 föstudaginn 18. ágúst á Sauðárkróki. Sýningin er haldin í tengslum við landbúnaðarsýningu Flugu. ■^3 LEIÐBEIIMIAIGAJVIIÐSTÖÐIIU ehf. _____________________________________________________P smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is þúsundkm. Upplýsingarísíma Bíll til sölu Mitsubishi Carisma GDI til sölu. Gullfallegur og vel með farinn bíll, árg. 98, keyrður 110.000. Sumardekk og vetrardekk á álfelgum fylgja með. Verð i kringum 450þús, tilboð óskast í símum 8681232 eða 4535871. Hús til sölu - gerið tilboð TilsöluerAðalgata 12, 155m2, tveggja hæða, þarfnast mikils viðhalds. Öllboðskoðuð. Tilboð gerist fyrir 7. ágúst. Upplýsingar í síma 8626118 eða shp@simnelis Avensis til sölu Toyota Avensis 1800 sjálfskiptur, árgerð 05/2000, ekinn 124 8925536. LandCruiser til sölu Toyota LandCruiser VX árgerð 1999tilsölu. Billinn er sjálfskiptur, leðurklæddur og í fínu lagi. Upplýsingari síma 8935417.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.