Feykir


Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 1

Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 1
Fjöldi fólks og söngvara sóttu árlegt aðventukvöld I Sauðárkrókskirkju siðastliðið sunnudagskvöld. Mynd: Anna Lóa Bleikjueldi Hólalax í Hjaltadal Áform um að auka fram- leiðsluna í 500 tonn Forsvarsmenn Hólalax í Hjaltadal áforma nú að fimmfalda framleiðslugetu fyrirtækisins, úr 100 tonnum á ári í 500tonna ársframleiðslu. Málið var tekið fyrir í Baldvinssonar, hjá Hólalax stjórn fyrirtækisins í síðustu hf. liggur fyrir staðfesting frá viku. Að sögn Ásmundar yfirvöldum um að stækkun Árekstur í Norðurárdal í Skagafirdi__ Skullu saman á einbreiðri brú Tveir bílar skullu saman á brú yfir Kotaá í Norðurárdal í Skagafirði síðastliðinn fimmtudag. Slys urðu ekki á fólki en bílarnir eru mikið skemmdir. Bílarnir komu úr gagnstæðri átt og voru báðir komnir inn á brúna þegar þeir skullu saman. Kotaárbrú er ein af fimm brúm í Norðurárdal sem er einbreið en fullyrða má að vegurinn um dalinn sé einn hættulegasti kafli hringvegarins. af þessari stærðargráðu þarf ekki að fara í umhverfismat en gert er ráð fyrir að byggt verði við núverandi aðstöðu fyrirtækisins í Hjaltadal. Hólalax ffamleiðir bleikju í Hjaltadal og Fljótum. Fiskinum er ekið til vinnslu hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki, en Fisk er einn af eigendum félagssins. Bleikjan hefur verið flutt út til meginlands Evrópu. Skilaverð hefur verið mun stöðugra en fyrir lax enda ff amboð af bleikju mun minna á mörkuðum en framboð af laxi. Blönduósbær Leiqjendum býðst að Kaupa Blönduósbær býður öllum leigjendum að kaupa íbúðina sem þeir leigja á vegum sveitarfélagsins en Blönduósbær á og rekur 47 íbúðir. Þetta var ákveðið á fúndi bæjarráðs í sfðustu viku. Fram kemur í bókun bæjarráðs að löggiltur aðili verði fenginn til að meta verðmæti hverrar íbúðar fyrir sig. Leigjendur hjá Blönduósbæ eiga því von á formlegu erindi um málið á næstunni, þar sem þeim verður boðinn forkaupsréttur á leigu- fbúðum sínum. ítrekað var á fúndi bæjarráðs að leiguíbúðir yrðu einungis seldar á markaðsvirði og að sveitarfélagið áskildi sér rétt til að hafna öllum tilboðum sem væru undir markaðsvirði. Ekki stend- ur til að bjóða íbúðir sveitar- félagsins til sölu öðrum en þeim sem þegar leigja hjá sveitar- félaginu nema þegar samningi verður rift. Rjúpna veiðimenn_________________________ Vertíðin sú lélegasta í manna minnum Rjúpnaveiðimenn á Norð- sem menn muna. vesturlandi og Ströndum Lítið veiddist af rjúpu í sem Feykirhefur rættvið vetur og kenna flestir um eru sammála um að nýliðin kuldakasti með hríð og bleytu vertíð sé sú allra lélegasta sfðastliðið vor. Biðlistar aldraðra eftir hjúkrunarrými Fæstir á biðlista í Norðvesturkjördæmi Aldraðir á biðlista eftir hjúkrunarrými eru fæstir í Norðvesturkjördæmi. Langflestir eru á biðlista í Reykjvíkurkjördæmunum tveimur norður og suður. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, við fyrirspurn Björgvins Sigurðssonar, alþingismanns, um hjúkrun- arrými. I Norðvesturkjördæmi eru 11 aldraðir á biðlista í brýnni eða mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými. í Reykjavíkurkjördæmunum samanlagt eru 206 aldraðir á biðlista eftir hjúkrunarými taldir í brýnni eða mjög brýnni þörf. í Suðvesturkjördæmi er samsvarandi tala 108. í Suður- kjördæmi 73 og í Norð- austurkjördæmi eru 33 aldraðir á biðlista eftir hjúkrunarými skilgreindir í brýnni eða mjög brýnni þörf fyrir úrlausn. Almenn raftækjaþjónusta - tölvu- og rafeindaþjónusta - frysti- og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —ICléwfltff ehj Aóalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun Æ bílaverkstæöi Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sínti 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.