Feykir


Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 5

Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 5
Þórný Jóhannsdóttir skrifar Skagfirðingar mæla meo náttúrunni Skagfirðingar hafa löngum þótt stórhuga og kröftugir og þekki ég enga sem eru stoltari af sinni heimasveit nema kannski Þingeyinga. Nú berjast Þingeyingar fyrir álveri en nokkru vestar á landinu okkar góða eru Skagfirðingar að berjast gegn því að álveri Þing- eyinga verði stungið í samband með orku úr Héraðsvötnum. Skagfirðingar hafa vaknað til lífsins og stofhað áhugahóp um verndun Héraðsvatna en barátta þeirra stendur um að tveimur virkjanakostum, við Skatastaði og Villinganes, verði hafnað. Þingeyingar virðast aðeins geta yljað sér við minningar úr baráttunni gegn Laxárvirkjun fyrir rneira en 30 árum. Ég kom sem gestur úr Eyjafirði á baráttufund Skag- firðinga í Árgarði þriðjudags- kvöldið 28. nóvember til að sýna stuðning og auðvitað var ég forvitin að sjá hvort hugur væri í mönnum á þessum baráttufundi. Og jú, þarna voru yfir 200 manns. Ég hef ekki komið á fjölmennari pólitískan baráttufund úti á landsbyggðinni. Merkilegast þótti ntér að heyra að oft áður hafa Skagfirðingar barist gegn því að virkjað sé við Villinganes. Sá meirihluti sem starfaði í sveitarstjórn Skagafjarðar síðasta kjörtímabil ákvað að Villinganesvirkjun skyldi ekki sett inn á aðalskipulag. Núverandi meirihluti vill hins hafa virkjunina þar inni. Baráttan var líka háð fyrir 25 árum en þá var einn Skagfirðingur, Guðrún Eiríksdóttir frá Villinganesi, sem gat sem landeigandi í Villinganesi komið í veg fyrir að það yrði virkjað. Þess minntist Ómar Ragnarsson og sagði fundargestum að hefði sú virkjun verið samþykkt, þá væru aðeins 10-15 ár í að uppistöðulónið væri orðið fúllt. Og nú þurfa Skagfirðingar að halda uppi merkjum þessarar framsýnu konu. Slaginn gegn virkjun í Villinganesi þarf að hefja enn einu sinni. Á fundinum var einnig vikið að öllum jákvæðu þáttunum í uppbyggingu Skagafjarðar sem margir hafa notið á einhvern hátt. Ég hugsaði til fjölmargra heimsókna í Skagafjörðinn. Oft hef ég farið í fljótasiglingar, á hestbak og í fjallgöngur. Sótt háskólann á Hólum, sem nú er einn stærsti atvinnurekandi í Skagafirði, heirn og notið veitinga og náttúru. Ég hef farið út í Drangey, hlýjað mér í Grettislaug og skoðað byggðasafnið í Glaumbæ. Stundum hefúr mér þótt of mikið um rómantíska sýn ferðafólksins á torfbæinn og þurft að minna á kulda, raka og dimmu þótt þarna hafi verið stórbýli og sagt að við séum betur komin með hitaveitu og rafmagn! Niður Öxnadalinn í myrkrinu á heimleiðinni velti ég því fyrir mér hve lengi álforystu stjórnvalda ætlar að takast að kljúfa íslenskuþjóðina í tvennt og neita að hlusta. Búa til öfgafólk, kaffihúsalið og afturhaldssinna úr þeim sem mæla með náttúrunni og framfarasinna og athafnafólk úr þeim sem vilja virkja og reisa álver. Þetta fer fyrir brjóstið á mörgum okkar - örugglega öllum þeim 15 þúsund sem gengu niður miðbæinn með Ómari. Er er ekki rétt að við komum okkur saman um að hægja á ferðinni og huga að öðru? Ef þjóðin á milljarða til að reisa virkjanir og álver, eigum við þá ekki til peninga til að setja af rausnarskap í eitthváð af öllum þeim hugmyndum sem liggja í nýsköpunarmiðstöðvum víða um land? Tækniframfarir eru stórstígar, breVingar á atvinnuháttum ennþá hraðari, gildismat manna þróast hratt. Hver hefði trúað því fyrir aldarfjórðungi þegar til Islands komu um 70 þúsund ferðamenn, að nú séu tæplega 400 þúsund ferðamenn sem koma hingað fyrst og fremst til að skoða ósnortin fjöll og firnindi, gróna dali og úfin hraun? Eða að háskóli væri á Hólum og nettenging í hvern bæ? Byggðamál eru mál allra landsmanna því ekki viljum við að allir séu búsettir á suðvesturhorninu! Eorgangs- röðun og stefúumótun um atvinnumál og uppbyggingu er eitthvað sem öllum stjórnmálamönnum ber skylda til að taka alvarlega. Stjórnvöld halda Vatnajökulsþjóðgarði á lofti nú og vilja friða einhvern hluta íslands. Á teikniborði Landsvirkjunar liggur hins vegar fyrir að virkja flestar jökulár og háhitasvæði á landinu. Við viljum að sest 46/2006 Feykir 5 verði niður og gert heildarskipulag um verndun og nýtingu áður en lengra er haldið. Við viljum hætta að byggja álver og virkja til þess ár. Við viljum byggja á hug- myndurn og virkja hugvit. Island er eitt land og þeir sem einhvern áhuga hafa á íslandi framtíðarinnar eiga að stíga fram og láta í sér heyra. I umræðunni um um- hverfismál erum við ekki að tala urn neinar dægurflugur sem enginn man eftir úr argaþrasi stjórnmálanna eftir 20 ár. Við erum að tala um mikilvægustu mál samtímans og ef að fólki má ekki verða heitt í hamsi yfir þeim, þá veit ég ekki hvenær almenningur í landinu á að láta í sér heyra - án þess að hann sé talinn öfgasinnaður. Skagfirðingar eru með þessu framtaki sínu að setja umhverfismál á dagskrá af alvöru fyrir næstu kosningar og ég hvet stjórnmálamenn til að tala skýrt um afstöðu sína svo ljóst sé hvert við stefnum á næstu árum. Nánar um baráttu Skagfirðinga á www.jokuIsar.org Þórný Jóhannsdóttir - Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd og fjölbreytta atvinnustefnu, og hefur starfað sem landvörður og leiðsögu- maður á Islandi í tíu ár. Perlan Þú ert dýrasta perlan er drottinn ossgaf Vér dœtur og synirþig dáum þú ert allsnœgta auðlegð við ysta haf er einungis hlotnast fáum. Hér viðfrelsi ogfrið ogfallvatna nið Við fossanna ómstríðu raust Hreiður fuglinn sér bjó fram á heiðum í ró horfnir á braut þegar svífur að haust Gefum fuglinum grið hér við vatnanna klið þeirrafrelsi erfriðhelgi háð Enginn eyðandi hönd fari um heiðar og strönd hér erframtíð œskunnar skráð Október 1998. Edda Vilhelms frá Laugardal

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.