Feykir


Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 46/2006 SKAG FIRSKAR ÆVT Verð kr. 6000.- Til sölu hjá Sögufélagi Skagfirðinga í Safnahúsinu Sauðárkróki Sími 453 6640 :: Netfang: saga@skagafjordur.is Unglingará Norðurlandi vestra_ Drekka mest en reykja minnst Háskólinn á Akureyri í samvinnu við Lýð- heilsustöð hefur kannað vímuefnaneyslu meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk á landinu. Könnunin var lögð fyrir nemendur í vor og hafa niðurstöður nú verið birtar en þar kemur m.a. fram að áfengisneysla er mest á Norðurlandi vestra en minnst á Norðurlandi eystra. 28 af hundraði nemenda í 10. bekk á Norðurlandi eystra sögðust hafa neytt áfengis á liðnum 12 mánuðum en urn helmingur nemendanna á Norðurlandi vestra. Hlutfallið á landinu öllu var 40%. Lægst er hlutfall þeirra unglinga sem reykja daglega í 10. bekk á Norðurlandi vestra eða innan við þrír af hundraði. Mest er hlutfallið í Reykjavík og á Suðurnesjum, á milli 15 og 16 prósent. Þá er neysla á hassi og maríjúana minnst meðal tíundubekkinga á Norður- landi vestra miðað við landið og næst minnst á Norðurlandi eystra. 5,5% nemenda á Norðurlandi vestra hafa neytt þessara efna en 5,9% á norðurlandi eystra. Hlutfallið er hæst í Reykjavík eða tæp 13%. Svarhlutfall í könnuninni var 86%. Byggðasaga Skagafjarðar er gefin út af Sögufélagi Skagfirðinga Skaaaf,„„ Þú getur pantað Byggðasögu Skagafjarðar með þvi að hringja i sima 453 6640 eða á netfangi Sögufélagsins og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Netfangið er: saga@skagafjordur.is Skipta má greiðslum með greiðslusamningi við útgáfuna. • Fyrsta bindi um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kostar kr. 8.900 • Annað bindi um Staðarhrepp og Seyluhrepp kostar kr. 11.900 • Þriðja bindi um Lýtingsstaðahrepp kostar kr. 12.900. tilboð Allar bækurnar þrjár fást í tilboðspakka á kr. 25.000 Efkeypt er nýja bókin og önnur hvor hinna eldri fást þær á kr. 20.000 Ofangreint verð er félagsmannaverð Sögufélags Skagfirðinga og býðst einnig þeim sem panta beint frá útgáfunni. Þeir sem greiða fyrirfram fá bækurnar sendar burðargjaldsfrítt. Annars leggst við burðargjald. Sögufélag Skagílrðinga Safnahúsinu 550 Sauöárkróki sími 453 6640 netfang: saga@skagafjordur.is Fréttatilkynning___________ Rafsjá tekur við umboði Vodafone Raftækjaverslunin Rafsjá á Sauðárkróki er nýr umboðsaðili fyrir Vodafone. Rafsjá býður sömu þjónustu og vöruúrval og er að finna í verslunum Vodafone, svo sem úrval GSM símtækja, ADSL endabúnað og ýmiss konar aukahluti. Þá veita starfsmenn Rafsjá viðskiptavinum góð ráð varðandi þann búnað og tæki sem eru í sölu hjá Vodafone. Vodafone hefur jafnffamt lagt mikla áherslu á að efla dreifikerfi sitt og þjónustu f Skagafirði og nágrenni. Fyrirtækið hefur meðal annars komið upp öflugu ADSL kerfi á Sauðárkróki og býður nú ADSL plús og ADSL extra, sem felur í sér allt að því 14 Mb/s hraða fyrir netnotendur. Um er að ræða sama hraða og verð og er almennt í boði á þjónustusvæði Vodafone. Ekkert fjarskiptafyrirtæki getur boðið sama hraða og Vodafone býður í ADSL þjónustu á Sauðárkróki. Þá hefur Vodafone einnig eflt GSM kerfi sitt bæði á Sauðárkróki og annars staðar í Skagafirði. Sauðárkrókskirkja Árlegt aðventu- kvöld vel sótt Það var sannarlega margt um manninn - eða vel á þriðja hundraðið - á árlegu aðventukvöldi í Sauðárkrókskirkju síðastliðinn sunnudag enda fastur liður í jólaundirbúningi margra að sækja kirkju á aðventunni. Ræðumaður kvöldins var Ólafur Atli Sindrason kennari viðÁrskóla. Barnakór kirkjunnar flutti helgileik en Iris Baldvinsdóttir og Rögnvaldur Valbergsson æfa barnakórinn. Stubbarnir, 10- 12 ára krakkar í kirkjustarfinu, sungu nokkur sígild jólalög með leikrænu ívafi. Síðast en ekki síst flutti kirkjukórinn aðventu- og jólasöngva undir stjórn Rögnvaldar organista. Að dagskránni tæmdri þáðu kirkjugestir pipar- kökur og súkkulað' í safnað- arheimlinu. Fullt tungl Tiðindamaður Feykis var á ferð yfir Holtavðrðuheiðiþegar hann hann stöðvaði til að ná þessari fallegu mynd affullu tungli yfir Hrútafirði. MyndtÁG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.